Dagblaðið - 07.08.1979, Síða 32

Dagblaðið - 07.08.1979, Síða 32
Minnispeningur Snorra Sturlusonar: „Ekkert loforðanna um greiðslur hafa staðizt” En vonazt er til að sýsluskipuð nefnd taki að sér útgáf u minnispeningsins „Við erum að vona að sýslu- nefndin gangi inn í útgáfu minnis- penings Snorra Sturlusonar. Um það verður væntanlega tekin ákvörðun í dag eða næstu daga,” sagði Þor- steinn Þórð^rson hjá myntsláttufyrir- tækinu Ís-Spor sem situr uppi með mót Snorrapenings en svikin greiðsluloforð. „Fyrsta greiðsla fyrir okkar vinnu átti að koma í marzmánuði og um mánaðamótin júni/júli áttu að koma greiðslur fyrir mót peningsins, en það kostar milljónir. Engar greiðslur hafa komið frá Steingrimi Þórissyni, sem minjapeninginn pantaði, og vægast sagt hefur verið mjög erfitt — eða ómögulegt — að ná sambandi við hann.” „Hugmyndin að gerð peningsins til minja um 800 ára afmæli Snorra Sturlusonar kom upp 1975 svo allt þetta mál hefur verið í bígerð í allt að því4ár,” sagði Þorsteinn. Þorsteinn kvaðst vilja hafa sem fæst orð um minnispeningsmálið á þessu stigi. Hann kvað Ís-Spor hafa orðið að grípa inn í útgáfuna á ýmsum stigum málsins. M.a. hefði Steingrímur ekki hugað í tíma að hönnun peningsins og því hefði ís- Spor ráðið Þröst Magnússon til að teikna peninginn og mjög góð aðstoð hefði fengizt hjá Kristjáni Eldjárn forseta fslands við hönnunina. „Minnispeningur Snorra er fallegur minjagripur og þess vegna vonumst við eftir jákvæðum úslitum sýsluskipuðu nefndarinnar varðandi útgáfuna.” -ASt. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. Umferð helgarinnar óhappalítil „UTVARPS- ÁRÓÐUR TIL GOÐS” — þó margir verði leiðir „Þetta fór allt saman prýðilega fram,” sagði Óli H. Þórðarsson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs er hann var spurður um umferð helgarinnar. Umferðarráð útvarpaði alla helgina upplýsingum tíl fólks og jafnframt áróðri um betri akstur. „Reynsla manna undanfarin ár sýnir að umferðaróhöpp verða minni ef svona áróðri- er útvarpað, jafnvel þó margir kunni að vera orðnir leiðir á honum. Einu óhöppin sem urðu, voru smá bílslys á Snæfellsnesinu á laugar- daginn og slys á mótorhjóli við Grinda- vík í gær. Ljósanotkun var góð á landinu eftir þeim upplýsingum sem okkur bárust og eins virtust menn nota bílbelti mikið eftir því sem á leið. Því miður var talsvert tekið af mönn- um, sem grunaðir voru um ölvun við akstur en við teljum að það stafi bæði af aukinni löggæzlu þannig að fleiri hafi náðst en fyrr, án þess nauðsynlega að þeir hafi verið fleiri sem óku drukknir. Eins kann hitt að koma til að menn gera sér ekki grein fyrir að akstur og áfengi á aldrei saman. Nú, samvinna okkar við fólk var mjög góð og flestir tóku ábendingum okkar vel og fólk var mjög duglegt að hafa samband við okkur og gefa ráð,” sagðiÓli. DS Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, formaður æskulýðsráðs, kemur á fundinn í morgun. Innfellda myndin er af fundi ráðsins þar sem ráðning framkvæntdastjóra var eina málið á dag- skrá. pr DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Æskulýðsráð mælti með Omari Einarssyni —en ræður borgarráð Gylfa Kristinsson? 4 Á fundi æskulýðsráðs Reykjavíkur í morgun var samþykkt með fimm at- kvæðum að mæla með því við borgar- ráð að ráða Ómar Einarsson, fulltrúa hjá æskulýðsráði, í starf framkvæmda- stjóra ráðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og annar fulltrúi Alþýðubandtflags greiddu atkvæði með Ómari. Gylfi Kristinsson, formaður Æskulýðssair.bands íslands, hlaut eitt atkvæði, en þriðji umsækjandinn, Hilmar Jónsson, bókavörður, ekkert. „Allir umsækjendur voru mjög vel hæfir til starfsins, en endanlega er mælt með Ómari Einarssyni,” sagði Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, formaður æskulýðsráðs, i samtali