Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 28
28
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979.
Sumarsyrpa 79
Það er merkilegt hve mikið úthald
myndlistarfólk hgfur nú í seinni tið.
Hásumarið sem eitt sinn þótti mynd-
listarleg eyðimörk, virðist nú
blómstra sem gróðursæl vin og ekki
liður svo helgi að einhver bjartsýnis-
manneskja opni ekki sýningu. Ég sé
nú ekki að þetta þurfi að vera
úmælisvert athæfi, því vilji mynd-
listargagnrýnandi hvíla lúin bein eftir
veturinn, þá ætti hann að geta það
cins og aðrir þegnar þjóðfélagsins.
Allir aðrir sem ekki eru þreyttir, geta
svo skroppið inn úr sólinni og skoðað
myndlist. Ferðamenn eru að sjálf-
sögðu æstir í slíkt. En kannski er
þessi hásumarvertíð hilling ein — til-
raun til að æsa fólk upp á þeim tíma
sem það vill vera í friði.
Austurlenskt
Enda staðfesta þær tölur sem og
hef haft aðgang að, að sumarsýning-
areruenn mikiðströgl —og sannast
sagna hefur ansi fátt nýstárlegt og
spennandi verið til sýnis þennan mán-
uð sem undirritaður gerði tilraun til
að hvíla sig. Markverðust fannst mér
reyndar lítil sýning sem enginn gagn-
rýnenda taldi sér fært aðgeta unt fvrr
n á síðasta degi. Þetta var sýning
bretans Peter Schmidt á vatnslita-
myndum i Gallerí Suðurgötu 7.
Schmidi var hér fyrir ári og hreifst af
íslenskri náttúru og var afraksturinn
tn.a. á þessari sýningu. Það \ar allt
að því austurlenskur blær yfir verk-
um hans og hið annars óstýriláta ís-
lenska landslag stafaði af sér ró og
birtu. Burtséð frá hinni persónulegu
myndsýn, þá var tækni Schmidts
hreint frábær.
Ábyrgð
Norræna húsið efndi til sumarsýn-
ingar sem enn stendur og eins og áður
eru þrir myndlistarmenn heiðraðir,
— Gunnlaugur Scheving, Hrólfur
Sigurðsson og Hafsteinn Austmann.
Ég hef áður fjallað um þá ábyrgð sem
fylgir þessum sýningum, því hér er
verið að draga upp mynd af íslenskri
myndlist fyrir erlenda gesti fyrst og
fremst. Val hefur áður misheppnast
og þátttakendur sumir verið ansi
langt frá því að gefa nokkra hug-
mynd um þróun lista á landinu. Enn
er Norræna húsið fjarri þvi marki og
verða gestir að leita annað ef þeir
ætla að fá einhverja innsýn í
,,Islandsk konst i dag”. Hafsteinn
Austmann er t.d. einn veikasti hlekk-
urinn í keðju þeirra myndlistarmanna
sem enn stunda afstraktlist. En margt
augnayndi er samt á þessari sýningu,
— t.d. málverk Schevings sem gefa
góða hugmynd um list hans á
ákveðnu timabili og er fráleitt að
nefna þau ,.veigalítil” eins og kollegi
minn á Mbl. gerði ur Jaginn.Ekki er
nema von að eiganda þeirra sárnaði.
Röggsemi
Mátti einnig sjá að Hrólfur er
meðal fárra myndlistarmanna
islenskra sem meðhöndla landslag af
röggsemi. En hafi Norræna húsið
einlægan áhuga á að kynna islenska
myndlist í dag, er hópsýning eðlilegri
vettvangur.
Það er víst sumar að Kjarvals-
stöðum, þótt það fari lítið fyrir þvi
annars staðar. Þrir hópar sýna þar út
þennan mánuð, Galleri tangbrók,
Septem og Myndhöggvarafélagið.
