Dagblaðið - 26.02.1979, Page 48
frfálst, úháð daghlað
Radíóvitinn á Raufarhöfn brann ífyrrinótt:
MÁNUDAGUR 26. FEBR. 1979.
Innbrots-
þjófar
víða á ferð
Milli tíu og tuttugu innbrot og smá-
stuldir voru framin í Reykjavík um
helgina. í Alaska var stolið um 20
þúsund krónum, spólum á Baldursgötu
22 A, grilli og ljósum af bíl í Jórufelli,
22 lengjum af vindlingum í Nesti við
Elliðaár, brotnar 8 rúður í Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur í Vonarstræti, svo
eitthvað sé nefnt. Ákveðinn grunur
hafði beinzt að tveimur er þarna áttu
hlut að máli en málin eru í rannsókn.
-ASt.
V Raupið^V,
lS TÖLVUR
I* OGTÖLVIIÚP ®l
BANKASTRÆTI8
27^
Deildarmyrkvi síðdegis:
Tunglið
hylur77%
af þvermáli
sólarinnar
Deildarmyrkvi á sólu verður
seinnipartinn í dag. Á Suðvesturiandi
hefst hann klukkan fimm og stendur til
rúmlega hálfsjö. Þegar myrkvinn
verður mestur, mínútu fyrir klukkan
sex, mun tunglið hylja um 77% af þver-
máli sólarinnar.
Myrkvinn verður mun skýrari í
norðanverðum Bandaríkjunum,
Kanada og á Grænlandi. Vísindamenn
og áhugamenn um stjarnfræði hafa
flykkzt þangað að undanförnu til að
fylgjast með. Þar er hins vegar, líkt og
á íslandi, lélegt skyggni til slíkra
kannana.
Fari svo ólíklega að deildarmyrkv-
inn sjáist í kvöld, þá er fólk varað við
því að horfa beint á sólina með berum
augum eða sjónauka.
-ÁT-
Loðnuskip
strandaði
— losnaði aftur eftir
40 mínútur
Loðnuskipið Arnarnes HF—52 úr
Hafnarfirði strandaði á grynningnum á
Hvitingum um tvær sjómílur undan
Hvalsnesi um hálfsjöleytið í gær-
morgun.
Skipið, sem mælist 288 tonn, var á
leið á loðnumiðin eftir löndun á Seyð-
isfirði er það tók niðri. Björgunar-
skipið Goðinn og fleiri skip voru nær-
stödd og héldu þegar í átt til strandaða
skipsins. Um fjörutíu mínútum siðar
losnaði það af sjálfsdáðum en gat ekki
siglt vegna þess að stýrið hafði laskazt
og var fast. Goðinn tók Arnarnesið í
tog og er á leið með það til Reykja-
vikur.
Engin slys urðu á mönnum við
strandið og virðast litlar eða engar
aðrar skemmdir hafa orðið á skipinu,
skv. upplýsingum Slysavarnafélags
íslands.
-ÓV.
„MJÖG ALVARLEGT ÁSTAND”
— segir Flugfélag Noröurlands — Vitamálastjóri lofar skjótum úrbótum
Radíóvitinn á Raufarhöfn brann í
fyrrinótt. „Þetta var eini blindflugsvit-
inn á Raufarhöfn og þarna hefur því
skapazt mjög alvarlegt ástand,” sagði
Sigurður Aðalsteinsson, flugmaður og
framkvæmdastjóri hjá Flugfélagi
Norðurlands í viðtali við DB. ,,Það er
ekki hægt að stunda áætlunarflug til
staðar sem ekki hefur blindflugsvita.”
,,Vita- og hafnarmálastjórn átti
þennan vita og hefur rekið hann með
miklum myndarskap,” sagði Siguröur.
Hann kvaðst enn ekki hafa heyrt neitt
um hvað gert yrði í málinu.
Flugfélag Norðurlands flýgur fjórum
sinnum í viku hverri til Raufarhafnar
að vetrinum, en fimm sinnum í viku á
sumrin.
,,Ég hefi ekkert heyrt um eldsupp-
tök,” sagði Jónas Friðrik Guðnason,
fréttaritari DB á Raufarhöfn. „Mér
skilst að þarna hafi brunnið það sem
brunniðgat,” sagði hann.
Radíóvitinn stóð uppi í ásnum ofan
við þorpið. Ekki var aðstaða til þess að
koma slökkvitækjum á staðinn til þess
að bjarga þarna neinu.
„Kópaskersvitinn getur að einhverju
leyti komið inn í dæmið þannig að
þangað er hægt að fljúga blindflug og
þaðan sjónflug, ef veðurástæður
leyfa,” sagði Sigurður Aðalsteinsson,
,,en að öðru jöfnu verður ekki haldið
uppi áætlunarflugi fyrr en úr hefur
verið bætt.”
„Við gerum allt, sem við getum til
þess að bæta úr þessu, svo fljótt sem
við verður komið,” sagaði Aðalsteinn
Júlíusson, vita- og hafnarmálastjóri í
viðtali við DB. ,,Um það sem þarna
gerðist vitum við ekki annað en að vit-
inn hafi brunnið niður. Ákveðnar tíma-
setningar á úrbótum liggja enn ekki
fyrir,” sagði Aðalsteinn. BS.
