Dagblaðið - 26.02.1979, Side 9

Dagblaðið - 26.02.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. 9 „hinna ungu” harðlega. Upp úr miðjum fundi gerðist svo sú tilraun til kosningasvika, sem lýst var hér að framan. Blaðamaður Dag- blaðsins upplýsti Guðjón fundar- stjóra, að blaðið hefði í höndum sönnunargögn um málið. Guðjón tjáði honum þá, að atkvæði þessi yrðu ógilt. Lét fundarstjóri opna kjörkass- ann og rífa atkvæðin, sem i honum voru. Jafnframt sagði hann að þeir, sem hefðu á þann hátt misst at- kvæði sín, gætu fengið nýja at- kvæðaseðla. í viðtali við blaðamann Dag- blaðsins eftir fundinn, sagði Guðjón fundarstjóri, að þetta hefðu verið 30—40 seðlar, en ljósmyndaranum hefði talizt þeir vera margfalt fleiri. Sömuleiðis sagði Guðjón, að engin búnt atkvæðaseðla hefðu komizt í umferð með ólöglegum hætti. Stangaðist þetta á við það, sem blaðamaður og Ijósmyndari töldu sig sjá og sem ljósmyndarinn festi á filmu. Undir lokin fór fram atkvæða- greiðsla um tvo menn í stjóm og þrjá menn í varastjórn. Tók Guðjón at- kvæðaseðlana með sér af fundinum án þess að þeir væru taldir. Tjáði hann blaðamanni Dagblaðsins síðar um daginn, að meirihluti stjórnar hefði talið seðlana og komizt að raun um, að Einar Logi Einarsson og Haf- steinn Guðmundsson hefðu náð kjöri með 230 atkvæðum hvor, en Óskar Guðmundsson og Guðfinnur Jakobs- son fallið með 75 atkvæðum hvor. Hinir nýkjörnu stjórnarmenn voru frambjóðendur „hinna ungu” og koma þeir i staðinn fyrir aðra tvo úr sama armi, þannig að valdahlut- föll í stjóminni eru hin sömu og áður. Vegna tímaskorts var ekki unnt að kjósa fulltrúa á aðalfund . . með fullan úlpuvasa af seðlum, sem blm. sýndust líkjast atkvæðaseðlum. Gegnum rifuna neðan við borðplötuna sá blm. manninn rétta stúlkunni bunkann.” Náttúrulækningafélags íslands. Urðu það mikil vonbrigði þeim, sem smöluðu, því að það var í rauninni kosningin, sem máli skipti. Með 32 fulltrúum Reykjavíkurfélagsins hefði verið fenginn tryggur meirihluti í landsfélaginu og þar með yfiráð yfír Heilsuhæli náttúrulækningamanna í Hveragerði. Verður því að hefja eina smölunarherferðina enn fyrir annan fund til að velja þessa fulltrúa. Má því enn búast við fleiri skrípafundum af því tagi, sem fundurinn i Háskóla- bíói var á laugardaginn. Fulltrúar „hinna gömlu” héldu því fram á fundinum, að fundurinn væri ólöglegur og yrði reynt að fá honum hnekkt. Eftir fundinn sagði Egill Ferdinandsson við blaðamann Dagblaðsins, að atkvæðagreiðslan og talningin væru ógild að mati þeirra, sem urðu undir. -JK. KANARIEYJAR sólskinsparadís allan ársins hring Jón Gunnar Hannesson læknanemi, sem sagður var hafa staðið á bak við ,,stórsmölunina" í NLFR, afgreiðir atkvæðaseðla á fundinum. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322. Sunna býfiur upp á bestu hótelin, ibúðirnar og smáhýsin sem láanleg eru á Kanaríeyjum. KOKA - ROCA VERDE - CORONA BLANCA - SANTA FE - LOS SALMONES - HOTEL EVGENIA VICTORIA Sum þessara hótela eru þegar orðin vel þekkt meðal Islendinga. Sunnuskrifstofa meö islensku starfsfólki á staðnum, veitir Sunuufarþegum öryggi og þjónustu. Hægt er aö velja um 1, 2 og 3 vikna feröir. Brottfarardagar: 16., 23. feb. - 9., 16., 30. mars - 6., 20., 27. apríl - 18. mai - 13. júni - 4., 25. júli - 15. ágúst - 5., 26. sept. Þúsundir ánægöra viðskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. Guðjón B. Baldvinsson, gjaldkeri NLFR, gerir grein fyrir reikningum félags- ins. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir fékkst hann ekki til að skýra frá hver hefði fært sér listana með nöfnum um 800 nýrra félagsmanna. Hægra megin á myndinni er Marinó L. Stefánsson, formaður stjórnar NLFR.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.