Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR7. ÁGÚST 1979.
Höfum til sölu mikið úrval
NÝRRA
HÚSGAGNA,
s.s. sófasett, sófaborð, mjög fallegar
veggeiningar, skrifborð, kommóður,
skatthol, saumaborð, borðstofusett,
svefnbekki og fieira. Lítið inn.
HÚSGÖGN OG LISTMUNIR
KJÖRGARÐI - SlM116975.
F17900 F17900
Verzlun
Barnafata- og leikfangaverzlun til sölu í
verzlunarmiðstöð í fjölmennu íbúðarhverfi, verð
2 3 millj.,auk lítils lagers. Uppl. á skrifstofunni.
FASTEIGNASALAN TÚNGÖTU 5,
JÓN E. RAGNARSSON HRL.
r,
Ummm
ísinn
á Skalla
Ótal tegundir af ís. ís meö súkkulaöi,
ís meö hnetum. -Allskonar ís, shake
og banana-split.
Lækjargötu 8, Hraunbæ102
Reykjávíkurvegi 60 Hf.
Soun íslenzkra
hráefna
—og kæruleysi íslenzkra stjómvalda því vidvíkjandi
Til þess að lesendur þessarar
greinar geti betur gert sér grein fyrir
málefninu er um verður rætt hér á
eftir leyfi ég mér að flokka það niður
i kafla, a.b.c. o.s.frv.
Framfaramál
svæft
a) Fyrir nokkrum árum, eða með
öðrum orðum seint á árinu 1970,
sameinuðust áhugamenn um stál-
bræðslu á íslandi um stofnun
íslenzka stálfélagsins h.f. Áhuga-
mennirnir voru við stofnun félagsins
milli 20 og 30 en eru í dag rösklega
40. Hafizt var þegar handa um rann-
sóknir á því hve mikið brotajárn væri
til í landinu og hvernig ætti að safna
því saman til úrvinnslu í verksmiðju á
Reykjavíkursvæðinu. Kom í Ijós, að
um var að ræða 12,000 smálestir, sem
tiltölulega væri auðvelt að safna. Þá
var innflutt til landsins álíka magn af
steypustyrktarjárni, svo verksmiðjan
hefði getað annað eftirspurn eftir
þessari vöru. Haukur Sævaldsson
verkfræðingur, framkvæmdastjóri
félagsins, tók að sér að útvega tilboð í
vélar til framleiðslunnar, svo og ráð-
leggingar í sambandi við hönnun
verksmiðjunnar í heild. Hann gerði
og nákvæmar áætlanir um kostnað,
eftir að tilboð bárust í vélakost, og
sýndu útreikningar hans að hægt var
þá að byggja 1200 smálesta afkasta
verksmiðju fyrir rúmar
400.000.000.00 — fjögur hundruð
milljónir isl. kr. — (slík verksmiðja
mundi í dag kosta milli fjögur og
fimm þúsund milljónir). Útreikn-
ingar Hauks sýndu þá að verksmiðj-
an mundi borga sig upp á 2 til 3 árum
miðað við þáverandi verð á brota-
járni hér og verð á innfluttu brota-
járni.
Okkur áhugamönnunum l'annst
þetta álitlegt, ekki aðeins frá gróða-
sjónarmiði okkar, heldur yrði líka
gjaldeyrissparnaður fyrir landið, at-
vinna fyrir margt fólk er ntundi vinna
í verksmiðjunni, notkun islenzkrar
raforku til framleiðslunnar og þróun
nýs iðnaðar i landinu.
Nú var það svo, að við áhuga-
mennirnir höt'ðum ekki fjármagn
sjálfir til að koma slíkri verksntiðju
upp. Við þurftum lánafyrirgreiðslu.
Okkur datt í hug að Iðnþróunar-
sjóðurinn (gjöfin frá Norðurlöndum)
mundi hjálpa okkur. Svo var þó ekki.
Þeir forráðamenn er við töluðum við
'þar efuðust um útreikning okkar á
brotajárnsmagninu. Þeir efuðust um
fjárhagslegan grundvöll verksmiðj-
unnar. Þeir höfðu allt á hornum sér,
enda stór horn fávizku, reynslulcysis
og heimsku. Svona fór um „sjóferð
þá.” Við fengum aldrei neina fyrir-
grciðslu frá lánastofnunum og hug-
myndin um verðmætasköpun í okkar
þjóðfélagi er lögð á hilluna sem
stendur. Sumir af hinum gömlu
áhugamönnum eru ennþá bjartsýnir,
en ég er nú svartsýnn.
