Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR7. ÁGÚST 1979. TIL SÖLU BMW 2002 ARG. 1971 ALLUR SEM NÝR UPPLYSINGAR í SIMA 86633. íKvxra f'iEÐViSRKO «.tEov£»œ.\Rfíi*a íAMmnm Munið frímerkjasöfnun Geðverndar , Innlend og erlend frímerki. Gjarna umslögin heil, einnig vélstimpluð umslög. Pnsthólf 1308 eða skrifstofa fél. Hafnarstræti 5, simi 13468. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 F17900 F17900 Til sölu 3 herbergja íbúð á 3. hæð við Ásbraut í Kópa- vogi, laus fljótlega. JÖN E. RAGNARSSON HRL. TÚNGÖTU 5. MV Búðin selur FJOLSVIÐAMÆLA, AMPERTANGIR. MEGGERMÆLA BIFREIÐA- STILLIMÆLA O.M.FL. H m ■ m w * ■ Ármúla26, MV Buðin, Útboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar eftir tilboðum í lagningu annars áfanga dreifikerfis á Akranesi. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- og teikni- stofunni s/f, Heiðarbraut 40, Akranesi, og á Verkfræðistofunni FJARHITUN H/F Alfta- mýri 9, Reykjavík, gegn 30 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð hjá Verkfræði- og teikni- stofunni s/f, fimmtudaginn 23. ágúst kl. 15. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar. F17900 F17900 Til sölu í Breiðholti 160 ferm íbúð sem skiptist í 4 svefn- herbergi og tvær stofur. Bílskúrsréttur. Verð kr. 30 millj. JÖN E. RAGNARSSON HRL. TÚNGÖTU 5. Lusaka: Óvænt samstaða um Ródesíumálið hugmyndum að lausn þunglega tekið í Salisbury og stöðvumskæruliða Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, skoraði á alla aðila að bregða skjótt við og leita lausnar á deilunni um Zimbabwe/Ródesíu, þrátt fyrir dræmar undirtektir stjórnarinnar í Salisbury og skæru- liða þeirra sem steypa vilja stjórn Muzorewas af stóli. Sagði brezki for- sætisráðherrann þetta í ræðu er hann flutti á ráðstefnu samveldislandanna í Lusaka í Zambíu. Samkomulag náðist þar í gær um leið til lausnar Ródesíudeilunni. Kom það mörgum á óvart því búizt var við að til mikilla deilna mundi koma á milli Thatcher og afrískra þjóðarleið- toga um Zimbabwe/Ródesíu. Samkomulagið sem var samþykkt af öllum þjóðarleiðtogum á ráðstefn- unni gerir ráð fyrir að stjórnarskrá Zimbabwe/Ródesíu verði endurskoð- uð og þar fari fram nýjar kosningar. Muzorewa biskup, forsætisráð- herra í Ródesíu og sigurvegari fyrstu kosninganna í landinu þar sem svartir fengu að hafa einhver áhrif, lýsti sig þegar í gær andvígan hugmyndum um nýjar kosningar. Fyrri kosningar hefðu verið fullkomlega löglegar og farið fram undir eftirliti alþjóðlegrar eftirlitsnefndar. Skæruliðar Nkomo sem berjast gegn sveitum stjórnarinnar í Salis- bury og vilja steypa henni hafa einnig lýst sig andvíga þeim hugmyndum sem samþykktar voru á ráðstefnunni í Lusaka. Búizt er við að Margrét Thatcher forsætisráðherra verði gagnrýnd mjög af hægri sinnuðum flokks- mönnum sínum í íhaldsflokknum fyrir afstöðu sína. Vilja þeir viður- kenna stjórn Zimbabwe/Ródesú, og aflétta viðskiptabanni gegn ríkinu. Vel fór á með þeim Margréti Thatcher forsætisráðherra Bretlands og Kenneth Kaunda forseta Zamblu, þar sem þau biðu eftir því að lokið væri við að leggja teppin á gólf ráðstefnusalarins þar sem leiðtogar samveldisins þinga nú I Lusaka í Zambíu. Uganda: Godfrey Binaisa, forseti Uganda, sagði í viðtali við fréttamann í gær að ríkisstjórn hans hefði áhuga á að fá kanadiska aðila til að þjálfa her og lögreglu landsins. Einnig væri æskilegt að sögn forsetans að sérþjálfaðar sveitir yrðu stofnaðar til að bæla niður uppþot og óeirðir. Binaisa forseta sagði þetta í Lusaka höfuðborg Zambíu, en þar er hann á ráðstefnu samveldislandanna. Fulltrúi Joe Clark, forsætisráðherra Kanada, sagði í Lusaka í gær að for- sætisráðherrann hefði rætt við Binaisa og síðan falið nokkrum aðstoðarmönn- um sínum að undirbúa áætlun umalls- herjar aðstoð Kanada við Uganda. Haft var eftir fulltrúanum að í henni mundi meðal annars felast eitt hundr- að þúsund dollara fjárframlag strax og vilyrði fyrir langtímaaðstoð. Einnig er búizt við að Kanada muni gefa eftir gjaldfallin lán fyrri stjórnar í Uganda upp á um tvær og hálfa milljón dollara Washington: Ætia að notagömlu íhaldsúrræðin —segir Carter Bandaríkjaf orseti um ráðstafanir sfnar fefnahagsmálum Jimmy Carter Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri ákveðinn í að halda fast í taumana í efnahac',- málunum og flana ekki útí tein a ; 11- týri í þeim efnum á næstuiini. Sagi'ist hann mundu beita aðhaldsaðgerðum og á þann hátt stýra þjóð sinni af festu í gegnum þá erfiðleikatíma sem framundan væru í efnahagsmálum. ,,Ég er ákveðinn í að halda fyrir- fram ákveðinni stefnu í peningamál- um, sem öðru,” sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í Hvíta húsinu við athöfn er hinn nýi fjármálaráð- herra William Miller og aðalseðla- bankastjóri Paul Volcker tóku form- lega við embættum sinum. Forsetinn sagðist einnig mundu fylgja ákveð- inni stefnu varðandi fjármál ríkisins. Hann sagði að nú væri ekki tíminn til að breyta um stefnu né taka til endurskoðunar þá stefnu sem tekin hefði verið. Þá stefnu sagðist forsetinn hafa skýrt út fyrir banda- rísku þjóðinni og öðrum heims- búum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.