Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 19
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. r ....... Mennter máthir! Undir lok hundadaga var landslýð kunngerður hluti af kjarakröfum Bandalags háskólamanna. Ekki er hægt að segja að afkomendur nor- rænna víkinga séu viðbrigðagjarnir, og hrökkvi við þó þeir heyri höggvið. Það gerðist þó, og það lá við að vík- ingablóðið frysi í æðum, nú ætlaði menntaðasti þrýstihópur landsins að höggva og nú átti að höggva að máttarstólpunum. Á sama tíma og þessi menntaðasti þrýstihópur lands- ins, mundaði axir stnar, ákalla lands- fcðurnir alla vætti sér til styrktar og biðja um traustari og betri stoðir, Eftir að hafa lesið um þann hluta kröfugerðar BHM manna sem nú virðist þegar vera mótaður og kynntur í Dagblaðinu nú fyrir stuttu kemur upp sú spurning hverjum ætla BHM menn að fylla launaumslög sín á meðan þeir eru að frílista sig í fæðingarorlofi gerandi ekki annað í sex mánuði en að strauja híalín og þvo ungbarnableyjur. Á það kannski að vera Gvendur gamli á eyrinni sem alla tíð borgaði skattinn sinn skilvís- lega svo það mætti nota hluta af til að mennta komandi kyn- Kjallarinn Eðvarö Árnason slóð? Það var einhver sem sagði hon- um þegar hann var á yngri árum að besta fjárfesting þjóðarinnar væri menntun, og því skyldu víkingaaf- komendurnir menntast. 19 N gmánai*^ IhásKóVa- jncfaroriO* _----------------------- i mannd'__________ --^7Ungaro^{sniaöur barp. '«nns . . ." i I i iii"' , ,Ei*n,sl s i vera fjarver- s,arfsn''nn . ^YfirvmnukauP V«B' 'sUb l°/o. ei*a 4 ® r annab 6 'tLs&ur grcift* ^múnaftariaunurr. > Hcr vcroi • cinun' , starfs- \ r OR U»** 1 f'mánaUariaunum p«j- ^^una^Srrns- ^V,'^anna%fúrrnenn>f“\k.e6a ! ssrsý- JSSU Það eru margar spurningar sem vakna hjá þeim óupplýstu. Hafa landsfeðurnir blekkingar í frammi, þcgar þeir tala um minnkandi tekjur af fiskveiðum? Eða landbúnaðar- vandamál, sem kostar þjóðarbúið þúsundir milljóna? Olíukreppu, sem enginn sér fyrir í dag hversu marga milljarða kostar? Eða erlenda skuldasúpu þjóðarinnar? Landsfeðurnir hljóta að hafa verið með blekkingar. Það getur ekki verið að þeir sem hafa hlotið háa menntun og ættu vegna menntunar sinnar að vera viðsýnni en þeir óupplýstu, geri slíkar kröfur að öðrum kosti. Ekkert verður til af engu. Ætla má að BHM menn hafi lært þetta því nú segja þeir: Fyrst er að búa til barnið og fá sex mánaða frí og svo tvo mán- uði út á meltingartruflanir barnsins, þegar móðurmjólkin er ekki lengur fyrir hendi. Einn mánuð vegna eyrna- bólgu barnsins vegna kuldans i barnavagninum. Þarna hefði gamli reikningskennarinn sagt að væru komnir níu mánuðir í frí fyrir BHM manninn, en í kjarakröfugerð þeirra segir: „Geti starfsmaður ekki sótt vinnu vegna veikinda barna skulu um þau forföll gilda söntu reglur og unt veikindi starfsmanns”. — „Ríkis- sjóðurgreiðiO,25% af laununt starl's- manns í eftirmenntunarsjóð”. Ef- laust þurfa BHM-menn á eftirmennt- un að halda til að konia sér inn i ábyrgðar- og vandasömu störf sín aftur eftir kannske margra mánaða fjarvistir. — Já, mennt er máttur. Eövarð Árnason lögregluvarðstjóri. Kvikmyndatökumaður