Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979.
15
Ræða Bjöms Þórhallssonar stjómarformanns Dagblaðsins á aðalf undinum:
„Gætt hagsmuna almeraira borg-
ara gagnvart flokksvaMinu”
Góðir hluthafar.
Við höldum nú aðalfund félagsins
fyrir árið 1978, sem var þriðja heila
starfsár félagsins, en félagið var, sem
kunnugt er, stofnað hinn 7. september
1975.
Frá því að við hittumst hér á þessum
stað á aðalfundi fyrir um það bil
ári síðan, hafa þau tíðindi gerzt, að
vinur okkar og félagi, Axel Kristjáns-
son forstjóri, stjórnarmaður i Dag-
blaðinu hf. frá stofnun þess, hefur
látizt.
Axel Kristjánsson i Rafha var sér-
stæður maður, viljasterkur og sjálf-
stæður í hugsun. Hann var eldhugi.
Stofnun nýs dagblaðs, utan áhrifasviðs
stjórnmálaflokka var honum mjög að
skapi, enda sat hann ekki auðum
höndum við stofnun og síðan sem vara-
formaður stjórnar félagsins. Slík var
samvizkusemi Axels og áhugi fyrir
málefnum félagsins, að vikulega kom
hann á skrifstofur þess til skrafs og
ráðagerða. Ég leyfi mér aðfullyrða, og
nýt i þeim efnum einhuga álits allra
samstjórnarmanna minna, að skerfur
Axels Kristjánssonar til málefna Dag-
blaðsins hefur verið félaginu ómetan-
legur bakhjarl. M.vgi Drottinn blessa
minninguþess goðadrengs.
(Vil ég biðja fundarmenn að risa úr
sætum sínum í virðingarskyni við
minningu Axels Kristjánssonar)
Aðför
pólitíkusa
Á síðastliðnu ári upplifðum við það,
að reynt var, með pólitískri ákvörðun,
að skammta verðlag dagblaða i þeim
eina sjáanlega tilgangi að hefta prent-
frelsi og um leið tjáningarfrelsi i
landinu. Augljóst var, að svo kynni að
fara að aðgerð þessi gæti riðið Dag-
blaðinu að fullu, en öðrum blöðum
yrði bjargað með enn auknum ríkis-
styrkjum. Ölmusuþiggjendur rikis-
valdsins viljum við ekki vera og tóku
forráðamenn félagsins því þá ákvörðun
að mæta þessari atlögu af fullri einurð.
Máttum við siðan þola það að vera
leiddir fyrir dómstóla til að verja þá
skoðun okkar, að hinn almenni borgari
skuli sjálfur ákveða við hvaða verði
hann vill kaupa blöð landsins, en ríkis-
valdið eigi ekki að ákveða það fyrir
hann. Það hlýtur að nægja ríkisvaldinu
að halda úti með styrkjum þeim
blöðum sem fólk vill ekki lesa, þótt
það reyni ekki líka að hefta eðlilegan
framgang hinna. Mál þetta fékk síðan
farsælan endi, svo sem hluthöfum mun
öllum kunnugt, og var enn ein
staðfesting á nauðsyn þess að i þessu
landi starfi fjölmiðill, sem ekki er
bundinn á bás pólitískra flokka og
ríkisvalds.
Þessi ár, sem Dagblaðið hefur
starfað, hafa verið miklir umbrota-
tímar í þjóðlífinu. Þess hefur og orðið
vart að ýmsir þröngsýnir aðilar hafa
haft tiihneigingu til að kenna blaðinu
um pólitískar ófarir sínar. Er í því sam-
b. ndi athyglisvert að slíkar raddir
heyrast úr öllum flokkum og er það vel.
Það undirstrikar aðeins það, sem við
höfum alltaf haldið fram, að
megintilgangur Dagblaðsins er að gæta
hagsmuna hins almenna borgara gagn-
vart flokkavaldinu. Ég hef sagt það hér
áður, að engum ætti að koma á óvart
að slíkur fjölmiðill hafi tilhneigingu til
að vera i andstöðu við ríkjandi öfl i
þjóðfélaginu. Slík öfl hafa alla jafna
hagsmuni af því að fá í friði að
ráðskast með málefni borgaranna og
því er það höfuðnauðsyn í nútíma
þjóðfélagi, að til sé fjölmiðill, sem fólk
getur treyst að verði ekki múlbundinn á
flokksklafa. í þessu ljósi skulum við
líka skoða þá aðför sem pólitíkusar
gerðu að Dagblaðinu á siðastliðnu ári í
verðlagsmálum og ég gat um hér áðan.
Valdastofnanir
opnast
Upp á síðkastið hafa farið fram
umræður um aukið virðingarleysi
þjóðarinnar fyrir ýmsum valdastofnun-
um, svo sem Alþingi. Er í því sambandi
allrar athygli vert, að fyrir þeirri gagn-
rýni hafa ekki hvað síst staðið þing-
menn. Er þá gjarnan bætt viðaðaukin
opnun fjölmiðla eftir tilkomu Dag-
blaðsins hafi gjarnan skapað þetta á-
stand. Mér þykir tilhlýðilegt að fara um
þetta atriði nokkrum orðum hér á
þessum vettvangi.
