Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir fþról Grikkir fyrstir í EM-úrslitin Grikkir urðu fyrstir til að tryggja sér rétt í úrslit Evrópukeppni landsliða, sem verður á Ítalíu naesta sumar—og] það án þess að spyrna knetti í gær. Þá sigraði Ungverjaland Finnland 3—1 í 6. riðli í Debrecen í Ungverjalandi og þar með voru Grikkir sigurvegarar i riðlinum. Því hefði vist enginn spáð, þegar keppnin hófst í fyrra að Grikkir yrðu fyrir ofan Sovétrikin og Ungverja- land í riðlinum. Hins vegar áttu Finnar, sem einnig hafa komið mjög á óvart í þessum riðli, veika von i gær. Til þess þurfa þeir að Iþróttiremeinnig ábls. 18 sigra Ungverja og auk þess Sovétríkin I síðasta leik sínum í riðlinum. Auðvitað var það borin von. Ung- verjar voru þeim miklu fremri í gær. Strax á 23. mín. náði Fekete forustu fyrir Ungverja og 20. mín. síðar var fall Finna staðreynd. Laszlo Kiss náði þá knettinum af mótherja — lék á tvo Finna áður en hann renndi á Fekete, sem aðeins þurfti að renna knettinum í markið. í byrjun síðari hálfleiks tókst Toivola að minnka muninn. Skallaði knöttinn i mark Ungverja — en áður en mínúta var liðin höfðu Ungverjar aftur aukið muninn I tvö mörk. Kuti skoraði. Finnar léku oft laglegan sóknarleik upp að markteig Ungverja en skotin vóru afar slök. Staðan I riðlinum. Grikkland 6 3 12 13—7 7 Ungverjal. 6 2 2 2 9—9 6 Finnland 5 2 1 2 8—13 5 Sovétríkin 5 12 2 5—6 4 Eftir er aðeins leikur Sovétríkjanna og Finnlands. írar hafa enn möguleika á því að komast upp fyrir England í 1. riðli eftir 3—0 sigur á Búlgörum í Dyflini í gær — en sá möguleiki er þó aðeins á pappírnum. Til þess þurfa enskir að tapa þeim tveimur leikjum, sem þeir eiga eftir með miklum mun. írar höfðu öll tök á Búlgörum I gær. O’Leary- bræðurnir, David og Pierce, er léku í fyrsta skipti saman í landsliði, sterkir á miðjunni I vörninni. Þrátt fyrir mikla sókn lengstum tókst irum þó ekki að skora fyrsta markið fyrr en á 40,mín. Mick Martin, Newcastle, skoraði eftir sendingu Liam Brady. Snemma í síðari hálfleik skoraði Tony Grealish annað mark íra og sjö mín. fyrir leikslok skoraði Frank Stapleton þriðja markið með skalla. írska liðið lék oft vel. Arsenal-leik- mennirnir David O’Leary, Brady og Stapleton hættulegir Búlgörum og Steve Heighway sýndi gamla takta á kantinum. Hann hefur unnið sæti sitt á ný í Liverpool-liðinu, lék með gegn Ipswich á laugardag. En þrátt fyrir þennan góða sigur eru möguleikar íra úr sögunni. Þeir eru fjórum stigum á eftir Englandi og eiga aðeins tvo leiki eftir. Tékkneski markvörðurinn Hirner sýndi snilldartal mynd Harðar ver hann snilldarlega frá Ólafi Vfkingi er kominn út úr markinu. SJÁLFMENNTAÐUR UPPFINNINGAMAÐU í EYJUM Þekkirðu fjölskyldu þína? Grísku vínin reyndust góð- UNGLINGAI TÉKKUNUM —en aðeins hluta leiksim áSelfossii íslenzka unglingalandsliðið sýndi Tékkunum tennurnar í skamma stund á Selfossi í gærkvöldi og tókst að minnka fjögurra marka mun í hálf- leik niður í eitt mark. í kjölfarið fylgdu fáránleg- ir dómar norsku dómaranna og sumir íslenzku leikmannanna létu það fara i taugarnar á sér. Endalokin urðu þau að Tékkarnir sigruðu 23— 17 eftir að hafa leitt 12—8 í hálfleik. Geta ungl- ingarnir vel við unað og i raun varð tapið óþarf- lega stórt. Fjöldi áhorfenda var í íþróttahúsinu áSelfossi í gærkvöld og studdi vel við bakið á strákunum. í byrjun var greinilegt að unglingalandsliðspilt- arnir óttuðust mjög mótherjana og eftir 9 min. leik voru Tékkarnir komnir I 3—0. Á aðeins tveimur mínútum tókst unglingunum að jafna. Fyrst skoraði Birgir Jóhannsson, þá Andrés Kristjánsson og loks jafnaði Guðmundur „Dadú” Magnússon. Staðan 3—3 og áhorf- endur heldur betur með á nótunum. Fjöldi mis- taka i sókninni kom í veg fyrir að strákarnir næðu forystunni. Mikið var um rangar send- ingar og loks þegar skytturnar gáfu inn á linuna gripu linumennirnir ekki knöttinn. Staðan breyttist i 7—3 á næstu 9 mínútum og síðar í 10—4. Þá tók Þróttarinn Sigurður Sveinsson hins vegar til sinna ráða og skoraði fjögur mörk á meðan Tékkarnir horfðu ráðalausir á hann. Þeir áttu lokaorðið í hálfleiknum er Papiernic, sem var lítið áberandi framan af, skoraði. Staðan í hálfleik 12—8. í siðari hálfleiknum var greinilegt að Jóhann Ingi hafði þrumað yfir hausamótunum á ungl- ingunum og þeir komu tviefldir til leiks og voru fyrstu 13 mín. í síðari hálfleik langbezti kafli leiksins. Vörnin var geysilega örugg og góð hreyfing á henni og yfirvegun og góðar skipt- ingar sáust í sóknarleiknum. Atli minnkaði mun- inn í 12—10 með tveimur mörkum en Polivka bætti einu við á meðan Tékkar voru manni færri. Birgir svaraði fyrir ísland og siðan skoraði Guðmundur Þórðarson. Gruca kom Tékkunum í 14—12 en Andrés minnkaði enn STÓRSIGRA INGA 0G V-l Englendingar léku Noröur-íra sundur og saman i 1. riðli í Evrópukeppni landsliða í Belfast í gær — sigruðu 5—1 og eru nú öruggir í úrslit keppninnar næsta sumar. Trevor Francis, sem enski landsliðseinvaldurinn Ron Green- wood, varð að setja í lið sitt vegna meiðsia Laurie Cunningham og Peter Barnes, þakkaði fyrir sig með því að skora tvívegis. Francis skoraði fyrsta mark Englands á 18. min. eftir sendingu Steve Coppell og á 32. mín. skoraði Tony Woodcock, félagi hans hjá Nottingham Forest, sitt fyrsta landsleikjamark. Á 50. mín. var Sammy Mcllroy felldur innan vitateigs af Mick Mills. Vic Moreland skoraði fyrir íra úr vitaspyrnunni. Sú dýrð stóð ekki lengi fyrir íra. Francis og Woodcock skoruðu á ný og að auki sendi Jimmy Nicholl knöttinn i eigið mark. Staðan í riðlinum England írland N-írland Danmörk Búlgaría nú þannig: 6 5 10 18—5 II 6231 9—5 7 7 3 1 3 7—14 7 7 12 4 13—14 4 6 114 3—12 3 Áhorfendur I Belfast voru 25 þúsund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.