Dagblaðið - 26.02.1979, Page 42

Dagblaðið - 26.02.1979, Page 42
42 Reykjavíkurdeild R.K.Í. afhendir merki á neðantöldum útsölustöðum frá kl. 9.30.. Börnin fá 10% söluiaun og þau söluhæstu fá sérstök verðlaun. Merkjasala W a öskudag Vesturbær: Skrifstofa Reykjavíkurdeild RKÍ, Öldugötu 4 Verzlunin, Vesturgötu 53. Melaskólinn v/Furumel Skjólakjör, Sörlaskjóli 42 Skerjaver, Einarsnesi 36 Verzl. Perlon, Dunhaga 20 Austurbær: Skrifstofa Rauða kross íslands, Nóatúni 21 Silli og Valdi, Háteigsvegi 2 Sunnukjör v/Skaftahlíð (Lídó) Hlíðaskóli v/Hamrahlið Austurbæjarskólinn Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54. Smáíbúða- og Fossvogshverfi Álftamýrarskóli Verzl. Sporið, Grímsbæ v/Bústaðaveg Laugarneshverfi: Laugarnesapótek, Kirkjuteigi 21. Laugalækjarskóli v/Sundlaugaveg. Kleppsholt Langholtsskóli Vogaskóli Þvottahúsið Fönn, Langholtsvegi 113. Árbær: Árbæjarskóli Hraðhreinsun Árbæjar, Rofabæ 7. Breiðholt: Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1 Fellaskóli, Breiðholti III Hólabrekkuskóli v/Suðurberg/V esturberg Ölduselsskóli v/Öldusel. Hópurinn, sem mest mæddi á við Jólakonsert '78. Frá vinstri eru Páll Ásgeirsson yfirlæknir á barnaspítala Hringsins, Ómar Einarsson fulltrúi, Guðni Garðarsson formaður Umsjónarfélags einhverfra barna, sem veittu gjafafénu viðtöku, Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, Ómar Valdimarsson fréttastjóri og Jón Ólafsson forstjóri. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. JólakonsertJ8 HAGNAÐURINN VARD TÓLF HUNDRUÐ ÞÚSUND KRÓNUR Hagnaður af Jólakonsert ’78, sem haldinn var í Háskólabíói þann 3. desember síðastliðinn, varð 1.211.644 krónur. Hann rennur óskiptur í meðferðarheimilissjóð fyrir einhverf börn. í fréttatilkynningu, sem Sam- starfsnefndin um hljómleikahaldið lét frásér fara, segir að í upphafi hafi ekkert útlit verið fyrir að þetta framlag gæti orðið þó þetta hátt. En fyrir fórnfýsi og örlæti fjölda fólks og þá ekki síður skilning opinberra aðila hafi þó tekizt að safna saman um tólf hundruð þúsund krónum. Til dæmis gáfu flestir sem að hljóm- leikunum stóðu vinnu sina, alls um eitt hundrað manns. Af þessum sökum urðu kostnaðarliðirnir vegna hljóm- leikanna merkilega litlir, utan einn. Háskólabíó innheimti fulla leigu af húsnæðinu 1.100.000 krónur. í tilkynningu samstarfsnefnd- arinnar segir að engar skýringar eða skilgreining hafi af bíósins hálfu fengizt á útreikningi þess verðlags- grundvallar. -ÁT- ROXY MUSIC — eins og hún er skipuð i dag. Á myndina vantar þó nýjan hljómborðsleikara hljómsveitarinnar, sem ekki hefur verið látið uppskátt um enn hver er. Tvær gamlar og góðar hljómsveitir vaktar upp Roxy Music og Bad Company láta í sér heyra í Tvær heimsþekktar hljómsveitir koma fram í dagsljósið í næstu viku eftir langa fjarveru. Á fimmtudaginn stígur rokkhljómsveitin Bad Company á fjalirnar eftir tæplega tveggja ára þögn og heldur nokkra hljómleika i Englandi. Á föstudaginn kemur síðan út ný plata með endurreistri Roxy Music. Sú ber nafnið Manifesto. Þrjú ár eru nú liðin síðan síðasta Rocy Music platan kom út. Bad Company er enn skipað sömu mönnum og stofnuðu hljómsveitina árið 1973, þeim Paul Rodgers, Simon Kirke, Boz Burrell og Mick Ralphs. Þeir hafa stundað æftngar og prufupptökur allt siðan fyrir jól. Fastlega er reiknað með hljóm- plötu frá Bad. Co. í tengslum við hljómleikaferðina. Enginn út- gáfudagur hefur þó verið nefndur né heldur kunngert um nafn plötunnar. Sama þögn virðist þvi rík'ja í kringum Bad Co. og Led Zeppelin næstu viku Sami maður, Peter Grant, sér um málefni beggja hljómsveitanna. Roxy Music var vakin upp seint á síðasta ári. Meginkjarninn, sem myndaði hljómsveitina hér fyrr á árum, er nú saman kominn á ný. Bryan Ferry er á sinum stað, sömuleiðis Andy McKay, Phil Mauzanera og Paul Thompson. Nýr maður í sveitinni er bassaleikarinn Gary Tibbs. Hann lék áður með hljómsveitinni Vibrators. Að vonum þykir nokkuð á skorta, að hvorki Brian Eno né Eddie Jobson taki þátt í uppvakningu Roxy Music. Þeir höfðu hvorugur tíma né áhuga á að vera með, að því er komið hefur fram í blöðum. Enn hefur ekki verið upplýst hvaða hljömborðsleikari taki þátt í hljómleikaferð Roxy Music um heiminn. Tæpast hefur þó elnhver aukvisi verið valinn til þeirra starfa. Roxy Music leggur upp í heims- ferð sína fljótlega i næsta mánuði. Fyrst í stað verða nokkur Paul Rodgers og Mick Ralphs liðsmenn Bad Co. Evrópulönd heimsótt, áður en lagt verður upp í ferð um Bandaríkin. Þaðan liggur leiðin síðan til Japan og/eða Ástralíu. Ferðin endar í Englandi í maí næstkomandi. Cr MELODY MAKERog viðar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.