Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 07.08.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 1979. mm gw sffiM mMi Eitt af athyglisverðari fyrirbrigð- um, sem fram hafa komið í rokkinu um langt skeið er án efa Devo. Fimm manns skipa þessa hljóm- sveit, sem upprunnin er frá Akron í Ohio-ríki. DEVO var stofnuð fyrir fjórum árum af Jerry Casale, fyrr- verandi myndlistarnema. Hann fékk til liðs við sig skólabróður sinn, Mark Mothersbaugh og síðar bættust við bræður beggja, Bob fyrsti og Bob annar. Fimmti liðs- maðurinn, Alan Myers, var svo ráðinn sem trommuleikari. „De-Evolution” Árið 1975 gerðu liðsmenn DEVO kvikmynd, sem nefnist „The Truth about DE-Evolution”, þar sem þeir setja fram samnefnda kenningu sína um úrkynjun mannsins. Casale hugmyndafræðingur grúppunnar segir: „Við lifum í þjóðfélagi þar sem rétt og rangt, kapítalismi og kommúnismi eru orðin algjörlega merkingarlaus hugtök. Þjóðfélag vort er tækniþjóðfélag sem stjórn- að er af stórfyrirtækjum og sam- steypum. Ein helzta ástæðan fyrir þeirri hnignun sem hinn vestræni heimur stendur frammi fyrir í dag er sú tvíræðni sem felst í goðsögn- inni um ameríska drauminn.” Þessi kenning er svo sem ekki ný undir sólinni en hún fær góðan hljómgrunn nú er tækniþjóðfélagið virðist í sjálfheldu. Orkukreppa yfirvofandi, hættan sem stafar af nýtingu kjarnorkunnar kristallaðist í slysinu við Three Mile Island og vaxandi mengun í stórborgum gerir það að verkum að útivera og líkam- leg iðkun geta verið allt að því hættulegar. Umrædd kvikmynd hlaut verð- laun á kvikmyndahátíð í Michigan- ríki og orðrómurinn um DEVO breiddist út. Árið 1977 gáfu þeir út Sigurjón Sighvatsson all nýstárlega útsetningu af Stones- laginu Staisfaction. Þótt platan fengist ekki spiluð í útvarpsstöðv- um, aflaði hljómsveitin sér fjölþa aðdáenda og athygli hljómplötu- fyrirtækjanna var vakin. í kjölfarið fylgdi hljómplötu- samningur við Warner bræður. Breiðskífan ARE WE NOT MEN? WE ARE DEVO kom út um síðast- liðin áramót. Upptöku hennar stjórnaði snillingurinn Brian Eno. Hún fékk góða dóma hjá gagnrýn- endum. Nú í júní kom svo út önnur plata hljómsveitarinnar, DUTY NOW FOR THE FUTURE. Hún þaut strax upp vinsælalista hér vestanhafs og skyndilega var uppselt á alla tónleika hljómsveitar- innar, þar sem sviðsframkoman var ekki síður nýstárleg en tónlistin og hugmyndafræðin. Liðsmenn DEVO klæðast sam- festingum iðnverkafólks milli þess sem þeir bregða sér í knattleiksbún- inga og setja á sig öryggishjálma. Sviðsframkoman er líkust því sem vélmenni séu á ferðinni. DEVO beita fjölmiðlatækni óspart. Tón- leikar þeirra eru sambland af kvik- myndum Ijósasýningum, tónlistar- flutningi og ýmsum öðrum tækni- brögðum. Tónlistin er sambland af rokki og vélrænni tónlist iiikingu við Kraftwerk hinna þýzku. Leið- andi hljóðfæri er synthesi/.erinn og einnig notar hljómsveitin clcktrón- isk áhrifahljóð mikið. í Santa Monica Civic Center Fyrir skömmu gafst undirrit- - uðum tækifæri á að hlýða á DEVO á tónleikum. Þeir voru haldnir í Santa Monica Civic Center, sem er nokkurs konar Laugardalshöll þeirra Santa Monica manna. Þegar við nálguðumst hljómleikasalinn hafði safnazt saman fjöldi fólks, sem flest var afar sérkennilega klætt; í samfestingum, eða knatt- leiksbúningum, með hjálma á höfðinu eða gasgrímur fyrir andlitinu. DEVO er ekki bara hljómsveit heldur einnig tízka. Hér var samt ekki um táninga að ræða heldur ungt fólk um og yfir tvítugt. Greinilegt er að DEVO höfða fremur til hinna „hugsandi” ung- menna en hinna. Á slaginu klukkan ellefu kynnti þulurinn DEVO. Þegar upphófust mikil fagnaðarlæti, en í stað þess að hljómsveitin kæmi fram var sýnd kvikmynd. Ekki virtist það skipta áheyrendur neinu máli. Þeir sungu með og klöppuðu í takt við mynd- ina. Síðan kom stutt hlé unz kapp- arnir birtust sjálfir á sviðinu. Leik sinn hófu þeir á hinu svonefnda „Devo Corporate Anthem”, sem er leikið af tölvustýrðum synthesizer án þess að mannshöndin komi þar