Dagblaðið - 26.02.1979, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979.
33
Tónlist
Skrýtinn staður Akureyri. Það eru
ekki aðeins náttúrufegurðin, veðrið
og kea, sem gera manni bilt við,
heldur líka þetta slangur af fallegu
fólki, sem þrátt fyrir að vera dálítið
óaðgengilegt, eins og útkjálkamönn-
um sæmir, hefur með guðs hjálp
tekist að byggja upp samfélag, sem er
eins lukkulegt og hugsast getur í prót-
estantísku landi.
Þetta eru auðvitað engar stórfrétt-
ir, bæjarbragurinn á Akureyri er
löngu orðinn heimsfrægur á íslandi.
En oft hefur maður heyrt misjafnt úr
gullkjöftum Reykjavíkur, um þennan
„höfuðstað” Norðurlands.
Þessa dagana er undirritaður oft
að bauka við að kenna eitthvað sem
mætti kalla grundvallaratriði tón-
skáldskapar, harmóníu, kontra-
púnkt, formfræði osfrv. og gengur
þá vitaskuld á ýmsu, þó engu stór-
hættulegu. Þetta fer fram á einu af
mörgum menntasetrum staðarins,
sem heitir Tónlistarskóli Akureyrar.
Þar stunda alla daga á fimmta hundr-
að nemendur músík, undir hand-
leiðslu um 20 kennara.
Sívakandi
eldhugar
Þetta eru lygilegar tölur, en þær
eru alls ekki ýktar, nema síður sé.
Skólastjórinn heitir Jón Hlöðver
Áskelsson. Hann er einn af þessum
sívakandi eldhugum, sem finnast svo
sjaldan norðan Alpanna. Þegar það
gerist, blómstrar hins vegar allt i kring-
um þá. Undir hans leiðsögn fer tón-
listarlíf Akureyrar sívaxandi að
magni og gæðum. Má nefna til starf-
semi Passíukórsins, sem Norðmaður-
inn Kvam stjórnar af mikilli kunn-
áttu, árlega tónlistarhátíð í maí, þar
sem fram koma bestu fáanlegir lista-
menn, innlendir og erlendir o.m.fl.
En skólinn sjálfur, uppeldisstöð fyrir
verðandi tónlistarmenn og neyt-
endur, er auðvitað grundvöllur alls
hins. þar er hægt að læra á flest
hljóðfæri, sem beitt er í vestrænni
músík, þar er söngdeild, með kenn-
ara á heimsmælikvarða (Demetz) og
þar eru haldnir nemendatónleikar á
hverjum laugardegi.
Berkofsky, nemandi og Jón Hlöðver Áskelsson við stjóm.
ALLT í ÁTTINA
Tilsögn hjá Berkofsky.
Músík frá fyrri öldum
Og ekki má gleyma nemenda-
hljómsveitinni, sem starfar af kappi
undir leiðsögn Michael Clarkes, og
leikur oft opinberlega músík frá fyrri
öldum. Eitt af síðustu stórfyrirtækj-
um skólans var að fá hingað einn af
betri píanistum vesturheims, Martin
Berkofsky, til að halda námskeið
fyrir kennara og.nemendur. Berk-
ofsky þessi er fæddur í Bandaríkjun-
um, en á ömmu, sem var kvalin upp í
Minsk í Rússlandi. Semsé gyðingur.
Þessi skemmtilegi náungi, sem
segir að dulrænir kraftar í Eyjafirði
hjálpi sér við píanóspilið, var hér hátt
í tvær vikur, síkennandi börnum og
unglingum, á milli þess sem hann
spilaði Scarlatti, Debussy og Ives
fyrir okkur hin, sem erum dálitið
farin að kalka. Svona námskeið hafa
verið nokkuð fastur liður í starfsemi
skólans undanfarin ár. Berkofsky var
hér líka í fyrra, Hafliði Hallgríms-
son, Guðný konsertmeistari og Philip
Jenkins, sem býr nú i London, en
var einu sinni talsverður Akureyring-
ur, voru hér með námskeið í kamm-
ermúsík, fyrir tveim þrem árum.