inn Vilmos Zigmond Um þessar mundir er sýnd í einu kvikmyndahúsi Reykjavíkurborgar ein umtalaðasta mynd sl. árs sem er Hjartarbaninn. Hér á landi eins og annars staðar hafa verið mjög skiptar skoðanir um efni og ágæti myndar- innar. En hvort sem menn eru sam- ntála eða ekki þá hefur myndin skapað nýjan umræðugrundvöll um stríðsrekstur. Ekki var ætlun undirritaðs að taka efni myndarinnar til untræðu hcldur rcyna að varpa Ijósi á þátt kvik- myndatökumannsins i gerð Hjartar- banans. Þegar rætt er um kvikmyndir vill þáttur hans oft vera vanmetinn og fellur hann því oft i skugga leikstjór- ans. Kvikmyndatökumaður Hjartar- banans er Vilmos Zigmond einn af virtari kvikmyndatökumönnum Bandaríkjanna í dag. Hann cr Ung- verji að uppruna en tlúði ásamt félaga sínum Laszlo Kovacs 1956 þegar Rússar kæfðu uppreisnina í Ungverjalandi. Báðir stunduðu þeir nám við Academy of Filnt and Theatre Arts i Budapest. Nú 20árum síðar eru þcir í fararbroddi nýju kvik- myndakynslóðarinnar í Hollywood ásanrt mönnum eins og Steven Spiel- berg, Robert Altman, Michacl Cimino og Bob Rafaelson, en þeir hafa kvikmyndað sumar mynda þeirra. Úr „Hjartarbananum” Löng leið V Þótt þeir séu nú komnir i þessa stöðu var leiðin á toppinn bæði löng og erfið. Meðan þeir voru að koma undir sig fótunum t ókunnu Iandi unnu þeir að kvikmyndun B mynda en smátt og smátt barst út orðrómur unr vönduð vinnubrögð þeirra félaga. Nýlega birti tímaritið American Film viðtal við þá Vilmos Zsigmond og Laszlo Kovacs. Hér á eftir fer út- dráttur úr viðtalinu við Vilmos og þó sérlega þvi sem viðkemur þætti hans í gerð Hjartarbanans. SP: Yfirbragð myndar er oftast árangur samvinnu leikstjóra og kvik- myndatökumanns. Hvað myndir þú segja um framlag þitt í mynd eins og Hjartarbaninn? VZ: Hjartarbaninn er gott dæmi um „leikstjóramynd”. Enginn getur tekið heiðurinn af Michael Cimino. Þetta er hans mynd, hans útfærsla, hans hugmyndir um hvernig myndin ætti að vera. Hann skoðaði fyrri verk mín scm kvikmyndatökumanns og fannst ég geta túlkað það sem hann hafði í huga. . . Myndrænt séð vorum við á sömu bylgjulengd frá upphafi til enda. Tæknibrellur SP: Hve miklum tíma varðir þú i undirbúningsvinnu fyrir Hjartarban- ann? VZ: Við Michael ræddumst við í viku um ytra yfirbragð myndarinnar. Ég fór síðan til Thailands og eyddi þar viku til að finna réttar sviðsmyndir sem voru svo aldrei notaðar. Síðan eyddi ég annarri viku i Pennsylvaníu og Ohio sömu erinda. En það er mjög erfitt svona í byrjun að ákveða útlit myndar. Þetta er háð svo mörgum þáttum. f okkar tilfelli voru ákveðnir þættir sem við vildum ná fram. Við vildum láta myndina gerast að hausti til, vildum fá fram kuldalegt yfir- bragð og láta myndina hafa gulbrúna áferð. SP: Hvenær var kvikmyndað í Bandarikjunum? VZ: Yfir sumartímann því miður. Upphafleg áætlun okkar var að byrja i febrúar sem hefði verið heppilcgra. Við fengum hins vcgar ekki grænt Ijós fyrr en í júní. En Micliael vildi samt þetta haustlega yfirbragð. Hann lét meira segja lita grasið gulbrúnt. Tæknibrelludeildin úðaði kemiskum efnum yfir grasið, svo eftir 3—4 vik- ur var það orðið gulbrúnt á litinn. Þegar kvikmynduð voru atriðin fyrir utan kirkjuna voru öll lauf nærliggj- andi trjáa týnd af. Við héldum að við hefðum drepið trén en nokkrum mánuðum síðar fengum við bréf frá prestinum þar sem hann sagði að það væri komið vor nú í október. 