Dagblaðið - 26.02.1979, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979.
23
d
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
KR í kröppum
dansi gegn ÍR
- KR sigraði ÍR 85-84 í Hagaskóla á
laugardag íleik mikillar taugaspenna
íslandsmeistarar KR sluppu með
skrekkinn gegn ÍR í úrvalsdeildinni i
Hagaskóla á laugardag. Unnu nauman
sigur í leik mikillar taugaspennu og það
var fyrst og fremst leikreynsla, meiri
breidd KR sem skóp sigurinn, nauman
sigur og KR trónir nú eitt í efsta sæti
úrvalsdeildarinnar.
KR-ingar byrjuðu leikinn gegn ÍR af
miklum krafti og engu líkara en þeir
ætluðu beinlínis að kafsigla ÍR-inga,
komust í 17—8, en leikurinn jafnaðist,
KR-ingar slökuðu á í vörninni og
staðan í leikhléi var 50—42 KR í vil.
Siðari hálfleikur var mjög jafn,
spennandi og taugaspennan þrúgaði
Sovétmenn
sigruðu
B-lið ítala
Sovézka landsliðið í knattspyrnu flýr
nú hinn harða sovézka vetur og hafa
Sovétmenn leitað í sólina á Ítalíu. Um
helgina mættu Sovétmenn B-liði Itala
og sigruðu Sovétmenn 3—1, eftir að
staðan hafði verið 2—0 í leikhléi.
Þeir Oleg Blokhin og Makhivokov
komu Sovétmönnum yfir. En Italir
sóttu stift, ákaft hvattir af 19 þúsund
áhorfendum í Bolognía en sterk vörn
Sovétmanna átti ekki í erfiðleikum. Á
73. mínútu minnkaði varamaðurinn
Altobelli en Gazzajev jók forustu
Sovétmanna í 3—1 aðeins tveimur mín-
útum síðar. Þetta var þriðji sigur
Sovétmanna á 10 dögum á Ítalíu.
bæði lið. Liðin skiptust á um forustu
en í lokin voru það KR-ingar, sem
stóðu uppi sem sigurvegarar. Þeir voru
sterkari á taugum.
Eins og svo oft áður i vetur þá voru
það þeir Jón Sigurðsson og John
Hudson, sem lögðu grunn að sigri KR.
Hudson með hittni sinni, Jón með
snjöllum sendingum. En Einar Bolla-
son var og drjúgur, miðlaði af allri
sinni miklu reynslu. Hins vegar komu
landsliðsmennirnir Eiríkur og Birgir
lítið við sögu.
Hjta KR skoraði Hudson 32 stig,
Jón Sigurðsson 14. Paul Stewart var
stigahæstur ÍR-inga með 28 stig, sýndi
góðan leik og mikla baráttu. Þeir
Kolbeinn Kristinsson og Kristinn
Jörundsson voru drjúgir í spilinu.
Kolbeinn skoraði 14 stig, Kristinn 12.
H. Halls.
Staðan í úr-
valsdeildinni
Úrslit leikja í körfunni.
Þór-Njarðvík 83—103
KR-ÍR 85—84
Valur-ÍS 75—76
Staðan i úrvalsdeildinni er nú:
KR 16 12 4 1493- -1332 24
Valur 16 11 5 1405- -1390 22
Njarðvík 17 11 6 1743- -1593 22
ÍR 17 8 9 1547- -1510 16
ÍS 15 4 11 1277- -1372 8
Þór 15 2 13 1212- -1480 4
í baráttu um knöttinn, Tim Dwyer, Valsmaðurinn sterki og skapmikli í baráttu við Inga Stefánsson.
Stúdentar lögðu Vals-
menníHagaskóla!
— Stúdentar sigruðu Val 76-75 íHagaskóla ígærkvöld
og KR trónir nú eitt í efsta sæti
Stúdentar settu heldur betur strik í
reikninginn hjá Reykjavíkurmeisturum
Vals þegar liðin mættust í úrvals-
deildinni í Hagaskóla í gærkvöld.
Stúdentar sigruðu Valsmenn 76—75 og
var sá sigur veröskuldaður. Stúdentar
náðu einum sínum bezta leik í vetur,
börðust vel, en Valsmenn hins vegar
voru með aldaufasta móti og því ósigur
og möguleikar á meistaratign dvínuðu
nokkuð þótt engin ástæða sé til að af-
skrifa Valsmenn. Síður en svo — til
þess er úrvalsdeildin of jöfn. En ósigur
gegn einu af neðstu liðunum beinlinis
má ekki henda topplið.
