Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLADID. ÞRIPJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979, Aöskreyta vistarverur sínar með stolnum blómum Hirsrtimann 'Utvarps-og I sjónvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstæki,' magnarakerfi og tilheyrandi” loftnetsefni. Ódýr loftnet og gócf. Áratuga íbúi við Flókagötu hringdi: Ég get ekki orða bundizt vegna ágangs óvandaðra manna í garðinum mínum og annarra. Það eru ekki maðkatínslumenn sem angra mig í þetta sinn, heldur fólk sem lætur sig hafa það að slita upp blóm úr beðum og hafa á brott með sér. Ég veit að yfirleitt eru það ekki krakkar sem standa í blómabísi, hcldur rígfullorð- ið fólk. Ég á bágt með að þola að ókunn- ugir skreyti vistarverur sínar með blómum úr mínum garði. Garðeig- endur eiga í vök að verjast. Á rign- ingarsömum sumarnóttum brölta maðkaþjófar á fjórum fótum um garðana og rífa og tæta. Þegar þurrt er hverfa heilu rósabeðin. Mér kæmi ekki á óvart þó að einn morguninn yrðu grasþökurnar úr garðinum horfnar og eftir stæði moldarflagið eitt. Fá blómin að vera I friði fyrir fingralöng- um blómavinum? Víetnömum veitum lið Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þœttinum línu, aó láta fylgja fullt nafn, heimilisfang, símanúmer (ef um þaó er að rœða) og nufnnúm- er. Þetta er lítilfyrirhöfn fyrir bréf- ritara okkar og til mikilla þœginda fyrirDB. Lesendur eru jafnframt minntir j aó bréf eigu uð era stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efiii betur til skila. Bréf œttu hclzt ekktað rera lengri en 200—300 orð. Símatími lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum til föstudaga. Stutt og -skýrbrél við öll tœkifœri SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Sfmi 21355. Emil Auðunsson sendi blaðinu tvö vísukorn í tilefni af flóttamannamál- inu í Asíu. „Mig langar til að minna íslendinga á þær hörmungar sem við undanfarið höfum komizt í kynni við í fjöimiðlunum. Hvernig víetnamska flóttafólkið þolir raunir sem eiga sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Tökum vel á móti þeim." Merki okkar megum við mest af öllu vernda. Víetnömum veitum lið voðinn bindur enda. Vart mun þykja veglegt fjör að vera úti á hafi. Eiga svo til enga spjör með allt á bólakafi. Skrattinn skarar til eilífðar Einar Sv. Erlingsson gaukaði að okkur vfsum: Ríkissjóður jósogjós í Kröfluævintýri. En ekkert kemur ljós og ljós því það er kálfur úti í mýri. Hún átti að lýsa upp Norðurland sem sól á nes og voga. En sá draumur rann í sand því hún vill ekki loga. Hola hér og hola þar er harla lítils virði. Því skrattinn skarar til eilífðar í eldunum þarna niðri. Laugavegi 69 — Sími 16850 Miðbæjarmarkaði — Sími 19494. Radíóvirkinn Týsgötu 1 - Simi 10450 A Frá flóttamannabúðum á austurströnd Malaysiu. Heildsala Smásata. Sendum i póstkröfu. LEÐURMOKKA- SÍNUR Verð kr. 15.590,- Litir: Brúnt og Ijósbrúnt Póstsendum ÞÆGILEGIR SANDALAR Verðkr. 7.980.- Litir: Hvítt og beige.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.