360 gráður SP: Hvernig tókstu atriðið í sam- komuhúsinu? VZ: Michael sagði að við þyrftum að geta kvikmyndað allan salinn svo við kvikmynduðum 360 gráður. Ég full- yrði að það var varla sá blettur á gólf- inu sem myndavélin ekki sá nteðan á kvikmyndun stóð. Við hófum kvik- myndatökuna með einni vél en í sumum atriðunum vorum við með þrjár til að minnka álagið á leikurun- um. í mörgum tilvikum þurftum við að kvikmynda sum atriðin 27 sinn- um áður en við vorum ánægðir. Michael var á höttum eftir einhverju óvenjulegu. Til dæmis féll Robert DeNiro í einu dansatriðinu á gólfið. Michael þurfti á þessu smáslysi að halda, þetta var eins og í raunveru- leikanum. SP: Hverjir eru uppáhaldskvik- myndatökumenn þínir? Kvik myndir BaldurHjaltason VZ: Það eru margir. Ég get ncfnt nokkra svo sem Gordon Willis, Haskell Wexler, Conrad Hall, Laszlo Kovacs, Owen Roizman og Billy Fraker. Ég er mjög hrifinn al' þeim ensku. Geoffrey heitinn Unsworth — liann var einn af uppáhaldskvik- myndatökumönnum minum — einnig Billy Williams. En ég vil ekki nefna flciri nöfn því þá mun cg sleppa svo mörgum. Áhrifavaldar SP: Eru það einhverjir sérstakir kvikmyndagerðartnenn sem eru áhrifavaldar í kvikmyndun þinni? VZ: í hvert sinn sem þú scrð kvik- mynd sem er kvikmynduð af öðrum en sjálfum þér þá verður þú fyrir áhrifum. The L.ast Tango in Paris sem Vittorio Storaro kvikmyndaði hafði áhrif á næstu mynd ntina sem var Cinderclla Liberty. Raunar var það þá sem ég byrjaði að blanda Ijós- um vegna þess hve Storaro gerði það fallcga i l.ast Tango. Ég hafði að vísu gert það áður einstaka sinnum en eft- ir að hafa séð myndina var ég sann- færður að þetta væri rétta aðferðin. í hvcrt sinn sem ég sé Gordon Willis mynd verð ég fy " áhrifum. Við höfum allir áhrif á e ' ,an. SP: Eru aðrir IísUi.iví,., :m hafa haft áhrif á þig? VZ: Fyrir okkur myndatökumennina eru góðir málarar þeir málarar sem eru snillingar i meðferð birtu. Ég sá nokkrar myndir eftir Georges de '.a Tour og sagði „Guð minn góður, hvar lærði hann lýsingu.” \ sautjándu öld var mikið um góð.t beitingu Ijóss. — Og svo er það Rent- brandt og Goya ásamt öðrunt málur- um sem kunnu að notfæra sér bi t- una til að tjá sig. SP: Er einhver ákveðin ntynd sem þú ert stoltur af — Hjartarbaninn? VZ: Ég held það sé besta myndin mín. Ég nefndi alltaf eina mynd sem var í uppáhaldi hjá mér en það var McCabc and Mrs. Millcr. Ég held að kvikmyndunin eigi aldrci að vera rikjandi þáttur í kvikmynd. Kvik- myndunin í Hjartarbananum er ekki áberandi í mínum augum. Hún kælir ekki myndina. Hún fylgir sögunni. Hún reynir ekki að segja hve góður ég sé eða hve lýsingin sé góð. Hún cr á sömu bylgjulengd. Lcikurinn, lcik- stjórn, tónlist og myndataka eru öll á sömu bylgjulengd. Það cr þetta sent ég vil og ég held að kvikntyndun cigi að snúast um þetta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.