Dagblaðið - 26.02.1979, Síða 28

Dagblaðið - 26.02.1979, Síða 28
28 —Breið snjódekk—i HR. 78x15 G-60-14 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75R x 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600x15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæðu verði GÚMMÍVINNUSTOFAN SKiPHOL Ti 35 - SÍMI31055 „Snorri Snari skírður var í skírnarveislu í janúar..." Stundaskrárkeppninni hjá Olivetti lauk um sl. áramót og þau sem hlutu 1., 2. og 3. verðlaun eru eftirtalin börn: Ingibjörg Arnardóttir Höfðavegi 6 — Vestmeyjum, Jón Árnason Hraunbæ 170— Rvk. Ásta V. Njálsdóttir BólstaðarhKð 68—Rvk. »5 Hittumst svo hress og kát næst þegar skóli hefst aö hausti og glím- um þá viö nýja keppni á Olivetti stundaskrá.” Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu - Sími 28511 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. Sjór f olíutönkum skipa veldur skaða Kemst oft þangað vegna trassaskapar starfsmanna olíufélaganna „Orsakir skemmda í olíukerfum skipa eiga mjög oft rót sina að rekja til þess að sjór kemst í olíuna,” sagði Kristján Finnbogason vélstjóri í viðtali við DB. „Sjórinn kemst í olíutanka skipa fyrst og fremst vegna þess að hann er i olíutönkum er þau fá afgreitt frá í landi. Sjór getur líka komizt niður um loftstúta olíutanka, t.d. ádrekkhlöðnum loðnuskipum.” Afleiðing þess að sjór kemst í oliu eru stórskemmdir á olíudælum, sem leiða aftur til þess að nýtni vélarinn- ar hraðminnkar og eldsneytis- kostnaðurinn stígur upp úr öllu valdi. Kristján sagði að sjór í olíutönkum í landi væri alger trassa- skapur starfsmanna olíufélaganna. Er sett væri á geymana væri leiðsla tæmd með því að reka oliuna úr leiðslunni með sjávardælingu. Þá færi alltaf eitthvert magn af sjó i olíutankinn, sem í væri dælt. Lág- mark væri að bíðá í 3 sólarhringa til að geta táppað þessu sjávar- eða vatnsmagni úr tankinum áður en af- greiðsla gæti hafizt. Þessi biðtími væri oft sniðgenginn og afgreiðsla hafin strax eða kannski eftir sólarhring með þeim afleiðingum að sjór væri í oliu skipstankanna og hann eyðilegði eða ylli stórskaða á olíudælunum. Kostaði þessi trassa- skapur útgerðir mikið fé. -ASt. Húsfyllir var við bamasamkomu sem haldin var i Lágafellskirkju á laugardagsmorguninn, en hún var fyrsti liðurinn i viku hátiðarhöldum i tilefni af 90 ára afmæli kirkjunnar. Á myndinni er sr. Birgir Ásgeirsson sóknarprestur að tala við börnin, en á bakvið eru börn úr skólahljómsveitinni sem léku á samkomunni, en auk þeirra komu fram félagar úr æskulýðsfclagi Grensássóknar. DB-mynd JR. MosfeMttgar halda upp á afmæli LágafeUskirkju Níutíu ár eru nú liðin frá því að Lágafellskirkja í Mosfellssveit var vígð, og þar með sameinaðar kirkjusóknirn- ar að Gufunesi og Mosfelli. í tilefni afmælisins halda Mosfelling- ar nú veglega kirkjuviku, en kirkju- vikur hafa um árabil verið árlegur við- burður í Lágafellssókn. Kirkjuvikan hófst síðastliöinn laugardag, á sjálfan afmælisdaginn. Þá annaðist Æskulýðs- félag Lágafellssóknar barnamessu með aðstoð hóps æskufólks úr Grensássókn og lúðrasveitar barna undir stjórn Lárusar Sveinssonar. í gær var flutt hátíðarmessa, sem sóknarpresturinn, séra Birgir Ásgeirsson, annaðist en séra Bragi Friðriksson