Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Grambke atti að sigra
Þýzkalandsmeistarana
—en dómarínn tók mark af liðinu. Dankersen tapaði í Birkenau
Minden 15. oklóber 1979.
GWG Bremen átli alla möguleika á
að ná báflum stigum af Grosswallstadt í
leik liðanna á föstudagskvöldið. 13—
13 var staðan nokkrum sekúndum fyrir
leikslok er Bremen skorar 14. mark sitt
sem þó var dæmt af á óskiljanlegan
hátt af lélegum dómurum þessa leiks.
13—13 var því lokastaðan og máttu
meislararnir þakka fyrir að hafa náð
öðru stiginu.
Þetta var 25. leikur Grosswallstadt í
meistarakeppninni þar sem liðið gekk
ósigrað af leikvelli. I.iðið tapaði siðasl
4. nóvembcr 1978 i Nettelstedt. TV
Grosswallstadt er án efa sterkasta lið
V-Þýzkalands í dag og vísl er að erfitt
verður að stöðva sigurgöngu.
Það scm mest hefur komið á óvart á
þessu leiktímabili er léleg frammislaða
dómara. Mörg ný dórnarapör hafa
komið fram á sjónarsviðið að undan-
förnu cn fæsl virðast hlutverki sinu
vaxin. Þau lið sem leika á heimavelli
hagnast allt of oft á dómgæzlunni.
Belgíumenn hleyptu miklu fjöri i 2.
riðil Evrópukeppninnar, þegar þeir
unnu öruggan sigur á Portúgölum 2—0
i Brussel í gærkvöld. Eftir þennan
sigur eiga enn fjögur lönd, Austurríki,
Portúgal, Belgia og Skotland, mögu-
leika á að komasl i úrslitakeppnina i
Róm næsta ár.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálf-
leik í Brussel i gær en strax í byrjun
þess síðari sendi Wilfried van Moer
knöttinn í mark Portúgal með skalla.
Þetta var fyrsti landsleikur hans í
fjögur ár. Francois van der Elst,
markakóngurinn mikli hjá Anderlecht,
skoraði annað mark Belga á 55. mín.
Þá loksins fóru Portúgalir, sem
höfðu leikið stífan varnarleik, að sækja
en án árangurs. Hins vegar voru þeir
Rene van der Eycken og Eddy
Voordeckers þá klaufar að auka ekki
forskot Belga. Áhorfendur voru aðeins
10 þúsund.
GW Dankersen varð fyrir heldur
óskemmtilegri reynslu vegna þessa er
liðið lék í Birkenau. Það var hreinlega
sama hvaðgerðist i þessum leik, allt var
dæmt Birkenau í hag. Svo langt var
gengið að á timabili í seinni hálfleik
hótaði þjálfari GW Dankersen að taka
leikmenn sína af leikvelli.
Það er nokkuð bagalegt hér fyrir lið
sem leggja mikla vinnu i undirbúning
fyrir leiki og ferðast síðan heilu og
hálfu sólarhringana til að komast á
keppnisstað að verða siðan að kyngja
lélegri dómmgæzlu og tapa fyrir getu-
minni liðum.
Úrslit leikja um helgina urðu þessi:
TuS Nettelstedt-Tusem Essen 16—12
TuS Hofweier-TH W Kiel fr.'
TSV Birkenau-GW Dankersen 18—14
FA-Göppingen-TV Húttenbcrg 18—15
|FSV Milbertsh-TBS Flensburg 22—18
|Grambke-Grosswallstadt 13—13
|VfL Gummersbach-SG Dietzenbach fr.
TVG Bremen lék mjög vel gegn
Grosswallstadt. Markvörður Gross-
wallstadl, Manfred Hoffman, bjargaði
liði sínu með frábærri markvörzlu, án
efa einn sá bezti i heimi i dag. Bremen
lék án Gunnars Einarssonar sem
tognaði illilega á læri í Huttenberg um
síðustu helgi. Mörk Bremen Pries 4,
Herjes 4/2, Björgvin 3, Brettschneider
og Maslowski 1 hvor . Klúspies skoraði
Tlest fyrir Grosswallstadt eða 5/3
mörk.
Nettelstedt átti í töluverðum erfið-
leikum með Tusen Essen. Júgóslavinn
Miljak skoraði 5 fyrstu mörk Nettel-
stedt og liðið leiddi 5—I eftir fjórtán
minútna leik. Eftir það riðlaðist leikur
Nettelstedt og Essen náði að jafna 5—5
en þannig var staðan í hálfleik. Seinni
hálfleikur var síðan mikil barátta.
Allar tölur voru jafnar að 12—12
(52. mín.) Tvö hraðaupphlaup Dieter
Waltke færðu Nettelstedt á sigurbraut-
ina. Markverðir beggja liðanna Wöller,
Nettelstedt, og Bartke, Essen, voru
beztu menn vallarins. Nettelstedt með
állar sínar stjörnur lék oft af miklu
kæruleysi, skotgleði mikil, sérstaklega
hjá Miljak. Mörk Nettelstedt skoruðu
Miljak 8/5,'Waltke 2, Pickel 2, Lazar-
evic 2/2, Keller og Waldhelm I hvor.
