Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979.
3
Kantarnir sem steyptir hafa verið f Safamýri ná langt út i götu. Þeir auka slysahættu að mati ibúa við götuna og margra annarra vegfarenda. Tilgangur borgar
yfirvalda með framkvæmdunum er sagður sá að draga úr umferðarhraðanum. DB-mynd: S
Steyptir kantar við Safamýrí:
„Hægt að eyða peningun-
um í eitthvað parfara”
Raddir
lesenda
EQEQQ
LITSJONVARPSTÆKI
Úrvalstæki, búið öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvörp
þurfa að hafa, svo sem línulampa, viðgerðareiningum og fleiru.
Tækið sem sameinar myndgæði og fallegt útlit.
Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstætt verð.
Greiðsluskilmálar:
Útborgun: 20” tæki 110 þús. 22” tæki 130 þús
Eftirstöðvar greiðast á 7 mánuðum.
26” tæki 160 þús.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Atli Rúnar
Halldórsson
Guðmundur Sigurvinsson, Safamýri
36, kom að máli við DB og sagði íbúa
við Safamýri óánægða með þá ráð-
stöfun gatnamálayfirvalda í Reykja-
vík, að steypa kanta út úr öllum inn-
keyrslum og fyrir framan dagheimilið
i götunni. Vegna þess sé erfitt að
komast út úr innkeyrslunum, sérstak-
lega að vetrarlagi. En alvarlegast sé
hin aukna slysahætta sem skapist af
þessum sökum. „Okkur finnst að
það hljóti að vera hægt að eyða pen-
ingunum í eitthvað þarfara en svona
framkvæmdir,” sagði Guðmundur.
Ingi Ú. Magnússon gatnamála-
stjóri varð fyrir svörum, er blaðið
leitaði upplýsinga hjá borgaryfirvöld-
um: „Safamýrin var I5 metra breið og
er ekki mikil umferðargata. Við
vildum steypa þessa kanta í þrennum
tilgangi. Til að draga úr umferðar-
hraðanum, til að mjókka götuna og
spara viðhaldskostnað á malbikinu
og til að fegra umhverfið þarna með
grasblettum.
Mér skilst
að kvartað hafi verið
fyrst og fremst yfir skorti á bílastæð-
um við barnaheimilið. Við ætlum að
taka tillit til þess og munum bæta við
bílastæðum þar.”
Hringið
ísíma
27022
milli kl. 13
og 15,
eða skrifið
Raddir
lesenda
Horfir þú á eftir ung-
um stúlkum?
Auðunn Jónsson bilstjóri: Það fer nú
eftir því hvort þær vekja áhuga minn,
annars horfir maður nú ekki þegar
konan er við hliðina á manni eins og
núna.
Halldór Oddsson sjómaður: Auðvitað
litur maður í kringum sig.
Stefán Sigbjörnsson sjómaður: Hvað
heldur þú?
Jón Heimir Sigurbjörnsson spilar með
sinfóniuhljómsveit: Já, svo sannarlega
geri ég það.
Steinþór Sigurðsson sjómaður: Þar
versnar í því. Konan mín hérna við
hliðina á mér. Jæja ég hlýt nú að gera
þaðeitthvað.
Birgir Vilhjálmsson sjómaður: Ég er
sama sinnis og Steinþór við erum nú að
minnsta kosti heilbrigðir.