Það er ljóst, að frá örófi alda hafa
flestar valdastofnanir heimsins verið
hjúpaðar dulúð leyndar. Þannig var
um kirkjuna, og þannig hefur verið um
starfsemi og ákvarðanatökur valda-
aðila fyrr og siðar. Flest mál hafa verið
hjúpuð visstri leynd og af leyndinni
spratt síðan ótti og virðing.
Með breyttum þjóðfélagsháttum er
nú að verða annað uppi á teningnum.
Ráðamenn geta nú ekki lengur tekið
sinar ákvarðanir í skjóli leyndar, valda-
stofnanir eru að opnast. Það er heilög
skylda fjölmiðils, eins og Dagblaðsins,
að stuðla að þessari þróun. En um leið
er það einnig skylda þeirra, sem völdin
hafa, þar á meðal alþingismanna þessa
lands, að haga störfum sínum svo að
þeir hljóti virðingu af. Það er gott að
tekizt hefur að opna þetta þjóðfélag.
En verði það til þess að virðing valda-
stofnana bíði hnekki, er ekki við okkur
að sakast, sem höfum stuðlað að þess-
ari þróun. Þeir geta kennt sér þaðsjálf-
ir, alþingismenn og aðrir valdamenn,
sem ekki haga störfum sínum og atferli
þannig að virðing þeirra verði af meiri.
Alþingi íslendinga á að vinna fyrir opn-
um tjöldum, slíkt var ætlun þeirra sem
stofnuðu það á sínum tíma og þannig
var unnið fyrr á öldum er menn riðu til
Alþingis við Öxará og fylgdust með
þvi sem þar var gert. Virðing Alþingis
liggur fyrst og síðast í verkum þeirra
og atferli er þar vinna að brýnustu mál-
um þjóðarinnar. Þeir eiga síðan að
sjálfsögðu kröfu á þvi að unuerk þeirra
sé fjallað af fullkomnum heiðarleika
og réttsýni í fjölmiðlum. Þar koma
starfsmenn Dagblaðsins til sögunnar,
og til þess er ætlazt, að þeir gæti
virðingar blaðsins í umfjöllun sinni. í
þvi sambandi ætti það að vera aðals-
merki hvers blaðs, að þurfa aldrei að
biðjast^fsökunar á rangri frétt.
Útbreiðsla Dag-
blaðsins sönnuð
Ég mun nú víkja að niðurstöðum
ársreiknings félagsins fyrir árið 1978,
en framkvæmdastjórinn mun síðan
lesa reikninginn upp í heild sinni hér á
eftir.
Heildarrekstrargjöld námu á árinu
kr. 715.179.873, en heildartekjur
krónum 716.283.556. Hagnaður af
rekstrinum varð þannig krónur
I. 103.683.
Þess skal getið að innifalið í gjöldum
félagsins eru afskriftir að upphæð kr.
II. 047.629. Þannig hefur rekstrarfjár-
staðan enn batnað um á 13. milljón
króna.
Þá vil ég, að venju, vekja athygli á
þvi að rekstrarfjárstaða félagsins hefði
batnað um rúmlega 20 milljónir króna,
ef við hefðum verið svo litilþægir að
þiggja ölmusustyrki ríkisins. Okkar
styrkur liggur ekki hjá ríkinu, okkar
styrkur felst i því trausti sem fólkið í
landinu hefur sýnt að það ber til blaðs-
ins.
Á fyrstu árum blaðsins vildi það iðu-
lega brenna við, að andstæðingar þess
reyndu að gera upplag þess tortryggi-
legt með öllum hugsanlegum ráðum.
Var því haldið fram af ýmsum aðilum,
að forráðamenn blaðsins segðu bein-
línis rangt til um upplag þess. Svo langt
var jafnvel gengið að því voru gerðir
skórnir að við beinlínis létum prenta
stórum meira upplag en selt var og
létum síðan henda afganginum. Reynt
var að koma á samræmdu upplagseftir-
liti með aðstoð Verzlunarráðs íslands.
en einungis eitt blað auk Dagblaðsins
fékksi til að skrifa undir samning um
framkvæmd þess. Þá gerðust þeir
gleðilegu atburðir að auglýsingastofur
landsins tóku sig saman um að höggva
á þennan hnút. Fólu þau hlutlausum
aðila, Hagvangi hf., að gera könnun á
útbreiðslu dagblaðanna í öllum kjör-
dæmum landsins. Niðurstaðan varð
sú að upplag Dagblaðsins var staðfest
og það jafnframt sannað á óvefengjan-
legan hátt, að Dagblaðið er næst-
stærsta blað landsins og á stöku stað
meira útbreitt og lesið en það blað, sem
mesta útbreiðslu hefur. Það er öllum
Ijóst, að þessi niðurstaða.s.-m var gerð
opinber, hefur orðið blaðinu mikil
lyftistöng. Fjölmargir aðilar hófu nú
viðskipti við blaðið, sem áður höfðu
látið blekkjast af röngum upplýsingum
um útbreiðslu þess. Hefur þetta atriði
orðið starfsmönnum félagsins enn auk-
in hvatning til dáða.
