Dagblaðið - 26.02.1979, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979.
......
BIAÐIÐ
fijálst, áháð dagblað
Útgefandk DagblaðU) hf.
Framkvœmdastjóri: Svalnn R. Eyjólfsson. Rhstjóri: Jónas Kristjónsson.
Fréttasfjóri: Jón Birgir Pétursson. Rhstjómarfultrúi: Haukur Halgason. Skrifstofustjóri ritstjómar
Jóhannas RaykdaL íþróttir HaUur Sknonarson. Aóstoóarfróttastjórar AUi Stoinarsson og Ómar Valdh
marsson. Manningarmól: Aðaistainn ingótfsson. Handrtt Ásgrimur Póisson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafónsdóttir, Gissur Sigurös-
son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Halgi Pótursson, Jónas Haraldsson, ólafur Gairsson,
Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Póisson.
Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur VMhjólmsson,' Ragnar Th. Sigurös-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaidkeri: Þróinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Svelnsson. Dreifing-
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Rltstjóm Slðumúla 12. Afgreiösla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11.
Aðalsimi blaðsbis er 27022 (10 llnur). Áskrtft 2500 kr. ó mónuði innanlands. i lausasöki 125 kr. elntakiö.
Satning og umbrot Dagblaðið hf. Slðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10. k
Óskhyggja stöðvuð
Kostnaður við heilsugæzlu hefur
ekki aðeins vaxið gífurlega á undan-
förnum árum. Hann hefur aukizt langt
umfram vöxt þjóðartekna á sama tíma.
Þá þróun þarf að stöðva, svo að hér
eftir eflist heilsugæzla í takt við
þjóðarhag.
Gárungar hafa. sýnt talnaleiki um, hvenær
kostnaður við heilsugæzlu fari upp fyrir þjóðartekjur
og hvenær þjóðin skiptist endanlega í tvær stéttir, hina
sjúku annars vegar og starfsfólk við heilsugæzlu hins
vegar.
Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Við sjáum
nefnilega ýmis dæmi um, að einstaka ráðamaður í
heilsugæzlu kunni sér ekki lengur hóf í hugmyndum
um útþenslu hennar. Þeir vilji enn auka hraðann í
framúrakstri þessa geira þjóðarútgjaldanna.
Peningaflóðið í heilsugæzlu síðustu tvo áratugina er
ekkert dæmi um, hvað þjóðarbúið ráði við á venjuleg-
um tímum og krepputímum. Uppgangstímanum hafa
fylgt ótrúlegar framfarir í heilsugæzlu, sem við búum
nú að, þegar syrtir í álinn.
Því er eðlilegt, að menn, jafnt innan heilsustétta,
sem utan, vilji stinga við fótum, þegar þeir sjá hrika-
legar hugmyndir um heilsugæzlustöð í Breiðholti og
geðdeild við Landspítalann, svo að tvö grófustu
dæmin um óhófið séu nefnd.
Heilsugæzlustöðin í Breiðholti á að vera helmingi
stærri en hliðstæðar stöðvar fyrir jafnmarga íbúa
annars staðar í borginni. Þar á að vera einkaaðstaða,
jafnvel tvö herbergi á mann, fyrir mýgrút sérfræðinga
og ráðgjafa, sem líta inn klukkutíma á dag.
Þessi stöð hefur ekki verið samþykkt og verður það
tæpast, úr því að sparnaðartilhneiginga er í tæka tíð
farið að gæta í opinberum rekstri. Hitt óhófsdæmið er
hins vegar að verulegum hluta tilbúið til notkunar.
Gert er ráð fyrir, að rými á sjúkling á hinni nýju
geðdeild Landspítalans verði 112 fermetrar í stað 32
fermetra á öðrum deildum sjúkrahússins. Fer þar mest
fyrir gífurlegu athafnaplássi yfírmanna og sérfræðinga
deildarinnar.
Hafa ber þó í huga, að lengi fram eftir góðæri
síðustu tveggja áratuga dróst þjónusta við geðsjúka
aftur úr öðrum þáttum heilsugæzlu. Það er án efa á
þeim forsendum, að Tómasi Helgasyni yfírmanni
hefur tekizt að dáleiða Jónas Haralz, formann
bygginganefndar Landspítalalóðar.
Utkoman er sú, að árum saman hefur stöðvazt
stækkun Landspítalans á öðrum sviðum, nema sú sem
Happdrætti Háskólans kostar. Ennfremur er fyrirsjá-
anlegt, að stöðnunin gildi enn um hríð. Geðdeildin sog-
ar allt til sín.
Ekki má gleyma, að á siðustu árum hefur aðstaða
geðsjúkra skánað verulega. Miklar aðgerðir í þágu
áfengisjúklinga hafa létt verulega á sjúkrarými
geðsjúklinga. Með nýju geðdeildinni við Land-
spítalann fer þjónusta á þessu sviði fram úr þjónustu á
mörgum öðrum sviðum heilsugæzlu.