íslenzku þjóðfélagi hefur verið
stýrt af pólitískum „loddurum” í
óendanlega mörg ár. Það eru fáir
stjórnmálamenn núna sem vilja og
skilja, að þeir ættu að vera eins
mengunarhættulausir ogein tær lind,
er sprettur upp undan hrauni á
hálendi þessa lands. Græðgin í að
koma sinni ár fyrir borð cr takmarka-
lítil hjá okkar atvinnustjórnmála-
mönnum. Þingmenn hækkuðu laun
sín nýlega um sama leyti og verkafólk
gat tæpast framfleitt heimili sínum
sæmilega og ekki var staðið við
launasamninga þeirra.
Afi minn, Ásgeir Einarsson,
alþingismaður frá Þingeyrum i
Húnaþingi, lét sig hafa það að fara til
Alþingis í Reykjavík gangandi á
vetrum með skrínukost á bakj og gera
ekki kröfu til ríkisins um fram-
færslukostnað. Geta ekki þingmenn i
dag gert hið sama? Hvað hefur
komið fyrir? Þarf að byggja vit-
lausrahæli fyrir alla, er þjóðin kýs á
þing?
Kjallarinn
Bjami Guðjónsson
Þjóðin þarf að sameinast öll til að
leysa efnahagsmál þjóðfélagsins. Það
þarf samstöðu og fórnir allra. Svo
líkur þessum þætti . Stjórnvöldum
ber að hlúa að innlendum iðnaði en
forðast, ef hægt er, stóriðju út-
lendinga. „Ristu í verki viljans
merki, vilji er allt, sem þarf”. Þetta
sagði Einar Benediktsson fyrir mörg-
um árum og það er enn satt í dag.
Viðvíkjandi tilraunum til stálbræðslu
hér á landi er nauðsynlegt að segja
eftirfarandi: í Reykjavík starfar
fyrirtæki er hefur flutt út brotajárn
um áratugi. Þetta fyrirtæki hefur
mestmegnis safnað brotajárni á
Reykjavíkursvæðinu þar sem til-
kostnaður er minnstur við söfnun og
gróðavonin mest til útflutnings. Mest
af brotajárninu hefur þetta fyrirtæki
flutt út til Póllands, borgað farm-
gjöld fyrir það þangað og flutt það
heim hingað, eftir að pólskt vinnuafl,
orkatil frantleiðslunnar og farmgjöld
vörunnar voru borguð í Póllandi.
Geta slíkir verzlunarhættir talizt hag-
kvæmir fyrir ísland? Hráefnið flutt
út, unnið af útlendum vinnukrafti,
fiutningsgjöld borguð fram og aftur
og notendur framlciðslunnar heima
verða að borga toll af hinu íslenzka
hráefni sem var flutt út en fullunnið
af erlendu vinnuafli? Mér er spurning
á vörum og bið lcsendur að hugsa unt
þetta frá þjóðfélagslegu hagsmuna-
sjónarmiði.
Aðeins halarnir
hirtir
b) Mér er sagt af sjómönnum er
stundað hafa humarveiðar að það
eina sem sé hirt af humrinum séu hal-
arnir (lobster tails á ensku) en
afganginum af humrinum sé hent
fyrir borð. Er nú þetta ekki óskiljan-
Ieg sóun á verðmætum? Ég hefði oft
borðað humar í mörgum löndum
erlendis og hefi alltaf álitið að annað
af humrinum væri ætt en aðeins hal-
arnir (stélin). Ef ekki reynist hægt að
selja nema „stélin” til útflutnings,
sem sennilega er rétt, væri ekki ráð
að færa afganginn af humrinum til
lands og búa til úr honunt mjöl til
manneldis Gafnvel skepnufóður)?
Hví að henda verðmætum? Ég óska
upplýsinga um þetta mál frá út-
gerðarmönnum á humarveiðum.