Það er ósköp notalegt að rölta á milli
hinna ýmsu greina, þótt samanlögð
hafi listræn upplifun mins vesalings
verið svona rétt i meðallagi. Margt
gott má segja um einstök verk þeirra
Langbróka, en innileiki þeirra og nett
náttúra krefst annars umhverfis en
gímalda úr grásteini. Á þessum stað
eru þau eins og krækiber á hinum
staðnum.
Engin
straumhvörf
Ekki bjuggust menn við straum-
hvörfum á sýningu þeirra Septem
manna og því varð enginn fyrir von-
brigðum. Hér eru fastir liðir eins og
venjulega, nema hvað Sigurjón
Ólafsson er enn síkvikur og jafnvel
farinn að koma sjálfum sér á óvart.
Sjálfum kom mér á óvart hve mjög
Steinþóri Sigurðssyni hefur hrakað í
seinni tíð og satt að segja man ég ekki
eftir verri heild frá hans hendi en
■Cj:
X
Ui ) gsl
PETER
SCHMIDTl
í‘r-29 Túlí
ásA
VATNSLITIR
Peter Schmidt fyrir utan sýningu sina.
Frá sýningu Gallerf Langbrókar að Kjarvaisstöðum.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
>5
þeirri sem nú hangir uppi að Kjar-
valsstöðum. Nú vcrður einhver að
setjast niður og íhuga sinn gang. En
Listasafnið sá sér leik á borði og
keypti eitt stærsta málverk sýningar-
innar, eftir starfsmann sinn. Og átti
þó nokkur fyrir.
Sýning Myndhöggvarafélagsins
sannar svo það sem marga grunaði,
— að skúlptúr er svo illa á vegi
staddur á íslandi að grípa þarf til rót-
tækra ráða til að halda í honum lífi.
Með örfáum undantekningum er hér
verið að vinna úr nær hálfrar aldar
gömlum hugmyndum og fæstar
þeirra eru af innlendum stofni eða
byggjast á þeim möguleikum sem is-
lenskt umhverfi býður upp á. Kann-
ski að Eyjólfur hressist þegar bú-
skapur hefst að Korpúlfsstöðum.
F17900 F17900
Til sölu
4 til 5 herbergja íbúð, 110 ferm, á 3. hæð við
Dalsel. Þvottahús innan íbúðar. Verð 25 millj.
JÖN E. RAGNARSSON HRL.
TÚNGÖTU 5.
ÆTLIÐ ÞÉR í FERÐALAG ERLENDIS?
VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR,
HVAR SEM ER í HEIMINUM!
BÍLALEIGA AKUREYRAR
Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91—86915.
Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715.
Vetrartízkan íParís:
Axlapúðar í jökkum
og pilsin styttast
Nú fyrir stuttu var sýnd í París haust-
og vetrartízkan ’79-’80. Það sem cin-
kennir fatnaðinn i vetur eru vattefni
sem virðast vera í flestum utanyfirflík-
um. Axlapúðar verða allsráðandi og er
óhætt að segja að tizkan sé breið og
stíf, eins og nteðfylgjandi myndir sýna
glöggt.
Axtapúðar voru vinsælir í tízkuheim-
inum í fyrravetur líka, en settu að visu
engan svip á tízkuna hér heima. Þó
voru einstaka stúlkur, þá helzt þær sem
hafa farið erlendis til að verzla, sem sá-
ust i axlabrei^ no iókkum.
Það veku iik.i .■ftirtekt í vetrartízk-
unni að hattar cru ómissandi þáttur til
að gera konuna kvenlega, en kvenleg
skal hún vera og hanzka skal hún bera.
Það vakti lika sérstaka athygli á sýn-
ingunni að kjólar og pils eru farin að
styttnst og á nú að sjást í hnéskelina
aftur. Ellaust verða cinhverjir fegnir
því, að minnsta kosti karlkynið.
- ELA
Pierra Cardin sýndi þessi föt, vetrar-
frakki úr uil, meö axlapúöum og hatti i
stíl.