Dagblaðið - 26.02.1979, Page 11

Dagblaðið - 26.02.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. Til að elska þarf mikinn kjark . . . ris engin mannlega vera undir því að valda ekki vonbrigðum á einhverju sviði. „Þegar draumurinn brestur verður maður að reyna af öllum mætti að verða ekki bitur. Og þetta er allt saman erfitt mál, þvi til að elska þarf líka mikinn kjark,” segir Ása Sólveig. Skáld með brjóst í góðri grein um „kerlingabæk- ur”, sem Helga Kress skrifaði nýlega í tímarit Máls og menningar (4-78) tekur hún Ásu Sólveigu sem dæmi um skáldkonu, sem reynir að skrifa um reynslu kvenna og þeirra líf. Ása Sólveig orðar þetta svo: „Mig langar til að skrifa um það sem karlmenn vita ekki og konur hafa alltaf þagað um.” Fjölmargar harmsögur rekja dapurleg örlög skáldkvenna frá fyrri tíðum — vinnuaðstaða þeirra var erf- ið og það sem þeim tókst þrátt fyrir það að skrifa var lítilsvirt og hætt. En Ása Sólveig segist ekki hafa mætt.erf- iðleikum sem rithöfundur þótt hún sé kona. „En ég hef verið mjög hepp- in,” bætir hún við og bendir á að með nýstofnuðum launasjóði rithöf- unda hafi starfsaðstaða allra rithöf- unda batnað geysilega. Eins að hún hafi byrjað að skrifa á tíma sem skít- kast í kvenrithöfunda fór mjög minnkandi. „Karlmenn koma mér samt sífellt á óvart með því að meta konur ævinlega fyrst og fremst sem kynver- ur,” segir Ása Sólveig. Hún leit inn i Hollywood um daginn og þar tók hana tali ungur piltur og efnilegur. Hann var vel heima í menningar- málum og hafði séð sjónvarpsþáttinn Vöku þegar hún kom þar fram. Hann sagði henni sitt álit á málflutningi hinna ýmsu þátttakenda og hún beið spennt eftir að heyra hvað honum hefði fundizt um hana sjálfa. Loks kom að því: „Hvernig getur staðið á því, spurði hann mjög vingjarnlega, „að ég hélt endilega að þú hefðir stærri brjóst?” Og Ása Sólveig hlær: „Mér finnst þetta alltaf jafnfyndinn eiginleiki hjá karlmönnum,” segir hún, „en þetta getur gert mann ergilegan þegar maður er að hugsa um alvarleg mál IHH. LJÖSMYNDIR: RAGNAR TH. SIGURÐSSON Nú getur þú valið úr um það bil þrjátíu gerðum af sófasettum, — borgað 30% út og eftir- stöðvarnar á tíu eða jafnvel tólf mánuðum. HÚSGAGNAVERZLUN GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR HAGKAUPSHÚSINU Simi 82898 Komdu sem fyrst,svona til- boð býðst ekki á hverjum degi. Þú getur að minnsta kosti skoðað úrvalið. Það kostar ekkert!

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.