Slagsíða
Eitthvað þessu líkt var raunar haft
í Reykjavík í fyrra, undir forustu
stórfiðlarans Paul Zukofskí, og gafst
svo vel, að það verður víst endurtekið
í vor. Já, þetta er allt í áttina!
En hér var það semsé Bcrkofsky,
en námskeiðinu hans lauk um síðustu
helgi. Undirritaður spurði hann hvort
hann hefði orðið var við teljandi
árangur af starfi sinu þennan stutta
tíma, og svaraði hann af bragði, að
fólk væri hér svo næmt og vakandi,
að það væri minnsti vandi í heimi að
segja því til. Heldur kom nú á mann
slagsíða við þessar upplýsingar, því
ekki hefur itroðslan gengið alltof vel
á köflum, þó ástandið sé ekki bein-
línis „desprerat”. En þetta er víst
spursmál um hæfileika. Sumir eru
kennarar, a'ðrirekki. LÞ.
Breyttwr opnunartím!
OPÍD
KL. 9-9
i Allar skraytingar unnar af fag-
mönnum.
Nag bllastcaðl a.m.k. ó kvöldla
i?i<)\iíA\ixrml
HAFNARSTRÆTI Simi 12717
GÓLFIÐ VERÐUR
STERK
SEM STÁL!
OEf þú notar
THORO gólfhersluefni
Eftir aralangar tilraunir og prófanir hefur bandariska fyrirtækiö
STANDARD DRY WALL PRODUCTS, komiö meö þessi frábæru efni á markaöinn. sem
eru nú mikiö notuÖ i Bandarikjunum og hafa þegar rutt sér rúm hér á íslandi.
Nauösyn er fyrir vinnustaöi, þar sem mikiö mæöir á gólfi,
aö ganga frá gólfunum þannig aö ekki þurfi aö vera aö gera viö þau i tima og ótima.
Hafiö þvi fyrirhyggju og gangíö frá slitfleti gólfsins strax.
THORO STÁLGÓLF veröa þannig til aö stálflögum sem samanstanda af mörgum
mismunandi geröum er blandaö i yfirborö blautrar steypunnar, og falla agnirnar þannig
saman aö slitþol gólfsins margfaldast og höggstyrkur eykst um 50%.
Hentar þetta efni best á gólf, þar sem er t.d. þungaiönaöur.á verksmiöjur, bifreiöaverkstæöi,
bilageymslur, vélsmiöjur, hleöslupalla, brýr, hafnargaröa o.fl.
THORO KVARS (harðsteypa) er svipaö uppbyggt efni og THORO STÁLGÓLF, en hentar
best fyrir matvælaiönaö og léttan iönað, s.s. frystihús, fiskvinnslustöövar, sláturhús,
mjólkurstöövar o.fl.
P&W GÓLFHERÐIR er settur á gólfiö eftir aö þau hafa veriö steypt. Hann þrefaldar
slitþol gólfsins og höggstyrkur eykst um 25%.
THORO GÓLFHERSLUEFNIN fást i litum. Verö frá 450 kr. á fermeter.
Leitiö nánari upplýsinga, þaö er þess viröi aö kynnast THORO efnunum nánar, þér
veröiö ekki fyrir vonbrigöum.
ÞÚSUNDIR fermetra hafa þegar sannad gædin.
I| steinprýði
DUGGUVOGI 2 SIMI 83340
IGEGN
FRÁ HINU HEIMSÞEKKTA FYRIRTÆKISEM ALLIR ÞEKKJA
njóta mikilla vinsœlda um allan heim,
enda hefur RANK ávallt verið ífararbroddi
með nýjungar á tœknisviðinu.
Inline blackstripe myndlampi, spennuskynjari, snertirásaskipting, aöeins
6 einingar í stað 14, kalt kerfi, spónlagður viðarkassi í stað plastfilmu
sem flest önnur tœki eru með.
Frábær mynd- og tóngœði, sannfœrizt sjálf.
SJÓNVARP & RADIO
VITASTÍG 3 SÍM112870
Verö
22" frákr. 425.500
26" frá kr. 513.000.
Gerió
verósamanburð.