Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 16
Varmaskiptar — Verðkönnun Hitaveitá Þorlákshafnar óskar eftir verðum á varmaskiptum fyrir íbúðarhús: A. fyrir ofnakerfi B. fyrir neyzluvatn Gögn eru afhent á verkfræðistofunni Fjöl- hönnun hf. Skipholti 1, R. Sími 2606]. Skilafrestur er til 5. marz 1979. Sveitarstjóri ölfushrepps. BJÖRTU HLIÐAR VETRARINS Byrjendaskíði, 1.120 cm, verð 7.650. Skíðasett með öryggisbindingum, 1. 80—90 cm, verð 22.500. Smelluskíðaskór, verð 12.500. Skíði, 140—180 cm, öryggisbindingar fyrir börn og fullorðna, stafir og fl. og fl. Hjá okkur er alltaf útsala, sendum í póstkröfu. SPORMARKAÐURINN Grensásvegi 50, sími 31290. — Opið kl. 10—6. Athugið. Tökum skíðavörur í umboðssölu. * Allar gerðir af stigum * Handrið * Málmsmíði til innréttinga •Þessi hringstigi til sýnis á verkstæði okkar til mánaðamóta * Opið laugardaga Skipasundi 14 — Sími 83050. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. Kjallarinn . með brotthvarfi í þágu þorksins __________J Ólafur Karvel Pálsson þótt efnahagslegur ávinningur kunni að vera einhver vegna meiri af- rakstursafhverjum þorski. Sé litið á þorskafla okkar á siðustu árum kemur í ljós að hann hefur aukist síðan Bretar yfirgáfu miðin úr 281 þúsund tonni 1976 í 330 þúsund tonn 1977 og nálægt 315 þúsund tonn á síðasta ári. Afli út- lendinga var 68 þúsund tonn Í976 og um 10 þúsund tonn síðustu 2 árin. Það svigrúm, sem skapaðist með brotthvarfi Breta, var því ekki nýtt til þess að hefja til vegs þá stjórnun sem haldið hafði verið á lofti út á við heldur var skarðið fyllt um leið með aukinni sókn íslenskra skipa. Hafrannsóknastofnunin lagði til á sínum tíma að hámarksþorskafli yrði 275 þúsund tonn 1977 og 270 þúsund tonn 1978. Þessar tillögur kröfðust smávægilegs samdráttar, um 15—20 þúsund tonna á ári þessi 2 ár, miðað við 280 þúsund tonna afla 1976 og að útlendingar hefðu fengið 10 þúsund tonn á ári i sinn hlut. Auðvelt er að reikna út hvernig á- standið væri í dag og hverjar fram- tíðarhorfurnar væru ef þessum • tillögum hefði verið fylgt: 1. Á þessu ári hefði mátt veiða 280 þúsund tonn af þorski í stað 250 Fiskifræðileg rök eru ekki hátt skrifuð um þessar mundir, a.m.k. ekki meðal stjórnmálamanna. Sú var tíðin, þegar baráttan sem útfærslu fiskveiðilögsögunnar stóð sem hæst, að stjórnmálamenn kunnu sér vart læti yfir þessum dæmalaust þægilegu fiskifræðilegu rökum. Hin ýmsu ráðuneyti gáfu út litskrýdda bæklinga á mörgum tungumálum um þrengingar þorsksins og þá lífs- nauðsyn að vér íslendingar fengjum nú loksins frið til þess að láta skyn- semina komast að við nýtingu þessar- ar mikilvægu auðlindar okkar. Sú röksemd lá í loftinu að í stað hinnar erlendu rányrkju kæmi vísindaleg stjórnun byggð á pottþéttum tillögum „okkar ágætu fiskifræðinga”. Friðinn höfum við fengið og höfum nú haft óskoruð yfirráð yfir þorskstofninum í rúm 2 ár eða síðan Englendingar yfirgáfu íslandsmið 1. desember 1976. En hvað um nýtingu stofnsins? Hefur í stað erlendrar rányrkju komið „vísindaleg verndun fiskimiða landgrunnsins” eins og stefnumörkun landgrunnslaganna frá 1948 kveður á um eða hefur erlend rányrkja einfaldlega vikið fyrir innlendri? Gripið hefur verið til ýmissa stjórnunaraðgerða sem snerta þorsk- veiðar. Aðgerðir þessar hafa aðallega beinst að því að draga úr veiðum á smáþorski og má skipta þeim í tvo hópa. Annars vegar eru möskva- stækkun 1976 og 1977 ásamt aukningu á lágmarksstærð þorsks til löndunar úr 43 cm í 50 cm og hins vegar svæðalokanir um lengri eða skemmri tíma. Ennfremur hafa þorskveiðar verið bannaðar tíma- bundið í eina til fjórar vikur á ári og hafa þær takmarkanir einkum beinst að togaraflotanum. Árangur þessara aðgerða er sá að verulega hefur dregið úr sókn í 3ja og 4ra ára þorsk. Á hinn bóginn hefur ekki orðið teljandi sóknar- minnkun í eldri árganga stofnsins. Af þessum sökum hefur heildarstofninn enn minnkað síðan 1976 og er nú um 1200 þúsund tonn en var um 2 milljónir tonna 1970. Fiskifræðilegur ávinningur þessara aðgerða verður því að teljast í algjöru lágmarki enda þúsund tonna og á næsta ári 310 þúsund tonn í stað 270 þúsund tonna samkvæmt tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar. 2. Hrygningarstofninn væri nú um 270 þúsund tonn í stað 200 þúsund tonna. 3. Með slíkri stefnu hefði hrygningar- stofninn orðið um 400 þúsund tonn árið 1980 og um 500 þúsund tonn 1983. Með vísindalegri stjómun hefði því mótt nýta til fulls það svigrúm, sem skapaðist við brotthvarf Breta, til markvissrar endurreisnar þorsk- stofnins og tryggja þannig við- komu hans og afrakstur um ókomna framtið og það án teljandi samdrátt- ar í efnahag þjóðarinnar. Þá bláköldu staðreynd að slík stjórnun hlaut ekki náð fyrir augliti stjórnvalda ber tvimælalaust að telja ein alvarlegustu mistök sem stjórn- völd hafa gerst sek um í sambandi við stjórnun fiskveiða. Stefnuleysi síðustu ára í fisk- veiðimálum í heild og neikvæð viðbrögð ráðamanna við endurtekn- um aðvörunum varðandi rányrkju þorskstofnsins gefa ekki tilefni til annars en svartsýni um framtíðina. Auk heldur eru viðbrögð ráðamanna óhugnanleg vísbending um að þeir hafi alls engan lærdóm dregið af mis- tökum í stjórnun fiskveiða á síðustu árum eða telji jafnvel að mistök hafi hreint ekki átt sér stað í þeim efnum. Að lokum þykir óviðeigandi að grípa niður í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, en þar segir í grein 3.2: „Stjórnun fiskveiða og fiskvinnslu verði endur- skoðuð og gerð áætlun um sjávarút- veg og fiskiðnað. Miðist hún við hag- kvæma og arðsama nýtingu fiskstofna án þess að þeim verði stefnt i hættu.” Þar sem síðari setningin orkar nokkuð á öfugan veg þykir mér rétt að vekja enn athygli á nýsömdu fiskifræðilegu snakmæli oe beina bvi sér í lagi til landsfeðranna til íhugunar og eftirbreytni: „Það sem er gott fyrir þorskinn er enn betra fyrir íslendinga.” Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.