Allt innanlandsflug lá niðri I gær vegna veikinda flugumferðarstjóra í flug-
turninum í Reykjavík — nema hvað að eftir vaktaskipti um kvöldmatarleytið
voru farnar tvær ferðir til Akureyrar. Þriðja vélin var að leggja af stað, farþeg-
ar ailir komnir út i vél með beltin spennt, þegar hætta varð við flugið vegna
hálku á flugbrautum á Reykjavikurflugvelli.
„Það voru tveir flugumferðarstjórar af þremur veikir og ekki tókst að fá af-
leysingamenn,” sagði varðstjóri í flugturninum í samtali við DB í morgun.
„Við göngum hér fjórskiptar vaktir, svo það er ekki upp á marga að hlaupa.”
Ellefu ferðir voru áætlaðar innanlands í gær en aðeins tvær farnar. I
morgun var ekki annað fyrirsjáanlegt en að hægt yrði að fljúga samkvæmt
áætlun — nema hvað ófært var til Vestmannaeyja.
-OV.
KLOFNINGUR1 — í af stöðu
r til frum-
MIÐSTJORN ASÍ varps Ólafs
Ekki er búizt við einingu í afstöðu
til frumvarps forsætisráðherra á
miðstjómarfundi Alþýðusambands-
ins, sem haldinn verður í dag. Klofn-
ingur hefur þegar orðið í nefnd, sem
miðstjórnin skipaði til að fjalla um
málið. Gert er ráð fyrir, að mið-
stjórnin klofni eftir flokkspólitískri
afstöðu en samþykkt verði af meiri-
hluta afstaða, sem sé í samræmi við
afstöðu ráðþerra Alþýðubandalags-
ins til frumvarpsins.
Í nefnd ASÍ em Eðvarð Sigurðsson
(AB), Snorri Jónsson (AB), Karl
Steinar Guðnason (A), Jón Helgason
(A), Bjöm Þórhallsson (S) og Jón
Agnar Eggertsson (F). Eðvarð og
Snorri hafa lagt fram uppkast að
áliti, sem mun fara fyrir miðstjóm
ASÍ í dag án þess að atkvæði gangi i
nefndinni. í uppkastinu er hafnað til-
lögum um kjaramálaráð og enn-
fremur „neglingu” prósentna fyrir
fjárfestingu í landinu og hlut ríkisins
í ár og næsta ár, en þetta eru einhver
mikilvægustu atriðin í frumvarpi
Ólafs Jóhannessonar.
Eðvarð og Snorri telja, að slík negl-
ing muni leiða til atvinnuleysis. And-
stæðingar þeirra í ASÍ segja, að með
þvi að snúast gegn tillögum um að
hafa hemil á fjárfestingu og ríkisút-
gjöldum sé ASÍ að taka ábyrgð á
óðaverðbólgunni, sem komi verst við
hina lægst launuðu.
-HH.
Lögreglumaður átti f ótum
fjör að launa
— en ökumaður sem eltur var sá
ekki lögreglumanninn
Laust fyrir kl. 3 í fyrrinótt munaði
litlu að lögreglumaður við skyldu-
störf í Keflavík væri ekinn niður.
Tókst honum með naumindum að
bjarga sér undan bíl sem stöðva átti,
en ökumaður bílsins kveðst aldrei
hafa séð lögreglumanninn og einung-
is ætlað að flýja lögreglubílinn.
Málavextir voru þeir að í fyrrinótt
var lögreglunni í Keflavik tilkynnt
um að ekið hefði verið utan í kyrr-
stæðan bít og var gefin lýsing á
jeppa, sem talinn var eiga í hlut.
Skömmu síðar sáu lögreglumenn á
eftirlitsferð jeppa, sem gat átt við lýs-
inguna. Lögreglumenn töldu sig
þekkja ökumanninn og stöðvuðu
hann.
Einn lögreglumannanna steig út úr
lögreglubílnum og ætlaði að hafa tal
af ökumanninum. í sama mund gaf
ökumaður jeppans vel í og átti lög-
reglumaðurinn fótum fjör að launa.
Jeppinn hvarf út í náttmyrkrið og
komst undan með því að aka veg-
leysur innan bæjarmarkanna. Fannst
bíllinn síðar mannlaus.
í gærmorgun fannst ökumaðurinn,
maður á fimmtugsaldri. Viðurkenndi
hann ákeyrslu á kyrrstæða bílinn og
flóttann undan lögreglunni, en telur
sig aldrei hafa séð lögreglumanninn í
myrkrinu og alls ekki hafa verið ætl-
un hans að aka hann niður.
-ÓV/ASt.
Það var rólegt á vaktinni i flugtuminum á Reykjavíkurflugvelli í gærdag, enda lá allt farþegaflug niðri vegna veiklnda tlugumteroarsijora. uu-myno Kagnar í n.
VEIKINDIFLUGUMFERDARSTJÓRA
STÖDVUÐUINNANLANDSFLUGIÐ