Hent í sjóinn
c) Við höfum eftir mínu áliti
keypt allt of marga skuttogara á
stuttum tíma. Það er alltaf í gangi
þróun í smíði skuttogara og annarra
skipa og ný tækni fundin upp í sam-
bandi við hagkvæmni reksmrs skipa
yfirleitt og við ættum að kappkosta
að „fljóta” með hinni nýju þróun í
endurnýtingu togaraflotans í staðinn
fyrir aðkaupa úrelt skip og nota
úrelta tækni til veiðanna. En við
verðum að muna að ofveiða ekki
hversu mikla tækni sem við öðlumst í
veiðunum. Ef rétt er hermt eftir sjó-
mönnum er ég hefi talað við, sem
hafa verið á skuttogurum sl. ár,
virðist augljóst að bæði þorsklifur og
nokkru af hrognum sé hent fyrir
borð eftir að fiskurinn hefur verið
slægður. Fyrir ekki allt of mörgum
árum var lifrarhlutur sjómanna á
togurum bezta tekjulind þeirra. Nú
virðist lifrinni hent fyrir borð (to hell
with it, til helvítis með hana) og það
hugsa ekki margir um það hvort
verðmætin sem er hent i sjóinn gætu
rétt eitthvað okkar greiðslujöfnuð,
óhagstæðan, við útlönd. Nei, það er
ekki hugsað um það, bara henda
öllu í sjóinn.
Sóun pappírs
d) Svo kem ég að hvernig er farið
með pappírsúrgang hérna á voru
landi. Hvi höfum við ckki vcrk-
smiðju hér heima til að vinna og
breyta þessum úrgangi í nothæfa
vöru fyrir okkur? Maður, kunnur út-
gáfu Dagblaðsins Vísis, sagði mér um
daginn að um 1500 blöðum væri ekið
á öskuhaugana á hverjum degi, er
blaðið væri gefið út. Hvað mikið er
sett í öskutunnur og keyrt á ösku-
haugana af heildarútgáfu hinna dag-
blaðanna í Reykjavík skal ég ekki
segja með vissu. Þó geri ég ráð fyrir
að Morgunblaðið hafi hæstu
prósentutölu um sóun á pappír. Þvi
að eftir mínu áliti (getur verið rangt)
ætti það aldrei að enda neins staðar
nema í sorptunnunni eða á öskuhaug-
unum, allt upplag blaðsins. Það er þó
fráleitt, því að svo margir eru svo vit-
laúsir að kaupa það. Við getunt þó
áætlað að um 7,000 til 10,000 blöð
dagblaðanna i Reykjavík, scm seljast
ekki, fari til brennslu á öskuhaugun-
um dag hvern, Hver þungi þessara
blaða er veit ég ekki, er þau eru sett á
bálköstinn, en hann hlýtur að vera all
mikill. Svo eru allar þær mjólkurum-
búðir og pappírspokar sem er hent í
öskutunnurnar, svo og annar
pappírsúrgangur sem fer sömu leið.
Væri ekki ráð að safna þessu sem
hráefni og framleiða pappír til að
fullnægja að mestu leyti þörfum
okkará innflutningi pappírs?
Iðnþróurt
nauðsyn
e) Nú er nýlega mynduð ný rikis-
stjórn og hefur hún lofað þjóðinni að
minnka verðbólgu og aðrar búsifjar
þjóðarinnar. Ekki veit ég hvernig
þessari stjórn tekst að uppfylla vonir
þjóðarinnar, en eitt er víst, sam-
kvæmt minni hugmynd, að ekki
læknast neitt við að færa fjármuni
frá jakkavasanum í rassvasann. Það
er ekki lækning á vandanum. En með
skynsamlegri alíslenzkri iðnþróun,
ekki Grundartangaævintýri eða
öðrum útlendum gylliboðum, gctum
við lifað sæmilegu lífi á fslandi, þó
viðbyggjum úthjara veraldar.
Ég vil ekki eiga í erjum eða deilum
við neinn mann vegna þessarar grein-
ar og mun ekki svara neinum grein-
um í blöðum eða öðrum fjölmiðlum
viðvíkjandi þessari grein. Þetta er,
eins og Einar Benediktsson sagði,
„Innsta hræring hugar míns, sem
hverfa skal til upphafs síns, sem
báran endurheimt íhafið.”
-Bjarni Guðjónsson
^ „Með skynsamlegri, alíslenzkri iön-
þróun, ekki Grundartangaævintýri,. . .
getum viö lifaö sæmilegu lífi á íslandi, þótt við
byggjum úthjara veraldar.”