Schmitz skoraði 4/1 fyrir Essen og
Wegenes 3.
Milbertshofen er nú i öðru sæti i
'deildinni, og hefu’r aðeins tapað einu
stigi minna en Grosswallstadt. Þó
verður að segjast að ekki hafa leikir
liðsins verið erfiðir til þessa. Milberts-
hofen vann Flensburg nokkuð örugg-
lega um helgina og Flensburg virðist
vera lakasta lið deildarinnar. Sommer-
feld 5 og Böbel 4 skoruðu flest mörk
Milbertshofen, en Daninn Boysen með
5/2 mörk var atkvæðamestur hjá
Flensburg.
Bezt er að fara sem fæstum orðum
um lcik Birkenau og GW Dankersen.
Þvi sem þar fór fram er nógu vel lýst
!hér að framan. Fyrir Birkenau skoraði
Krstic 5/1, en fyrir GW Dankersen
skoruðu Fránke 6, Axel 5/3, Seehase 2
ogHaringl.
Staðan i Budesligunni er nú þessi:
Grosswallst. 7 6 10 131—97 13
Milbcrtsh. 6 5 0 1 99—89 10
Göppingen 7 4 0 3 119—107 8
Nettelstedt 7 4 0 3 II I —I 12 8
Gummersb. 6 3 12 107—95 7
Dietzenbach 5 3 0 2 70—76 6
Hofweier 6 3 0 3 115—97 6
Birkenau 6 3 0 3 99—101 6
Húttenberg 7 3 0 4 116—126 6
Dankersen 7 3 0 4 112—122 6
Essen 6 2 13 99—98 5
íGrambke 6 2 13 95—102 5
Kiel 5 10 4 86—93 2
Flensburg 7 0 0 7 103—147 0
Markhæstu leikmenn deildarinnar
eru nú þessir: Ehret 47, Wunderlich 39,
Klúspies 36, Dan 36, Miljak 35, Salzer
134, Timbo 33, Horvat 33, Axel 31 og
Eickerman 30.
Kær kveðja,
Axel Axelsson.
„Við sigrum í
deild og bikar
—segir Tony Knapp eftir að Víkingamir
hans urðu Noregsmeistarar
,,Eg var ekki með neina pressu á
leikmenn mina fyrir leikinn við Rosen-
borg — síðasta leikinn í deildakeppn-
inni i ár. Það hafði verið mikið skrifað
í blöðin að þeir ættu í erfiðleikum með
að skora mörk. Um það ræddum við
ekki — bara um taktíkina,” sagði Tony
Knapp, þjálfarinn kunni, eftir að
Stafangurs-félagið Viking hafði sigrað
Rosenborg 3—0 á sunnuöag og þar
með tryggt sér Noregsmeistaratitilinn.
Það var fimmti meistaratitill félagsins
frá 1972.
„Gull-þjálfarinn Tony Knapp virtist
örþreyttur eftir að sigurinn var í höfn,”
skrifaði norska Dagblaðið eftir leikinn
við Rosenborg, „djúpt hrærður í horni
út af fyrir sig, þegar sigurhátíðin fór
fram. Hvatti þó leikmenn sina úr fjar-
lægð til að njóta gleðinnar eftir sex
mánaða strit. Hógvær hátíðahöld —
úrslitin í bikarkeppninni við Haugar á
sunnudag.”
Tony Knapp var um tíma i vafa um
að lið hans mundi verða Noregs-
meistari, „það var ekki hægt annað
þegar við höfðum misst niður fjögurra
stiga forskot og vorum komnir niður i
3. sætið. En strákarnir tóku sig á —
sigruðu án þess að fá hjálp frá nokkru
liði eins og Start í fyrra. Og nú sigrum
við lika i bikarkeppninni — The double
er framundan” sagði Tony Knapp.
Viking varð fyrst Noregsmeistari
1972 og sigraði næstu þrjú árin, fjögur
ár í röð sem er met i norskri knatt-
spyrnu. Þá urðu mannabreytingar og
tvö mögur ár en 1978 tók Knapp við
liðinu og kom þvi í þriðja sætið haustið
1978 — nú er Noregsmeistaratitillinn í
höfn. Bikarinn framundan — og á
laugardag leikur unglingalið Víkings til
úrslita við Sunndal i bikarkeppni pilta.
Myndirnar á síðunni eru frá leik
Vikings og Rosenborg sl. sunnudag.
Knapp í aðalhlutverki og á myndinni
hér að neðan fagnar hann markverðin-
um snjalla, Erik Jóhannesson.
I
Erum f luttir með
allt okkar hafurtask!
—
w
Auöbrekku 53
Varmi
Bilasprautun
Auóbrekku 53. Sími 44250.
Box180. Kópavogi.