nærri. Meðan á þessu stendur hrey fa DEVO menn sig eins og upp- trekkt vélmenni. DEVO gera yfirleitt mikið grín að rokktónlist eins og hún hefur þróazt fram til dagsins í dag. Einkum verða gítarleikarar svo sem Jimi Hendrix og Jimmy Page fyrir barðinu á þeim. Þeir skopstæla hreyfingar þeirra og tónlist. — Casale segir sem svo: „Flestar rokkhljómsveitir hafa ekkert að segja lengur, nema ef vera skyldu David Bowie og Roxy „Við erum bara venjulegir strákar með gr> ..idarvfsi- tölu fyrir neðan meðallag.” -— Liðsmenn hljóm- sveitarinnar DE- VO I einum af sln- um uppáþaldsbún- ingum, fótbolta- klæðnaði. Áheyrendur áttu mikinn þátt i að skapa þá góðusteminningu en r kti ’< Ijóm- leikunum. Music. En DEVO er ekki ádeilu- hljómsveit. Slíkt væri andspyrna gegn rikjandi ástandi. Við litum á tónlist okkar og hugmyndafræði sem svar við því, sem orðið er úrelt.” Því verður hins vegar ekki neitað að tónlist DEVO byggir á hefðum rokksins og greinilegt var að áheyr- endur kunnu bezt að meta rokklög hljómsveitarinnar, eins og Jocko Homo og Mongoloid. Kaldhæðnis- legt er að útsetningar DEVO á gömlum rokklögum eins og Satis- faction og Secret Agent Man’s eru líklega það bezta sem hljóm- sveitin hefur gert tónlistarlega séð. Eins og margir listamenn, sem ekki hafa tónlistarbakgrunn og treysta rr.eira á snjalla hugmynda- fræði en góðan tónlistarflutning, brenna liðsmenn DEVO sig á því að verða músíklcga einhæfir þegar til lengdar lætur. Einkum er söngvar- inn, Mark, Mothersbough, lifandi og í níutiu mínútna skemmtun hljómsveitarinnar var hvergi dautt augnablik, sífellt eitthvað nýtt að gerast sem hélt athygli áheyrenda vakandi. Eins og góðu fyrirtæki sæmir, enduðu DEVO tónleika sína á upp- hafsstefinu „Devo Corporate Ant- hem”. Vegna mikilla fagnaðarláta komu þeir þó fram aftur og kynntu „Booji Boy” vangefið ungbarn, sem á að tákna næstu kynslóð á eftir DEVO i úrkynjunarþróuninni. „Booji Boy” flutti einræðu um hversu dásamlegt lífið verður þegar allir eru orðnir algerlega sljóir og sinnulausir — orðnir kartöflur. En ræða hans fékk ekki hljótngrunn meðal áheyrenda, sennilega vegna þess að þarna var hugmyndafræðin og kennisetningarnar slitnar úr tengslum við sviðsframkomuna og tónlistina. Að þessum þætti undan- skildum skemmtu áheyrendur sér stórkostlega vel og oft á tíðum var ekki siður gantan að fylgjast með þeim en hljómsveitinni. Þessir tón- leikar eru með þeim sketnmtileg- ustu sem undirritaður hefur lent á í langan tima og áttu áheyrendur ekki síður heiðurinn af því en hljómsveitin. Umdeildir spámenn DEVO fyrirbrigðið hefur verið skilgreint af mörgum og sýnist sitt hverjum. Brezka bl,. 'ið Guardian lítur á DEVO sem afs. rengi úrkynj- aðs þjóðfélagskerfis, sem muni drukkna í allri örvæntingunni sem einkennir punkið. Fylgjendur alvarlegri tónlistar segja að DEVO hafi ekki meira listrænt eða félags- legt gildi en hljómsveitin Kiss, sem eingöngu byggir á leikbrögðum, en hefur takmarkaða tónlistarhaifi- leika. Enn aðrir halda þvi fram að DEVO sé eins og hver önnur rokk- hljómsveit sem aðeins hafi það markmið að öðlast frægð og frama og að hugmyndafræði liðsntanna hennar sé full af mótsögnum og geti þvi aldrei leitt neitt gott af sér. Þeir hinir sömu benda á það máli sínu til stuðnings, að meðan DEVO tali um að þjóðfélaginu sé stjórnað af stórfyrirtækjum séu þeir einmitt tengdir einu helzta stórveldi skemmtanaiðnaðarins; Warner bræðrunt. Casale svarar þessum ásökunum: „Eina leiðin til að koma cin- hverjum hugmyndunt á framfæri í dag er að vinna með risunum. Eini möguleikinn sem við höfum til að koma upplýsingum lil fjöldans er í gegnum þeirra kerfi og þeirra pró- gramm. Bylting og uppreisn eru úreltar og gagnslausar aðferðir til að breyta hciminum. Við gcrum það eina sem ábyrgir aðilar geta gert í okkar aðstöðu: Við þræðum hinn gullna meðalveg. Tíminn verður að leiða í ljós hvort hægt er að gera slíkt á árangursríkan hátt.” -SS, Los Angelcs /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.