Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. 9 Erlendar fréttir REUTER San Francisco: Mesti jarðskjálfti í sjotiu ar Skýjakljúfar sveifluðust, lestir stöðv- uðust, og skiptiborð á lögreglustöðvun trufluðust vegna of mikils álags eftir að mesti jarðskjálfti síðastliðin 67 ár skefldi íbúa San Francisco og nágrennis í gærkvöldi. Vitað var um sex manns sem fluttir voru í sjúkrahús með hjarta- áfall vegna jarðskjálftans. Tveir skjálftar riðu yfir með þrjátíu sekúndna millibili. Styrkleiki þeirra mun hafa verið 5,5 og 5,9 stig á Richter skala. San Francisco lagðist því nær algjörlega í rúst af völdum jarð- skjálfta árið 1906. Að þessu sinni munu skemmdir á húsum ekki hafa orðið. Svíþjóð: Eiturbyrlarinn á elliheimilinu ekki sakhæfur Geðlæknar og sálfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu að piltur- inn sem byrlaði gömlu fólki eitur á sjúkrahúsi í Malmö í Svíþjóð og var handtekinn fyrir nokrum mánuðum, sé ekki heill á geðsmunum og því ekki fært að ákæra hann fyrir morð á því fólki sem lézt af hans völdum. Bæði ákæruvaldið og verjandi piltsins hafa fallizt á þessa niðurstöðu sérfræðing- anna. Mun hann því ekki verða ákærður fyrir þrettán morð sem sönnuðust á hann og auk þess fjórtán morðtil- raunir. Upp komst um piltinn þegar hjúkrunarkona ein prófaði drykk sem hann hafði blandað fyrir gamla fólkið. Kom þá í ljós að drykkurinn var banvænn. Sviss: Tuttugu ára fangelsi bíður Þrír félagar í spænsku útlendinga- hersveitinni geta átt von á allt að tuttugu ára fangelsi í Sviss fyrir flugrán. Þeir hertóku á sunnudaginn DC-9 þotu frá spánska flugfélaginu Iberia og kröfðust þess að henni yrði flogið til Frakklands. Þar fengu þeir ekki lendingarleyfi og lokin urðu þau þotan lenti í Sviss og ræningjarnir gáfustupp. Miðbaugs Gfnea: Fyrri forseti leikurenn lausum hala Francisco Macias Nguema sem rek- inn hefur verið frá völdum í Miðbaugs Gíneu er enn frjáls og nýtur stuðnings lífvarðar síns. Að sögn utanríkisráðu- neytisins í Madrid, en Miðbaugs Gínea er fyrrum spænsk nýlenda, er ekki ljóst hvar hinn rekni forseti heldur sig. Nguema setti ríki sitt á hausinn og stóð fyrir ógnarstjórn og mikill fjöldi fólks hefur flúið land undan ógnar- stjórn hans. Iran: Boða olíuhækkun vegna lækkunar dollarans —málið rætt á skyndif undi OPEC ríkjanna í byrjun næsta mánaðar Búast má við miklum þrýstingi olíuframleiðsluríkja um að olíuverð hækki vegna fails dollarans á al- þjóðamörkuðum. Verður mál þetta tekið fyrir á skyndifundi OPEC ríkjanna, helztu olíuútflutningsríkja sem haldinn verður í byrjun næsta mánaðar. Kom þetta fram í viðtali við aðstoðarfjármálaráðherra Íransí morgun. Ráðherrann sagði að á skyndifundinum yrðu ræddar leiðir til að mæta hinu stöðuga sigi doll- arans, sem meðal annars mætti vinna á móti með verðhækkun á olíunni. Einnig sagði hann að raddir væru um að hætta þeirri venju að binda alþjóðlegt verð á olíu algjörlega við dollarann. Sagði ráðherrann að flest ríki OPEC væru fylgjandi þeirri hug- mynd. VUdu fulltrúar olíuút- flutningslandanna að skráning doU- arans sem olíugjaldmiðUs yrði tengd öðrum stöðugum gjaldmiðlum. Slík ákvörðun mundi síðan veikja dollar- ann enn meira, að áliti ráðherrans. í hvert skipti sem olíuverðhækkun yrði, mundi kostnaður Bandaríkjanna vegna olíuinnflutnings aukast enn meira. Sérstök nefnd á vegum ríkjanna í OPEC hefur að undanförnu unnið að því að finna heppilega lausn á þessum málum og þá sérstaklega lausn sem ynni á móti falU dollarans. Hefðí bæði verið rætt um að binda olíuverð við aðrar og stöðugri alþjóða myntir en dollarann og einnig hefði komið til tals að miða olíuverðið við skráningu á yfirdrátt- arheimildum, sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn veitir löndum, sem eiga aðild aðsjóðnum. 7 % \ ||||::. 9HHB I mm Munsenn snúaaftur Shahpur Baktiar fyrrum forsætis- ráðherra írans, sem ekkert hafði spurzt til í sex mánuði, kom skyndi- lega fram í dagsljósið í París í fyrri viku. Á blaðamannafundi sem hann hélt um helgina sagði hann að Íran væri nú nær algjörlega stjórnlaust og ekki væri þess langt að bíða að þar drægi til tíðinda. Hann sagðist sjálfur eiga eftir að gegna hlutverki i stjórnmálum írans þósíðaryrði. Baktiar var síðasti forsætisráðherr- ann sem keisarinn skipaði og þá til að reyna að friðmælast við Khomeini og menn hans. Það tókst þó ekki og varð Baktiar að flýja land um það bil mánuði eftir að keisarinn hvarf þaðan. Hvarf hann alveg og var jafn- vel orðrómur um að hann hefði verið ráðinnafdögum. Baktiar hrósaði mjög transher á fundinum um helgina. Sagði hann að blóðsúthellingar hefðu orðið mun meiri en raun varð á eftir byltinguna ef herinn væri ekki vel þjálfaður og agaður. Fregnir frá Teheran herma að sex manns hafl verið teknir af lífi í íran síðustu daga fyrir svik við byitingar- stjórnina. Er tala þeirra sem teknir hafa verið af lífi þá komin upp í 336 manns frá því að byltingin var gerð. Systir keisarans brottrekna skoraði á kynsystur sínar í íran að risa upp og berjast fyrir réttindum sínum, sem væru fótum troðin. Kom þetta fram í útvarpsviðtali við hana í Bandaríkjunum en þar býr hún nú. vertu ekki of seinn Misstu ekki af möguleikanum á stórum vinningum, endurnýjaðu því tíman- lega. Mundu að endurnýjun hefst 14 dögum eftir drátt í hverjum mánuði. Við drögum lO.ágúst 8. flokkur 18 @ 1.000.000- 36 — 500.000- 324 — 100.000- 846 — 50.000- 8.739 — 25.000- 9.963 36 — 75.000- 9.999 18.000.000- 18.000.000,- 32.400.000- 42.300.000,- 218.475.000- 329.175.000- 2.700.000- 331.875.000- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Menntun í þágu atvinnuveganna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.