Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 21
Kvik
myndir
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979.
Einmanaleiki
og rótíeysi
Looking forMr Goodbar tekur fyrir líf ungrar
kennslukonu íManhattan
Tvöfalt Irferni
Loks kemur að því að Theresu
þrýlur biðlund og flytur í eigin íbúð í
Manhattan ekki fjarri systur sinni.
Hún gerist kennari daufdumbra
barna en vantar samt sem áður ein-
hverja fyllingu í lífið. Því reynir hún
að breyta liferni sínu. Á daginn er
hún áhugasamur kennari og lifir sam-
kvæmt þeim siðareglum sem hún er
alin upp við. Þegar kvölda tekur
verður breyting á. Hún leitar út á
lífið og stundar stíft vínstúkur hverf-
isins þar sem hún stofnar til skamm-
vinnra kynna við ýmsa furðufugla.
Til að byrja með reynist Theresu
mögulegt að lifa þessu tvöfalda lífi en
þegar fer að líða á myndina koma
fram margvísleg vandamál. Loks
þegar hún ákveður að segja skilið við
vinstúkurápið reynist það of seint.
Looking for Mr. Goodbar tekur
fyrir margar hliðar á því að búa sem
einstaklingur í stórborg. Að mínum
dómi lýsir myndin þessum einmana-
leik vel, eins og byrjun myndar undir-
strikar. Hún er sett saman úr svart-
hvítum myndum sem gefa kuldalegt
yfirbragð. Samt sem áður segist
Theresa sjálf ekki vera einmana sbr.
svar hennar: „Ég er ekki einmana,
baraein.”
Heiti: Looking for Mr. Goodbar.
Leikstjórn: Richard Brooks
Handrit: Richard Brooks, byggt ó samnefndri
sögu Judith Rossner
Kvikmyndun: Wiiliam A. Fraker
Klipping: George Grenville
Tónlist: Artie Kane
Gerð f Bandaríkjunum 1977
Aðalhlutverk: Diane Keaton
Tuesday Weld
William Atherton
Richard Kiley
Richard Gere
í kjölfar aukinnar kvenréttinda-
baráttu hafa hlutverk kvenna i kvik-
myndum tekið nokkrum breytingum
undanfarin ár. Farið er að framleiða
myndir sem sýna betur tilveruna frá
sjónarhóli kvenna í stað þess að hafa
karlmanninn sifellt í brennidepli.
Flestar þessar myndir eru ókomnar
til landsins en þó hefur Looking for
Mr. Goodbar skotið upp kollinum og
er vonandi enn sýnd þegar þetta birt-
ist. Myndin er byggð á samnefndri
metsölubók Judith Roosner en hún er
í hópi þeirra kvenrithöfunda sem
hafa náð vinsældum samfara kven-
réttindabaráttunni.
En lítum á efnisþráðinn. Sögu-
sviðið er árið 1975. Theresa Dunn,
sem er ein þriggja dætra rómversk-
kaþólskrar fjölskyldu, er að útskrif-
ast úr háskóla. Hún hefur átt ástar-
samband við einn kennara skólans og
hefur það reynst henni þungbært.
Einnig er sambúðin við foreldrana
stormasöm þar sem faðirinn er ráð-
ríkur, uppstökkur og hleypidóma-
fullur.
baráttu og vanda Theresu heldur en
löng greinargerð. Hún er stödd á vín-
stúku og býður þjóninum upp á sjúss
í tilefni síðustu heimsóknar hennar
þangað. Hann svarar neitandi vegna
þess að „einn er of mikið, milljón
ekki nóg.” Theresa tekur undir og
segir þetta vanda hennar gagnvart
karlmönnum.
Að ræða málin
í heild sinni er hér um dágóða
mynd að ræða þótt undirritaður hafi
á tilfinningunni að hægt væri að gera
miklu meira úr þessum efnivið.
Einnig virkuðu ruglandi svokölluð
„flashbacks”, þ.e. þegar sögusviðið
er allt í einu fært úr einu tímarúmi i
annað. Diane Keaton leikur Theresu
af stakri prýði. Hún hefur lítið leikið
í kvikmyndum fyrir utan myndir
Woody Allen sem virðast sniðnar
fyrir hana. Samt sem áður sýnir hún
á sér allt aðra hlið í hlutverki Ther-
esu. Og svo smátillaga. Þvi ekki að
^setjast inn á kaffihús að lokinni sýn-
ingu og ræða í ró og næði innihald
myndarinnar. Myndir eins og Look-
ing for Mr. Goodbar eru einmitt til-
valdar þvi efnið er bæði áhuga- og at-
hyglisvert og svo má búast við að allir
séu ekki á sama ntáli.
BaldurHjaltason
Theresa að berjast við að losna undan
áhrifum uppeldisins og verða sjálf-
stæð. Andstæða hennar er svo systir-
in Katrín sem finnur lausn á lífsvand-
anum í pillum og áfengi. Raunar lýsir
ein setning í myndinni betur innri
Aukið sjálfstæði
Aukið frelsi konunnar og efna-
hagslegt sjálfstæði gagnvart karl-
manninum hefur á undanförnum
árum orsakað að konur hafa í æ rík-
ari mæli keypt sér eða leigt sjálfar
íbúðir. Þetta hefur verið hluti eðli-
legrar þróunar nútíma konu. En ef
við snúum okkur að næturlífi
Theresu þá er um allt aðra stöðu að
ræða. Enn sem komið er hefur verið
talið sjálfsagt að karlmaðurinn
stundaði einn vínstúkur til að kynn-
ast þar konum til ásta um nætur-
skeið. En í tilviki konunnar (Theresu)
þásnýstdæmið við.
En hver er tilgangur Theresu með
þessu? Hún er að leita eftir kynferðis-
legu samneyti en ekki ást eða um-
hyggju. Hún er að endurskapa
ákveðinn ímyndaðan hugarheim sem
að mörgu leyti er andsvar gegn lifi
foreldra hennar. Líkt og daufdumbu
nemendurnir sem eru að læra að tala
til að ná betri fótfest í lífinu þá er Meginþungi myndarinnar hvílir á Diane Keaton í hlutverki Theresu.
Líttu ti/ okkar
Við höfum langmesta úrval svefnherbergishús-
gagna á íslandi.
Bíldshöfða 20 - S*81410 - 81199
Sýningahöllin- Artúnshöfða
—-fr? Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njólsgötu 49 - Sími 15105
BankasirœH9 sími 11811