Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. (I 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Um helgina voru í fyrsta skipti reynd rafmagnstimatökutaeki hérlendis, en þau voru flutt hingað til lands fyrir Revkjavlkurleikana, sem hefjast á morgun. Tæki þessi eru mjög fullkoinin og er æilunin að nnia þau á leikunum. A myndinni til vinstri er Omar Magnússon að meðhnndla startbyssuna og á þeirri hægri sést starfsfólk Laugardalsvallar þeysa I markið á fullri l'erð I þvf augnamiði að sjá hveruig tækið viikaði. Slík læki munu kosta um 2 milljónir króna í allt. DB imndirS. Oddur Sigurðsson hlc>pur á Reykjavíkurleikunum og er til alls líklegur HM1986 VERÐUR EKKI í KÓLOMBÍU Nær engar líkur eru nú taldar á því að HM í knattspymu 1986 verði haldið í Kólombíu eins og ráð hafði verið fyrir gert. Ástæðan er sú, að eftir að úrslitaliðunum var fjölgað i 24 geta æ færri þjóðir tekið að sér slíka stór- keppni sem HM er. Allar líkur eru á því að HM keppnin verði haldin í Brasilíu í staðinn en HM keppnin hefur aldrei verið háð þar. Tvívegis hafa Uruguay- menn haldið keppnina og Argentínu- menn og Mexikanar hafa haldið úr- slitakeppnina einu sinni hvor þjóð. Úr því að á annað borð er verið að skrifa um knattspyrnu má geta þess að í gærkvöld sigraði v-þýzka liðið Borussia Dortmund spænska liðið Atletico Madrid 3 — 1 í vináttuleik sem fram fórí Dortmund. Spánverjarnir tóku forystu með marki Luis Pereira á 17. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði BúrgsmUller metin fyrir Dortmund. Hein skoraði síðan annað markið og Marcellini skoraði sjálfsmark og Dortmund vann örugglega 3—1. Þá fóru fram tveir leikir í ensk/skozku bikarkeppninni í gær- kvöld. Plymouth og Birmingham gerðu jafntefli 1 — 1 og einnig Dundee og Kilmarnock. Nú eru aðeins 12 dagar þar til enska deildakeppnin hefst að nýju og á laugardag leika Arsenal og Liverpool um Charity Shield á Wembley. Islandsmet Odds —Oddur Sigurðsson setti unglingamet í200 metra hlaupi Oddur Sigurðsson, spretthlauparinn frá Akureyri, sló svo sannarlega í gegn á Norðurlandamóti unglinga, sem fram fór i Osló um helgina. Oddur stóð sig frábærlega á mótinu og setti nýtt íslandsmet unglinga, 21,4 sek. í 200 metra hlaupi þrátt fyrir mótvind, sem nam 4 m/sek. Oddur varð stigahæsti maður mótsins með 23 stig, sem var tæplega helmingur allra þeirra stiga, Alliryfir Ermarsund Þrettán sundmenn gerðu um helgina atlögu að Ermar- sundinu og ætluðu sér að synda yfir það en aðeins 9 þessara tókst ætlunarverk sitt. Þar á meðal var 12 ára gamall S- Afríkubúi, Kevin Anderson, sem varð þar með yngsti sund- maðurinn sem synt hefur yfir Ermarsund. Hinn 51 árs gamli Des Renford synti Ermarsundið í 14. skipti og hin 21 árs gamla kanadíska stúlka, Cynthia Nicholas synti fram og til baka á 19 tímum og 12 mínútum og bætti þar með eigið met kvenna um 43 mínútur. Allir sund- mennirnir utan einn hófu sund- ið frá Dover í Englandi, en sá sem synti af stað Frakklands- megin, Philip Ross, varð að gef- ast upp vegna sterkra strauma 3 mílur frá strönd Englands. Ekki aðeins varð þetta ágæta fólk að glíma við þunga strauma heldur einnig fjöldann allan af skipum, en Ermar- sundið er einhver fjölfarnasta skipaleið heims. sem íslenzka landsliðið fékk, en ísland sendi sameiginlegt lið i keppnina ásamt Dönum. Þrátt fyrir þessa sameiningu gömlu fjendanna lék enginn vafi á að þessi tvö lönd eru langt á eftir hinum Norðurlöndum þremur hvað getu snertir enda urðu þau langneðst í stiga- keppninni. Islenzku keppendurnir voru væntan- legir í nótt og í morgun tókst ekki að ná tali af fararstjórunum. Höfum við því litlar fréttir að færa utan afreks Odds í 200 metrunum. Oddur mun að sjálf- sögðu keppa í spretthlaupunum á Reykjavíkurleikunum, sem hefjast á morgun og verður vafalítið gaman að fylgjast með honum en búast má við því að hann slái íslandsmet Vilmundar Vilhjálmssonar þá og þegar ef t'ram fer sem horfir. Oddur er aðeins 21 árs gamall og hóf að iðka frjálsar íþróttir fyrir alvöru fyrst á þessu ári og hefur frami hans á hlaupabrautinni verið með ólíkindum skjótur. Björgvin vann lokaæfinguna Hinu árlega Jaðarsmóti í golfi lauk á Akureyri um helgina og því var vart lokið þegar öldunga- og sveitakeppni íslandsmótsins hófst af fullum krafti. Allir beztu kylfingar landsins voru að sjálfsögðu á meðal keppenda þarna þar sem mótið gaf kærkomna æfingu fyrir landsmótið auk þess sem eitt og eitt stig til landsliðs voru í boði fyrir góðan árangur. Heimamaðurinn, Björgvin Þorsteinsson, sigraði í keppninni án forgjafar á 152 höggum en ekki var for- ystan stór því næstu menn, þeir Hannes Eyvindsson og Magnús Halldórsson, voru báðir á 153 höggum og geysihörð keppni var um næstu sæti. Gamla kcmpan Cir.ar Guðnason keppti á nýjan leik eftir langt hlé, a.m.k. hefur hann ekki orðið svo framarlega í sumar, hann varð í 10.-11. sæti. Það bar helzt til tíðinda á mótinu að Kristín Pálsdóttir fór holu í höggi á 6. braut, sem er 165 metra löng af kvennateignum. Verður þetta að teljast ærið frambærilegur árangur hjá Kristínu en hún hefur lengi verið í fremstu röð kvenkylfinga hér á landi. Annars urðu úrslit á mótinu sem hér segir: Karlar án forgjafar högg Björgvin Þorsteinsson, GA 152 Hannes Eyvindsson, GR 153 Magnús Halldórsson, GK 153 Magnús Birgisson, GA 155 RagnarÓlafsson, GR 156 Jón Þór Gunnarsson, GA 157 Geir Svansson, 158 Sigurjón Gíslason, GK 161 Jóhann Benediktsson, GS 163 Jónas Kristjánsson, GR 164 Einar Guðnason, GA 164 Með forgjöf högg Magnús Halldórsson, GK 145 Jón Þ. Gunnarsson, GA 147 Magnús Birgisson, GA 147 Hörður Svanbergsson, GA 147 Konur án forgjafar högg Sólveig Þorsteinsdóttir, GR 174 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR 177 Kristín Pálsdóttir, GK 184 Konur mcð forgjöf högg Jónína Pálsdóttir, GA 155 Sólveig Þorsteinsdóttir, GR 156 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR 159 -St.A. Laugardalsvöllur—Undanúrslit Bikarkeppni KSÍ ÞRÓTTUR— Fl m Uj í kvöid rf kl. 19.30

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.