Það er því eðlilegt, að læknar Landspítalans vilji fá
að nýta víðáttur geðdeildar að hluta til annarra þarfa,
sem eru orðnar svo brýnar, að stappar hreinu
öngþveiti. Þeir eru ekki að níðast á geðsjúkum, heldur
að biðja um jafnvægi í þróun heilsugæzlu.
Þeir tímar eru framundan, að ekki er unnt að fara
eftir villtustu óskhyggju í einstökum þáttum
heilsugæzlu. Það kæmi bara niður á öðrum þáttum
hennar, þvi að þjóðin mun tæpast auka útgjöld til
heilsugæzlu umfram aðra útgjaldaaukningu á næstu
árum.
✓
Matreitt handa gest-
um ólympíuleikanna
Þá fjórtán daga sem 22. ólympíu-
leikarnir standa yfir mun Moskva
daglega þurfa að sjá a.m.k. 100 þús-
und erlendum gestum og álíka fjölda
sovézkra ferðamanna fyrir mat.
Borgin mun einnig þurfa að matreiða
handa mörgum þeirra 200 þúsund
lánsömu Moskvubúa, sem fá munu
miða á ólympíuleikana-. Með tilliti ti!
alls þessa er unnið að því að fjölga
mikið matsölustöðum í borginni og á
að auka sætafjölda þeirra um 70 þús-
und fyrir leikana. Verður það vel-
komin viðbót við þau 55 þúsund sæti
sem fyrir eru i matsölustöðum, kaffi-
húsum og matstofum hótela, mótela,
tjaldstæða og gististaða í Moskvu.
Starfslið þjálfað
TU-168 er ekki ný gerð af sovézk-
um þotum. Það er skammstöfun á
nýjum starfsfræðsluskóla nr. 168,
sem nýlega tók til starfa í Moskvu og
stofnaður var vegna komandi
ólympíuleika. Nemendur geta sér-
hæft sig þar i þrem greinum; sem
þjónar er tala nokkur erlend tungu-
mái, sem yfirmatreiðslumenn, sem
eru vel heima í mataræði þjóða
Sovétríkjanna og erlendra þjóða, og
sem bakarar. Sem stendur er skólinn
að hefja þjálfun þjóna, yfirþjóna og
hótelstarfsliðs fyrir Intourist. Nýjar
kennslustofur sem ekki hafa áður
þekkzt í starfsfræðsluskólakerfinu
hafa verið teknar i notkun í TU-168,
s.s. ,,ævinga”bar, kennslustofa í
„vínfræðum” og kennslustofa í gerð
reikninga.
Skólinn er einn af sex starfs-
fræðsluskólum í Moskvu, sem þjálfa
starfslið matsöluhúsa vegna komandi
ólympiuleika. Reiknað hefur verið
út, að vegna ólympíuleikanna sé þörf
á 22.000 viðbótaryfirmatreiðslu-
mönnum, þjónum og bökurum. Þeir
verða ekki aðeins þjálfaðir í starfs-
fræðsluskólum, nýjum og gömlum.
T.d. munu stúdentar við Plekjanov-
hagfræðistofnunina aðstoða við
framreiðsluna.
Fyrir nokkrum árum, er stúdentar
stofnunarinnar fréttu að Moskva
hefði verið valin til þess að sjá um
ólympíuleikana 1980, skoruðu þeir á
stúdenta við aðrar menntastofnanir í
Moskvu að fylgja fordæmi sínu og
skipuleggja sérstakar stúdentasveitir
til matreiðslu og framreiðslu fyrir
gesti og þátttakendur í leikunum.
Tæknideild stofnunarinnar hóf að
þjálfa yfirþjóna en viðskiptadeildin
þjóna. Stúdentar sóttu af kappi tima
í erlendum tungumálum, sem skipu-
lagðir voru í því skyni aðbrjóta niður
málhindrunina á milli gestgjafa og
gesta.
Þvi má bæta við, að nálega 600 sér-
fræðingar í matreiðslu og fram-
reiðslu munu koma frá öðrum borg-
um og aðstoða við leikana.
Matreiðsla
við allra hæfi
„Fjölbreytni og tilbreytni rétta er
einkennandi fyrir rússneska matar-
gerð, bæði heitra og kaldra kjöt- og
fiskrétta, sveppa- og grænmetisrétta
svo og drykkjarfanga,” sagði Vjat-
sjeslav Nosov, yfirmaður veitinga-
hússins Tsentralní í Moskvu, sem
Moskvubúar þekkja vel undir heitinu
rússneska eldhúsið. „Hér er t.d.mat-
seðill fyrir einn dag, sem á eru 30
kaldir og 8 heitir forréttir, 13 heitar
og 5 kaldar súpur, 10 fiskréttir og
fimmtán kjötréttir auk ellefu fugla-
kjötsrétta. Þá höfum við blini, pir-
ogi, rastegai, kulebjaki og að sjálf-
sögðu eftirrétti.”
