Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.02.1979, Qupperneq 43

Dagblaðið - 26.02.1979, Qupperneq 43
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. 43 Stjarna Elvis Costellos virðist nú vera endanlega komin upp á himinhvelfinguna eftir að breiðskífan Armed Forces kom út. Þá hefur tveggja laga platan Oliver’s Army ekki skemmt fyrir. Hún er nú i fjórða sæti enska vinsældalistans á hraðri uppleið. Á því leikur enginn vafi að Elvis Costello kann sitt fag fyllilega. Hann er ekki frumlegur lagasmiður, en yfir lögum hans er ferskur andblær, sem talsvert hefur skort á í dægurtónlist síðustu árin með sárafáum undan- tekningum. Textar hans eru hins veg- ar nokkuð veigameiri en gerist og gengur. Margir þeirra eru innhverfir og litt skiljanlegir, en aðrir auðmelt- ari. Því miður er framburður Costellos stundum óskýr, þannig að söngur hans skilar sér ekki fyllilega. Séu lög Costellos skoðuð kemur sú hygmynd óhjákvæmilega upp í hugann að sum þeirra séu tilbrigði við gömul stef. Sumir myndu ef til vill kalla lagagerð hans snyrtilegan þjófnað. Óneitanlega koma ýmis lög frá miðjum sjöunda áratugnum upp í hugann er Armed Forces er Ófrumlegur en ferskur ÁSGEIR TÓMASSON undir nálinni. Áhrif Small Faces í laginu Oliver’s Army eru til dæmis óumdeilanleg. Þá er margt líkt með lagi Costellos, Green Shirts og Happy Jack, sem Who sungu hvað mest um áramótin 1966—67. Ray Danies, for- sprakki Kinks hefur sömuleiðis haft áhrif á Elvis Costello og lagasmíðar hans. Þessar samlíkingar eru síður en svo ókostur á Armed Forces. Þær eru aðeins nefndar til að benda á að ekkert er nýtt undir sólinni, ekki einu sinni nýbylgjutónlist og ræflarokk. Félagar Elvis Costellos, hljóm- sveitin Attractions, eru allir efnilegir tónlistarmenn. Sér í lagi hefur GeorgeHarrísoner vaknaöur tillífsins Sendi frá sérplöti George Harrison, Bítillinn fyrr- verandi, sendi frá sér nýja hljóm- plötu nú um helgina. Hún er sú fyrsta sem hann gerir um þriggja ára skeið eða síðan platan 33 1/3 kom út árið 1976. Meðal þeirra sem koma fram á nýju plötunni eru Stevie Winwood söngvari og hljómborðsleikari, Andy Newmark leikur á trommur og Willic Weeks á mmhelgina bassa. Einnig leikur Eric Clapton með í nokkrum lögum. Öll lögin á plötunni.sem Harrison nefnir eftir sjálfum sér, eru eftir hann, utan eitt. Það samdi hann með hljómborðsleikaranum Gary Wright, sem varð frægur fyrir lagið Dream Weaver hér um árið. ÚR MELODY M AKKR Næsta platc Raff erty er, Fyrirframpantanirnar á næstu breiðskífu Gerry Rafferty streyma nú inn til útgáfufyrirtækis hans, United Artists. Plata þessi mun bera nafnið Night Owl eða Náttugla. Hún er væntanleg á markaðinn í næsta mánuði ef allar áætlanir stand- ast. Night Owl er hið fyrsta sem Gerry Rafferty lætur frá sér fara síðan met- iGerry á leiðinni söluplata hans, City To City, kom út fyrir rúmu ári. Sú plata hafði meðal annars að geyma meistara- stykkið Baker Street. Það lag hlaut geysigóðar viðtökur, jafnt hérlendis sem erlendis. City To City er ein af lang söluhæstu plötunum, sem United Artists hefur gefið út fyrr og síðar. ÚrMELODYMAKER hljómborðsleikaranum Steve Naive farið fram frá siðustu plötu, This Year’s Model, sem Melody Maker valdi hljómplötu árins 1978. Trommuleikarinn, Pete Thomas, er hinn dæmigerði nýbylgjutrommari með harðan áslátt, en smekklegan. Takist honum að þróa sinn eigin stíl í framtíðinni, sem virðist ekki vera út í hött, að álíta að hann geri, á hann eftir að hafa áhrif á rokkið ekki siður en Keith heitinn Moon gerði á meðan hann var og hét. Þriðji maðurinn í Attractions, Bruce Thomas bassa- leikari, kann einnig fagið upp á sína tíu ftngur. Enginn vafi er á því að Elvis Costello og Attractions eru þeir nýbylgjutónlistarmenn enskir sem hvað lengst eiga eftir að ná á hinni þyrnum stráðu braut rokks og róls. Þeir eru ásamt hljómsveitinni Blondi og söngvaranum Ian Dury nokkuð þroskaðri en flestir aðrir sem kenna sig við nýbylgjurokk. Þeir eru hættir þeirri iðju sem ungir og reiðir tónlist- armenn gera því miður allt of mikið af — að skoða á sér naflann. -ÁT- ELVIS COSTELLI & THE ATTRACTIONS — ein af efnilegustu hljúmsvcitunum, sem kennir sig við nýbylgjutón- list. Þrátt fyrir lítinn frumleika færa þeir ferskan blæ yfir popptónlistina. N2JRr •-á 11 tn BOLLUR í hádeginu BOLLUR um miðjan dag BOLLUR í kvöld íPenthúsíð VERÐUR MEÐ KAFFI,MEÐ BOLLUNUM JWickxe 6ce SÉR UM AÐ FÓLKIÐ HREYFI SIG EFTIR BOLLUÁTIÐ HANN HEFUR NÚ 825 kl.st.AÐ BAKI kl.st.AÐ BAKI Elvis Costello—Armed Forces STEVIEWONDER KAUPIR ÚTVARPSSTÖD gefur að skilja eru hlutir eins og heil- ar útvarpsstöðvar aldeilis ekki gefnir. Stevie þurfti að punga út litlum 700 milljónum fyrirstöðina. Ekki er talið að tónlistarvali út- varpsstöðvarinnar, sem ber einkennisstafina KJLH, verði breytt til neinna muna við eigendaskiptin. OrlHT. STEVIE WONDER — Ekkert hefur heyrzt frá honum að undanförnu tónlistarkyns. Hins vegar lét hann litlar 700 milljónir króna fjúka nýlega í útvarpsstöð. Stevie Wonder er ákaflega lítið i fréttum um þessar mundir. Engar fiugufregnir berast af plötuupptökum né fyrirhuguðum hljómleikaferðum hans. Það er einna helzt að það þyki fréttnæmt ef hann bregður sér ádiskótek. Fyrir skömmu var þó frá því skýrt, að Wonder hafi fest kaup á út- varpsstöð í Los Angeles. Sú sendir aðallega út léttan jazz og rólega dæaurtónlist á FM bvlaiu. Eins og Munið söfnunina ’ÓLEYMD BÖRN 79„ giro nr. 1979-04

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.