Þróttur í
næstneðsta
— Stjarnan sigraði
Þrótt 26-21 íHöllinni
Stjarnan sigraði Þrótt 26—21 i 2.
deild íslandsmótsins í handknattleik í
Laugardalshöll og hefur Stjarnan þar
með aukið verulega á möguleika sina
um eitt af efstu sætum 2. deildar en
Þróttur vermir nú næstneðsta sæti 2.
deildar.
Stjörnunni, undir stjórn Viðars
Simonarsonar, hefur vegnað mjög vel
undanfarið, unnið athyglisverða sigra
eftir slæma byrjun. Þrótti hefur hins
vegar gengið afleitlega undanfarið og i
raun má orðið afskrifa möguleika
Þróttar á einu af efstu sætunum, þó
varast beri að spá um 2. deildina, svo
mikið hefur verið um óvænt úrslit.
Stúdentar léku prýðisvel, börðust
um hvern bolta og fyrr en varði höfðu
þeir náð góðri forustu. Komust í 23—9,
síðan 31 —15, og 41—25, en staðan i
leikhléi var 45—31 ÍSívil.
Valsmenn byrjuðu síðari hálfleik af
fítronskrafti og á sex fyrstu minútum
leiksins höfðu þeir skorað 12 stig, ÍS
aðeins 2 — Valsmenn höfðu jafnað,
47—47 og héldu þá áhorfendur að
stúdentar væru kveðnir í kútinn. En
þeir náðu aftur naumri forustu, og í
fyrsta sinn komust Valsmenn yfir, 62—
61. Síðan var jafnt, 65—65, 70—70 og
hálf önnur mínúta eftir. Stúdentar
komust i 74—70 og síðan 76—73, en
siðasta orðið áttu Valsmenn og sigur
stúdenta staðreynd.
Með sigri sinum hefur ÍS þokað sér
af mesta hættusvæði úrvalsdeild-
arinnar og staða Þórs fer nú að verða
æði vonlítil. Bandaríkjamaðurinn
Trent Smock sýndi góð tilþrif, skoraði
31 stig. Þá var Gísli Gíslason góður og
Ingi Stefánsson átti sinn bezta leik í
vetur, skoraði 13 stig, Bjarni Gunnar
12.
Hjá Val var Tim Dwyer stigahæstur
með 26 stig, en hann lét hið mikla skap
sitt óspart í ljósi og var greinilega ekki
sáttur við úrslitin. Kristján skoraði 15
stig, Þórir Magnússon 11.
H. Halis.
Staða Þórs nú
orðin vonlítil
eftir enn eitt tapið á Akureyri
Njarðvík sigraði Þór 103-83
Sífellt sígur á ógæfuhliöina hjá Þórs-
urum í úrvalsdeildinni. Á laugardag
töpuðu Þórsarar fyrir Njarðvíkingum á
Akureyri, 103—83. Það var aldrei
spurning hvort liðið væri sterkara. í
raun var það hetjuleg barátta Mark
Christiansen gegn Njarðvikingum með
alla sína breidd. Og eins og að líkum
lætur varð Mark að sætta sig við ósigur
í þeirri viðureign. Hann einfaldelga
hefur enga með sér i liði Þórs —
breiddin alls ekki fyrir hendi.
Það var aðeins einu sinni að Þórsarar
höfðu yfir, þá 2—0 en eins og hendi
væri veifað höfðu Njarðvíkingar náð
öruggri forustu, 14—2. Staðan i leik-
hléi var 57—34 Njarðvík í vil. Njarð-
vikingar notuðu ungu mennina óspart,
allir fengu að reyna sig. Þessu ber að
fagna, og á áreiðanlega eftir að koma
Njarðvíkingum til góða.
Lokastaða varð 103—83 en skor
Njarðvíkinga var mjög jöfn. Ted Bee
skoraði mest, 21 stig. Gunnar Þor-
varðsson 15, Geir Þorsteinsson 14. Hjá
Þór bar Mark Christiansen ægishjálm
yfir aðra, skoraði 38 stig en Jón Indr-
iðason 16.
Ódýrír æfmgabúnmgar
VOIT kraftaæfmgatæki
Stærðir24—32kr. 8.550. -
Stærðir34-44kr. 10.645.-
SPEEDO
sundskýlur
sundboiir
ALL STAR
Körfuboltaskór
Verðkr. 7.410.-
GOLA íþróttaskór
Verð frá kr. 7.160.-
ADIDAS æfingaskór
Margar gerðir
Verzlið hagkvæmt
Póstsendum
Sími 13508
St.A.