Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 1
t 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 18. OKTÖBER 1979 — 229. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. r _ " ( ( i i i i i i i i i i i t i i i i i Skuldir Olíumalar hf. nálgast tvo milljarda —framkvæmdastjórinn hættir og spyr hvort eigi að halda iífí í fyrirtækinu —sjábaksiðu Lúðvík Jósepsson hættir Lúðvík Jósepsson alþingismaður og fyrrverandi ráðherra hefur tilkynnt flokksbræðrum sinum á Austurlandi að hann muni nú láta af þingmennsku. Alþýðubandalagið fékk í seinustu kosningum þrjá þingmenn kjörna á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að þingmennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttorms- son fyrrum ráðherra færist upp á lista Alþýðubandalagsins. Margir flokks- menn bera víurnar i Þorbjörgu Arnórsdóttur, Hala, Suðursveit, og vilja fá hana í 3. sætið, sem er líklegt til kjörs á Alþingi, Þorbjörg var seinast í 4. sæti. Lúðvík Jósepsson hefur setið manna lengst á Alþingi. DB hafði sam- band við hann i morgun, en hann kvaðst ekki vilja ræða málið á þessu stigi. -HH. Birgir ísleifur gefur kostásér Birgir ísleifur Gunnarsson borgar- fulltrúi gefur kost á sér i prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Birgir ís- leifur staðfesti ákvörðun sína í samtali við DB í morgun. -JH. Ragnheiður ekkiíframboð Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, sem skipaði þriðja sæti á lista Framsóknar- flokksins á Reykjanesi, gefur ekki kost á sér í framboð að þessu sinni. Ragn- heiður sagði í morgun að hún hefði tek- ið þessa ákvörðun fyrir löngu. -JH. HM sveina: TapgegnEng- landi 1-3 íslendingar töpuðu i gærkvöldi fyrir Englendingum á Heimsmeistaramóti sveina í skák með 1—3. Fyrirfram voru Englendingar álitnir með langsterkustu sveitina og má segja að það hafi verið óheppni íslendinga að lenda í milliriðli með þeim. Jóhann tapaði fyrir undrabarninu Short á 1. borði. Þess má geta að Short v^rð efstur á brezka meistaramótinu ásamt tveimur öðrum og lagði m.a. að velli stórmeistarann heimskunna, Miles. Á 2. borði gerði Jóhannes Gísli jafn- U fli við Hodgson. Elvar tapaði fyrir King á 3. borði og Karl Þorsteins. gerði jafntefli við Pitcher á4. borði. -GAJ Þuriður Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson sungu og léku Tvær úr tungunum við nýjan texta eftir Guðmund á skcmmtuninni í Háskólabiói i gær. Var þvi at- riði tekið sérlega vcl af gestum. — DB-mynd: Bj.Bj. „Veröursvo lengisem einhvervillkoma” — segir Þuríður Pálsdóttir um skemmtunina Hvað er svo glatt sem heppnaðist sériega vel Hvað er svo glatt nefndist söng- skemmtun í Háskólabíói sem Söng- skólinn í Reykjavík stóð fyrir i gær- kvöldi. Fyrir troðfullu húsi skemmtu 15 einsöngvarar og 5 undirleikarar með glensi og gamni og þótti skemmtunin takast með eindæmum vel. Band Björns R. Einarssonar lék einnig með. Skemmtunin var haldin til styrkt- ar húsakaupum Söngskólans. Eins og flestir vita keyptiSöngskólinn í fyrra- vetur hús af norska sendiráðinu. Húsið kostaði 40 milljónir og seinni helminginn af þeirri upphæð á skól- inn aðgreiða nú. öll vinnan við þessa skemmtun er unnin í sjálfboðavinnu og liggur gífurlegt starf þar að baki. Þar sem skemmtunin tókst með eindæmum vel í gær verður hún endurtekin á laugardaginn kemur. Aðgöngumiðaverðinu er reynt að stilla í hóf en miðinn á þessa einstöku skemmtun kostar 4.500 kr. Að sögn Þuríðar Pálsdóttur söng- konu verður skemmtuninni haldið áfram í vetur, svo lengi sem einhver aðsókn verður. -ELA. RAGNARKVADDI MEÐKONÍAKI Ragnar Arnalds fyrrr. mennlamálaráðherra kvaddi samstarfsfálk sitt i menntamálaráðuneytinu með kaffi og koniaki sloxsia daginn I ráðuneyt- ina. Hcr hltvr hann dátt að brandara sem Kristinn Hallsson ftr. er að segja. Ráðherranum Jráfarandi á hutgri hiind er liirgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri. DB-mynd: Ragnar Th. Myndsjáábls.29 Ræða stjómarformanns DB á aðalfundinum og reikningsyfiriit DB 78 — Sjá bls. 15 Bragi Sigurjónsson ráðherra: Rámantískur néttúruunnandi —Lít'sð fyrirsukkið — segirlHH m.a.í viðtalisínu viöBraga á bls. 12 Mun meiri rjúpnaveiði en ífyrra -Sjábls.7 Ætla að senda þúsund svín á Möggu a pnnsessu -Sjáeri.fréttirbls.9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.