prófastur, að- stoðaði. Annað kvöld, 27. febrúar, verður flutt dagskrá i Lágafellskirkju kl. 21. Ræður flytja þeir Gunnlaugur Stefáns- son alþingismaður og Pétur Bjarnason skólastjóri. Tónlistarhliðina annast Ragnar Björnsson organisti og Sólveig Björling söngkona. Ragnar mun enn- fremur flytja orgeltónlist áður en dag- skráin hefst, þannig að gestir munu koma að dynjandi tónlist. Föstudagskvöldið 2. marz verður önnur dagskrá í kirkjunni. Þá flytur Wiliiam Jon Holm tónlist meðan gestir koma, en síðan leikur Barokkvintett Kammersveitar Reykjavíkur. Gunn- fríður Hreiðarsdóttir syngur við undir- leik Páls Kr. Pálssonar og Kirkjukór Lágafellssóknar við undirleik Sighvatar Jónassonar. Ræðumenn verða dr. Björn Björnsson prófessor og Gréta Aðalsteinsdóttir yfirkennari. Kirkjuvikunni lýkur siðan með Æskulýðsmessu sunnudaginn 4. marz. Félagar úr Æskulýðsfélagi Lágafelis- sóknar munu annast messugjörðina að mestu leyti og Elva Björk Jónatans- dóttir, fyrrverandi formaður félagsins, flyturávarp. Kirkjuvikan er að sjálfsögðu öUum opin, innan sveitar og utan. _óv. „Pólitík og hrossakaup”, segir nemendasambandið Lárus F. Guðjónsson blaðamaður á Alþýðublaðinu var nýiega ráðinn starfsmaður Menningar- og fræðslu- sambandsa alþýðu. Tólf umsækjendur voru um starfið. Stjóm nemendasambands Félags- málaskóla alþýðu hefur gagnrýnt þessa ráðningu þar sem hún „lykti af flokks- pólitik og hrossakaupum en hagsmunir Menningar- og fræðslusambands alþýðu og verkalýðshreyfingarinnar í landinu séu fyrir borð bomir.” Ástæðan til þessarar gagnrýni er sú að hafnað var umsækjanda sem hefur gegnt starfinu sem auglýst var, Snorra Konráðssyni. Telur nemendasam- bandið að með því hafi verið gengið á snið við reglugerð sambandsins. Snorri hafi reynzt hæfur maður með nokkra þjálfun í námskeiðahaldi og kennslu í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Telur stjórn nemendasambandsins að fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hafi með sínum þrem atkvæðum gegn tveim atkvæðum fulltrúa Alþýðubandalagsins hafnað Snorra af pólitískum ástæðum. ,,Ég hef starfað í nokkra mánuði, meðal annars við námskeiðshald fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum,” sagði Snorri Konráösson í viðtali við DB. Hann kvaðst hafa sótt um starfið af því að hann hefði áhuga á því. Annar maður hefði orðið fyrir valinu. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða málið. Mjögdökkar horfur íbyggingariðnaði Horfurnar framundan í byggingar- iðnaði eru mjög dökkar. Gera má ráð fyrir að starfsmönnum i iðnaðinum fækki enn frekar á fyrstu mánuðum þessa árs frá því sem þegar er orðið, og að atvinnuleysi sé framundan i byggingariðnaði, segir m.a. í niður- stöðum ársfjórðungslegrar könnunar á byggingarstarfsemi sem Landssamband iðnaðarmanna gengst fyrir. Samkvæmt könnuninni kom sl. ár heldur lakra út fyrir byggingariðnaðinn en árið á undan. í heild var um 0.4% samdrátt að ræða. Mestur varð sam- drátturinn á síðasta ársfjórðungi og hefur starfsmönnum í byggingar- iðnaði fækkað hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu og atvinnuleysis er þegar farið að gæta, segir i frétta- tilkynningu um könnunina. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.