Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. II Útvarp 31 Sjónvarp i t\ SUMARVAKA - útvaip kl. 21.20: Sextugsafmælis Rósbergs G. Snædal minnst Sumarvakan er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 21.20 að vanda og kennir þar margra grasa sem endranær. Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri út- varpsins, ies frásöguþátt eftir Rósberg G. Snædal rithöfund i tilefni af sextíu ára afmæli hans. Frásagan nefnist Stafnsrétt í Svartárdal. Rósberg mun einnig sjáifur koma fram á Sumarvök- unni og lesa nokkur Ijóð eftir sjálfan sig. Gunnar M. Magnúss rithöfundur staldrar við í þættinum og les kafla úr bók sinni Það voraði vel 1904. Gunnar hefur áður komið fram á Sumarvök- unni og lesið úr þessari sömu bók. Að síðustu verður kórsöngur á dag- skránni. Það er kór Söngskólans í Reykjavík sem að þessu sinni syngur nokkur lög undir stjórn skólastjóra skólans, Garðars Cortes. Sumarvakan er liðlega klukkustundar löng. - ELA Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri útvarps- ins flytur frásöguþátt á Sumarvöku f kvöld. <______________________________________ Umræðuþáttur um verzlanir er á dagskrá sjönvarpsins I kvöld. UMRÆÐUÞÁTTUR —■ sjónvarp kl. 21.00: HVERNIG GEGNIR VERZLUNIN HLUT- VERKISÍNU í DAG? Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður er umsjónarmaður umræðuþáttar sem fluttur verður í beinni útsendingu í kvöld kl. 21.00 í sjónvarpi. Ingvi Hrafn er mikill áhugamaður um verzlun og hefur séð um nokkuð marga þætti i útvarpi viðvíkjandi því máli. í kvöld varpar hann þeirri spurn- ingu til þátttakenda sinna, hvernig verzlunin gegni hlutverki sínu í dag? Þeir sem munu skiptast á skoðunum eru Erlendur Einarsson, forstjóri Sam- I----------------------------------- bands íslenzkra samvinnufélaga, Guð- mundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélagsins, blaðafull- trúi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna og varaformaður Neytendasam- takanna, dr. Jónas Bjarnason efna- verkfræðingur og prófessor og Torfi Torfason kaupmaður. Þátturinn er fimmtíu mínútna langur og má búast við heitum umræðum þessara heiðursmanna. - ELA ) r DYRUNGURINN — sjónvarp kl. 21.50: Simon Templar afturá “ 'áinn Ian Ogilvy, Simon Templar nútfmans. Kvöldið sem útsending hófst í is- lenzka sjónvarpinu haustið 1%6 hóf göngu sína myndaflokkurinn Dýrling- urinn með Roger Moore í aðalhlut- verki. í kvöld, tæpum þrettán árum síðar, fáum við aftur að sjá Dýrlinginn, Simon Templar, á skjánum. Að þessu sinni er það þó ekki Roger Moore sem fer með aðalhlutverkið heldur eigi síður glæsilegur maður, Ian Ogilvy. Þættirnir verða þrettán og nefnist sá fyrsti Kappsiglingin, fyrri hluti. Upp- haflega var ákveðið að þættirnir yrðu framhald af Dýrlingnum nr. 1 og átti myndaflokkurinn að heita Sonur dýrl- ingsins. Þar átti Simon Templar eldri að koma fram sem öldungur en sonur hans átti að erfa alla glæsimennskuna og hjálpsemina, við ungar stúlkur, frá föður sínum. Frá þessari hugmynd var þó horfið og ákveðið að gera alveg nýjan dýrling, en að sjálfsögðu er sá dýrlingur bæði ríkur og fallegur. Má því búast við Simon Templar leikjum eins og tiðkuðust meðal barna fyrir þrettán árum. Þýðandi mynda- flokksins er Kristmann Eiðsson og er sýningartími um klukkustund. - ELA V________________________________J „Getur þú ekki bara birt mynd af mér, helzt með ketti,” sagði Guðrún Á. Sfmonar og við verðum við þeirri ósk hennar. EINSÖNGUR - útvarp kl. 21.00: „Ekki vinn ég hjá útvarpinu” —segir Guðrún L Símonar ,,Hvað ég ætla að syngja? Ég hef sko ekki hugmynd um það, ekki vinn ég hjá útvarpinu,” sagði Guðrún Á. Símonar er hún var innt eftir því hvaða lög hún ætlaði að syngja í útvarpi í kvöld. ,,Ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að ég ætti að syngja, þeir eru bara með þetta á plötum eða bandi. Þetta var öðruvísi hér áður, þá var gefið út prógramm áður. Nú er alltaf verið að spara, það eru bara upptökur einstaka sinnum, svona spari,” sagði Guðrún Á. Símonar. „Getur þú ekki bara sagt að ég syngi í kvöld eins og Mogginn gerir og birt mynd af mér, cr það ekki nóg? I lel/t mynd af mér með ketti,” sagði Guðrún að lokum og við verðum við ósk hennar og birtum myndina. Guðrún mun syngja nokkur islenzk lög kl. 21.00 og undirleik á píanó ann- ast Ólafur Vignir Albertsson. - ELA J P0STSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 NYTSAMAR TÆKIFÆRISGJAFIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.