við DB í morgun. £ins og DBk greindi frá á^augar- daginn er tvísýnt hvort borgarráð verður við tilmælum æskulýðsráðs. Framsóknarmenn leggja á það þunga áherzlu að Gylfi Kristinsson verði ráðinn og hafa látið í það skina að náist ekki samstaða um ráðningu hans muni þeir slíta frekari samstarfi meirihluta- fiokkanna um embættisráðningar hjá borginni. Ástæðan fyrir stuðningi annars fulltrúa, Alþýðgþandalagsins við Ómar Einarsson er sú að borgarmálaráð fiokksins tók bindandi afstöðu með honum áður en umsókn Gylfa Kristins- sonar lá fyrir. Var það ætlun Alþýðubandalagsins að semja um ráðningu Ómars gegn því að fyrra starf hans hjá æskulýðsráði yrði lagt niður. Á morgun er fundur í borgarmála- ráði Alþýðubandalagsins og verður þá hugsanlega mótuð ný afstaða til ráðningar framkvæmdastjóra fyrir borgarráðsfund. -GM. Gunnlaugur Melsteð látinn Gunnlaugur Melsteð, söngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar Freeport, varð bráðkvaddur í gærmorgun, þrítugur að aldri. Hann var að koma norðan úr landi með félögum sínum í hljóm- sveitinni, þegar hann lézt. Líf- gunartilraunir báru ekki árangur. Gunnlaugur Melsteð var I mörg ár i vinsælum hljómsveit- um, lengst af í Haukum. — Hann lætur eftir sig þrjú börn. -ÓV. Loðnugróði Norðmanna: Varla meiri en kostnaður við sendinefnd til íslands Enn er mikið skrifað um Jan Mayen i norsk blöð en allur stríðs- tónn er horfinn. Á laugardag hafði Aftenposten það eftír sjávarútvegs- ráðherra Sovétríkjanna, Vladimir Kamencfev, að sovézku skipin á Jan Mayen-svæðinu ætli sér eingöngu að veiða þar kolmunna í ár. Hann sagði að hugsanleg útfærsla Norðmanna við Jan Mayen hefði ekki verið rædd af sovézkum stjórnvöldum. Það hefur löngum verið vitað, og stundum á það minnzt i norskum fjölmiðlum, að loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen skipti þjóðarbúið norska litlu máli. For- maður félags ungra miðflokks- manna, Eyvind Reiten, sem jafn- framt starfar í sjávarútvegsráðu- neytinu, sagði nylega að þegar þetta mál væri skoðað ofan í kjölinn þá væri gróðinn af loðnuaflanum ekki meiri en svo að hann stæði varla undir för samninganefndar til íslands. Hann benti á að vandamál norsks fiskiðnaðar lægju í því að norski úthafsþorskstofninn væri hrikalega ofveiddur. ' Reiten sagði að fiskifræðingar vissu lítið um loðnustofninn á norska svæðinu við Jan Meyen, en talið er að hámarksaflamagn liggi á milli 1 — 2 milljóna hektólítra. Ef skipin veriða eina milljón er verðmæti aflans 40—50 milljónir norskra króna. Þar sem fjarlægðin milli Noregs og veiðisvæðisins er gífurleg mundi mesti hluti aflaverðmætisins fara í rekstrarútgjöld. Það er út í bláinn að tala um loðnuveiðarnar við Jan Mayen, sem eitthvert lífsspurs- mál fyrir norskan fiskiðnað, sagði Reiten. -SJ. Osló/GM. hreyfli Slökkviliðið var kallað út á Reykja- víkurflugvöll kl. 11.15 í gær. Hafði annar hreyfillinn bilað í einni af Fokker Friendship vélum Flugfélagsins er hún var nýlögð af stað frá Reykjavík. Var slökkviliðið við ölj.u búið þegar vélin lenti aftur á einum hreyfli en lendingin tókst vel og ekki kom til þess að slökk viliðið þyrfti að beita sér. -GAJ- Stolið úr tjöldum á Laugarvatni Lögreglan á Selfossi fékk nokkrar kærur til meðferðar þess efnis að stolið hefði verið úr tjöldum á Laugarvatni um helgina, ýmist peningum, svefn- pokum eða öðrum ferðaútbúnaði. í a.m.k.e einu tilfelli var um að ræða 40—50 þúsund í peningum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi í morgun er alltaf talsvert um slíkt á útisam- komum eins og þeirri er var á Laugarvatni en þar voru milli 3 og 4 þúsund manns um helgina. Sagði lögreglan að svo virtist sem ákveðnir aðilar færu gagngert á þessar samkomur til þess aðstela úr tjöldum. -GAJ- Lenti á einum

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.