„Það er ekki svo erfitt að læra
fljótt að búa til nýja rétti,” segir
Nosov að lokum. „Það er nóg að
hafa uppskrift og allt efni sem til
þarf. Við matreiðslusérfræðingar i
Moskvu söfnum einnig að okkur er-
lendum mataruppskriftum fyrir
ólympíuleikana."
í Moskvu eru mörg sérhæfð mat-
söluhús er bjóða gestum sínum er-
lenda rétti. Meðal þeirra eru staðir
eins og Havana, Budapest, Búkarest,
Belgrad, Sofia, Varsjá, Berlín, Pek-
in, svo og Aragvi, Uzbekistan, Bakú,
Ararat og Turkmenia, sem sérhæfa
sig í mataræði sovétlýðveldanna í
Mið-Asíu og Kákasíu.
Innréttingar í veitinga- og kaffi-
húsum í Moskvu endurspegla sérein^
kenni þeirra. Hin nýju eru hönnuð
samkvæmt þessu. Um tuttugu kaffi-
hús verða endurgerð í gömlum rúss-
neskum stíi fyrir ólympiuleikana.
Meira en 10 milljónum rúblna hefur
verið varið til endurnýjunar 150 al-
mennra matsöluhúsa í Moskvu.
Matseðill fyrir
ólympíuleikana
Aðalmatsölustaðurinn á ólympiu-
leikunum 1980 verður að sjálfsögðu í
ólympíuþorpinu. Veitingahúsið þar,
fjórar matstofur og kaffistofur og
mjólkurbar munu samtímis geta af-
greitt mat til handa 5000 iþrótta-
mönnum.
Verksmiðja, sem getur framleitt
25 tonn af matvælum á dag og undir-
búið hina ýmsu rétti handa keppend-
unum er nú i smiðum í þessu nýja
íbúðahverfi, sem Moskvubúar munu
flytjast í eftir leikana. Einnig er verið
að reisa íbúðarhús, menningarstofn-
anir og matsölustaði.
Matreiðsluráð almenningsmatsölu-
staða í Moskvu hefur nú unnið í
meira en heilt ár að þvi að setja
saman matseðil fyrir keppendur á
leikunum. Hann er saminn í samein-
ingu af stjórnendum leikanna, vís-
indamönnum, íþróttamönnum,
þjálfurum og læknum. Það var fyrst
fjórða tiliagan sem var talin nægilega
góð til þess að leggja fram tii loka-
endurskoðunar fyrir sérfræðinga
matvælastofnunar Sovétríkjanna,
læknaakademíunnar, líkamsræktar-
stofnunarinnar, skipulagsnefndar
OL-80 og sovézkra stjórnvalda. Allar
tillögur þeirra og viðbætur hafa verið
teknar til greina. Skipulagsnefndin
lagði það t.d. til að forréttir yrðu
;kki aðeins hafðir við hádegisverð,
eins og venja er i Sovétrikjunum,
heldur og við morgunverð og kvöld-
verð, eins og venja er í sumum öðrum
löndum.
Á ólympíumatseðlinum mun dag-
lega mega velja á milli um 30 rétta, og
verður enginn þeirra tvisvar á boð-
stólum þær 2 vikur sem leikarnir
standa yfir. A matseðlinum verður
getið um hitaeiningamagn og efna-
samsetningu hvers réttar.
Ólympíumatseðillinn mun veita
mönnum góða hugmynd um rúss-
neskt mataræði, um þjóðlega rétti
sovézku lýðveldanna og um þjóðlega
rétti í mörgum öðrum löndum. For-
ráðamenn leikanna hafa einnig hugs-
að fyrir matarpakkamatseðli.
íþróttamenn, sem fara til æfinga
utan ólympíuþorpsins, geta valið um
þrenns konar hádegisverð með kjöt-
og fiskréttum, köldum forréttum,
grænmeti, ávöxtum og drykkjarföng-
um. Og að sjálfsögðu hafa verið
gerðar sérstakar ráðstafanir vegna
ólympíuviðburða eins og t.d. mara-
þonhlaupsins, þar sem keppendur
þurfa á hressingu að halda meðan á
hlaupinu stendur. Handa þeim hefur
verið búið til sérstakt ólympíukex,
sem inniheldur mikið af eggjahvítu-
efnum, svo og drykkirnir ólympiada
og Spartakiada.
Þá má geta þess, að ráðgerð er að-
staða til þess að íþróttamenn frá fjar-
lægum löndum geti, ef þeir æskja
þess, matreitt sjálfir í ólympíuþorp-
inu hina óvenjulegustu rétti ef nauð-
syn krefur, með hjálp sovézkra mat-
reiðslumanna.
Leninleikvangurinn í Sovctríkjunum.