Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979.
ELDHÚSHNÍFAR EIGA
AD VERA VEL BRÝNDIR
íbúsáhaldaverzlunum
Vafalitið er til fjöldinn allur af bit-
lausum og ónothæfum hnífum í flest-
um eldhúsum landsins. Þeir liggja
ónotaðir í skúffunum og taka upp
pláss. Á rótgrónum heimilum getur
þetta verið dálaglegur fjöldi hnífa.
Bitlausir hnífar fara í taugarnar á
þeim sem vinna að matseldinni.
Næsta sjaldgæft er að góð brýni séu
til á heimilunum, þó má fá brýni í
búsáhaldaverzlunum á 2.500 kr.,
1.740 kr. og allt niður í 1.250 kr.
Hins vegar er ekki nóg að eiga gott
brýni, það þarf einnig að kunna að
nota það.
3 mínútur að læra,
3 sekúndurað brýna
Það er hreint ekki nauðsynlegt að
vera útlærður kjötiðnaðarmaður til
þess að geta brýnt hrííf sómasamlega.
Sagt er að það taki ekki nema 3
mínútur að læra það og eftir það
tekur aðeins 3 sekúndur að brýna.
Það á að gera í hvert skipti sem
hnifurinn er notaður.
Nægilegt er að strjúka hnifinn
fjórum sinnum með brýninu til að
halda góðu biti í honum.
Haldið á brýninu i vinstri hendi og
hnífnum í þeirri hægri. Látið hnífs-
blaðið nema við brýnið með 20 gráðu
horni, þannig að sköftin mætist.
Látið hnífsblaðið síðan renna eftir
Ekki var eins gott úrval af stórvirkum
hnífum hjá Ziemsen, en þessir voru til:
kjöthnifur á 3.65S kr., laxahnifur á
2.585 kr., einskonar kjötöxi eða hnffur
á 1.940 kr. og brýnið, sem kostaði
1.740 kr.
Raunverulega þarf heimilið ekki fleiri
hnffa en fjóra, og brýni.
Byrjið neðanfrá, þannig að handföngin mætist. Dragið hnifinn upp eftir brýninu og út þannig að oddarnir mætist
Byrjið þvf næst cins og myndin sýnir og endið með hnifsoddinn við handfang brynisins.
Við brugðum okkur í þrjár bús-
áhaldaverzlanir í Reykjavik til þess
að kanna hvað er til af hnífum. í
einni verzluninni, Þorsteini Berg-
mann á Skólavörðustíg, var lítið úr-
val. Til var einn brauðhnífur, sög,
sem kostaði 2.850 kr. Brýni var til á
2.500 kr.og smjörhnífurá 1.250 kr.
Stórt hnrfasafn
í Hamborg
Mjög gott úrval af eldhúshnífum
var til í Hamborg á Laugavegi 22.
Þeir voru meira að segja svo beittir
að blm. blóðgaði sig í myndatökunni
og dugðu ekki tvær hendur til að
halda á hnífasafni verzlunarinnar.
Hnífarnir voru af öllum hugsanleg-
um gerðum, m.a. sérstakur laxahníf-
ur. Verð Hamborgarhnífanna er talið
upp undir myndinni.
Smáhnrfar fyrir
öll tækifæri
hjá Ziemsen
Loks lögðum við leið okkar í Ziem-
sen í Ármúlanum. Þar var sæmilega
gott úrval af stórum hnifum en alveg
dæmalaust gott úrval af ýmiss konar
smáhnifum. Má eiginlega segja að
hjá Ziemsen megi fá hnífa til þess að
skera allt milli himins og jarðar.
Verðið á smáhnífunum var fiá 1.985
kr. upp i 2.900 kr. — Sjá mynd.
Fyrir nokkrum árum var talið að
endingarbeztu hnífssköftin væru þau
sem eru gegnumnegld. Hins vegar má
vel vera að á síðari árum hafi komið
fram svo sterk lím að líming dugi til
að halda hnífsskaftinu á sinum stað.
Á það leggjum við engan dóm. Um
slíkt ætti starfsfólk í búsáhaldaverzl-
unum að gcta leiðbeint viðskiptavin-
unum. -A.Bj.
Mikið og gott úrval al' eldhúshníium var tn i Hamborg. Þarna er úrvalið og verðið
taliö frá vinstri: brýnið á kr. 1.250 kr., saxið 1.700 kr., venjul. Ihnífur 2.150 kr.,
hnífur með finu sagarblaði 2.150 kr., kjötsveðja 4.350 kr., laxahnífur 3.860 kr. og
hnifur með meðalgrófu sagarblaði 2.200 kr.
brýninu þannig að oddarnir mætist.
Síðan er þetta endurtekið í öfugri
röð, byrjað á oddinum og endað
þegar hnífsoddurinn kemur að skafti
brýnisins. Þetta skýrist betur á mynd-
unum.
Það getur verið góð fjárfesting að
kaupa gott brýni úr hörðu stáli. Ann-
ars getur farið svo að brýnið verði
beitt en hnífarnir sljóir. Ekki er hægt
að brýna algjörlega sljóan hnif á
svona brýni. Það er eingöngu ætlað
til þess að halda hnífum beittum.
Fjórir hnrfar nóg
Talið er nóg að eiga fjóra eldhús-
hnífa en þeir verða að vera vel hæfir
til þess sem á að nota þá við.
* Brauðhnífur með sagarblaði. Ef
hann er vandaður dugar hann í mörg
ár. Slíkir hnífar ksta frá 1.700 kr.
upp í tæplega 3.000 kr.
* Kjöthnífur, gjarnan „slátrara-
hnífur” með góðu skafti. Kjöt á ekki
að skera með saxi því vöðvarnir
særast við það. Það er ekki einungis
léttir að vinna með góðum kjöihníf,
það getur verið sönn ánægja. Slikir
hnífar kosta frá rúml. 3.600 kr. og
upp í rúmlega 4 þúsund.
* Meðalstór hnífur til úrbeiningar,
flökunar, til að skera grænmeti oþ.h.
Slíkir hnifar kosta í kringum 2 þús-
und kr.
Mjög gott úrval af hvers kyns smáhnifum var til hjá Ziemsen, hnifur fyrír öll tæki-
færi. Veröið var, talið frá vinstrí: 2.900 kr., 2.205 kr., 2.385 kr., 1.985 kr. 2.130
kr. 2.205 kr. og 1.950 kr. Sá hvítskefti, sem liggur fremst kostaði ekki nema 710
kr., sem hlýtur að vera „mjög gamalt verð”.
DB-myndir: Bjarnleifur.