Dagblaðið - 26.02.1979, Qupperneq 13
Nýr yfirmaður
NATO í Evrópu
Carter Bandaríkjaforseti hefur enn
ýtt á eftir leiðtogafundi ísraels og
Egyptalands. Hann vill fá leiðtoga
þessara rikja til viðræðna við sig
síðar í j)essari viku, til þess að fjalla
um nýjan friðarsamning landanna.
Carter er í stöðugu sambandi við leið-
toga beggja ríkjanna um þessar
mundir.
Búist er við að Menachem Begin
forsætisráðherra Israels komi á fund-
inn og Mustapha Khalil forsætis-
ráðherra Egyptalands.
Aðilar beggja þjóðanna, sem starf-
að hafa í friðarnefndunum í Wash-
ington munu fljúga heim til viðræðna
við leiðtoga sína fyrir fundinn.
Ekkert hefur heyrzt um viðbrögð
leiðtoga ísraels og Egyptaiands vegna
fyrirhugaðs fundar.
V-Þýzkaland:
Kanslarinn liðtækur í skák
Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands er allþokkalegur skákmaður. Kanslarinn tefldi nýlega við stórmeistarann
Lothar Schmid í fjöltefli og stórmeistarinn hafði það ekki fyrr en eftir þrjá og hálfan tíma.
íslendingar kannast vel við Lothar Schmid, síðan hann var aðaldómari í hinu fræga einvígi milli Spasskys og Fischers í
Laugardalshöll árið 1972. Lothar var einnig aðaldómari í einvígi þeirra Karpovs og Kortsnojs i fyrra.
Lothar Schmid tefldi við þrjátíu manns i fjölteflinu og sex náðu því að gera jafntefli við meistarann. Meðal þeirra sex
var Loki Schmidt, eiginkona kanslarans, sem skaut þar bónda sínum ref fyrir rass. Þau hjónin eiga því þarna sameigin-
legt áhugamál, svo leiða má getum að því hvað þau gera, ef þau geta ekki sofið.
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979.
Erlendar
fréttir
REUTER
Carter boðar
leiðtoga
ísraels og
Egypta til
fundar
Carter Bandaríkjaforseti hefur út-
nefnt Bernard Rogers sem nýjan yfir-
mann bandaríska hersins og NATO í
Evrópu, í stað Alexanders Haig hers-
höfðingja, sem lætur af störfum 1. júní
nk.
Alexander Haig var áður
aðalráðgjafi Nixons fv. Bandaríkjafor-
seta í innanríkismálum, einmitt meðan
Watergatemálið stóð sem hæst. Hann
hefur látið að því liggja að hann sækist
eftir útnefningu Repúblikanafiokksins
fyrir forsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum á næsta ári.
Hinn nýi yfirmaður, Bernard
Rogers, er 57 ára gamall, viðurkenndur
hernaðarsérfræðingur og ópólitiskur,
að því er sagt er. Undir hans stjórn
verða 4,1 milljón manna undir
vopnum.
Tveir helztu ráðherrar í Bandaríkjastjórn:
„Grípum til vopna
ef nauðsyn krefur
— til verndar olíuhagsmunum okkar í Miðausturlöndum
Helztu ráðherrar í stjórn Carters
Bandaríkjaforseta hafa lýst því yfir
að Bandaríkjamenn séu tilbúnir tjl að
grípa til vopna til þess að verja hags-
muni sína vegna olíukreppunnar í
íran.
James Schlesinger orkuráðherra og
Harold Brown varnarmálaráðherra
sögðu í gær, að ef nauðsyn krefði
myndu Bandaríkin beita her sínum til
þess að vernda olíuhagsmuni sína í
Miðausturlöndum.
Ráðherrarnir gáfu þessar sam-
hljóða yfirlýsingar sinn í hvoru við-
talinu. Þetta eru hörðustu yfirlýsing-
ar bandarískra ráðamanna til þessa,
vegna þess ástands sem skapazt hefur
í orkumálum Bandaríkjanna vegna
ástandsins í íran.
Schlesinger sagði að Bandaríkin
hefðu mikilvægra hagsmuna að gæta
á þessu svæði og „við verðum að
reyna að gæta þeirra hagsmuna, þar
sem það er okkur lífsnauðsyn að gera
það,” sagði ráðherrann. „Þess vegna
hefur hernaðaríhlutun verið íhug-
uð,” bætti hann við en neitaði að
gefa frekari skýringar á orðum
! sínum.
Um 20% af þeirri oliu sem Banda-
ríkjamenn nota, kemur frá þessu
svæði. Harold Brown varnarmála-
ráðherra sagði i viðtalinu að olía frá
Miðausturlöndum væri Bandaríkja-
mönnum lífsnauðsyn og ef þyrfti að
verja olíulindir i Saudi-Arabíu yrði
að grípa til allra tiltækra meðala,
einnig hernaðaríhlutunar.
Flugvéla-
móðurskip
stórveldanna
af stað
Nýjasta flugvélamóðurskip Sovét-
manna, Minsk, sem er 45 þúsund
tonn að stærð er nýfarið í gegnum
Bosphorus og Dardanellessund á leið
sinni til Miðjarðarhafs. Ekki er vitað
um ákvörðunarstað.
Þá hefur flugmóðurskip Banda-
ríkjamanna, Constellation, sem er 80
þúsund tonn að stærð, lagt af stað
frá fiotastöð á Filippseyjum. Tals-
maður Bandaríkjastjórnar segir að
ferðir skipsins séu ekki tengdar stríði
Kínverja og Víetnam.
— sokn Kmverja heldur áfram inn
íVíetnam—f undum Öryggisráðs
S.Þ. frestað til morguns
Kínverskt herlið hefur hertekið
landamærabæinn Dong dang eftir
mikla baráttu við úrvalssveitir víet-
namska hersins að þvi er segir í frétt-
um frá Kína. Bærinn er mjög
mikilvægur hernaðarlega og beittu
Víetnamar þeim hersveitum sínum,
sem kallaðar eru Fljúgandi
tígrisdýrin.
Don dang er útvörður land-
leiðarinnar til Hanoi, en þangað
liggur bæði aðalvegurinn og járn-
41
Rússneski björninn er aðeins farinn
að bylta sér vegna innrásar Kínverja í
Víetnam.
brautarlínur. Heimildir Tokyo og
Bankok greina að í vænduni sé stór
orusta í bænum Lang Song og eigi sér
stað miklir hergagnaflutningar
þangað. Hanoi útvarpið hefur greint
frá þvi að bardagar séu þegar hafnir i
fjöllunum í kring um Lang Song.
Mjög gott orð fer af kínversku
hermönnunum. Þeir eru sagðir gæta
eigna óbreyttra vietnamskra borgara,
eftir að þeir hafa hertekið bæi og
þorp og fari þeir um bæina snerta
þeir ekki eigur manna.
Harðar deilur voru milli kinversku
og sovézku fulltrúanna í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna vegna innrásar
Kínverja og hafa þær deilur staðið i
3 daga, án sjáanlegrar niðurstöðu.
Fundum öryggisráðsins hefur verið
frestað til morguns.