Ég ræddi nokkuð um húsnæðismál
félagsins á síðastaaðalfundi.Sagðicg þá
frá sameiningu rekstrardeilda i Þver-
holti 11 og fyrirhugaðri byggingu á lóð
félagsins. Þar kom fram að við höfðum
lokið við að láta gera teikningu í
stórum dráttum af fyrirhugaðri bygg-
ingu. Við máttum síðan una því að
standa í margra mánaða stappi við
hlutaðeigandi yfirvöld, sem endaði
með þvi að nýtingarmöguleikar lóðar-
innar voru stórlega skertir. Var húsið
minnkað um rúmlega heila hæð og
fyrirtækinu gert að greiða margar
milljónir i bílastæðagjöld, auk nýbygg-
ingargjalds sem nýafsett yfirvöld settu í
lög. Hefur þetta í för með sér mikil
þrengsli fyrir reksturinn miðað við að
nýting hússins verði á þann veg sem
fyrirhugað var.
Björn Þörhallsson.
Félag um
húsbyggingu?
Þegar framkvæmdir skyldu síðan
hafnar skall yfir okkur það verkfall og i
kjölfar þess rekstrarstöðvun sem hvað
frægast hefur orðið á þessu landi og er
þó af ýmsu að taka i þeim efnum.
Afleiðingar þeirrar stöðvunar urðu
siðan þær, að framkvæmdir við ný-
bygginguna voru stöðvaðar í bili, þvi
menn áttu fullt í fangi með að halda
fyrirtækinu gangandi ótrufluðu eftir að
samningar tókust. Þótt teknar væru
ákvarðanir, í miðri þeirri deilu sem hér
er um fjallað, sem gátu um sinn komið
ýmsum starfsmönnum illa, verða menn
að hafa í huga, að bctra er að grípa til
ráða er tryggja það að Dagblaðið verði
vinnustaður áfram fyrir þann fjölda
fólks sem hjá okkur vinnur, fremur en
að leggjast upp í loft og bíða dauða
síns. Ég vona einlæglega að þetta mál,
sem vissulega var okkur öllum erfitt,
verði til þess að menn íhugi vandlega
allar aðstæður áður en þeir taka
ákvarðanir, eins og þær, sem veltu
þessu hlassi. Mun þá betur fara i at-
vinnumálum á þessu landi. Vonandi
komumst við yfir þá erfiðleika sem
þessi deila skapaði og getum þá á ný
hafizt handa við byggingu okkar fram-
tíðarhúsnæðis. Þetta atvik hefur þó
enn styrkt okkur í þeirri trú, að okkur
beri að leita fjármögnunar utan við
reksturinn til að byggja þetta hús. Mun
stjórnin fljódega taka endanlega
ákvörðun um með hvaða hætti slíkt
verður gert og hefur þá helzt komið til
greina stofnun sérstaks félags, sem nú-
verandi hluthafar mundu vera beðnir
um að taka þátt í. Munu þessi mál
hljóta endanlega afgreiðslu alveg á
næstunni.
Teljum við víst að velunnarar blaðs-
ins muni koma okkur til hjálpar í þessu
efni eins og þeir hafa gert á undanförn-
um árum, er mikið hefur legið við.
Áður en ég lýk þessum orðum vil ég
lýsa ánægju minni með það nýmæli er
tekið var upp sl. sumar er starfsfólkinu
öllu ásamt mökum og börnum var
boðið til vel heppnaðs sumarferðalags.
Vil ég af því tilefni hvetja forráðamenn
blaðsins og starfsmenn alla að gera sér
grein fyrir þvi gildi sem felst i sam-
heldni starfsmannahópsins. Slíkir
hópar lyfta grettistökum.
Að síðustu þakka ég stjórnarmönn-
um öllum og starfsmönnum fyrir gott
samstarf.
Ég læt máli mínu lokið og þakka
fyrir gott hljóð.
Reikningar Dagblaðsins fyrir árið 1978:
RÚM MILUÓN í HAGNAÐ
REKSTRARREIKNINGUR
FYRIR ARIÐ 1978.
Gjöld:
Laun^og launatengd gjöld .. kr. 246.777.324
Pappír og prentunarkostnaður " 256.128.238
Annar rekstrarkostnaöur ... " 162.776.967
Fjármagnskostnaöur .......... " 38.449.715
Afskriftir .................. " 11.047.629
HagnaÖur .................... " 1.103.683
kr. 716.283.556
EFNAHAGSREIKNINGUR
Tekjur:
Rekstrartekjur
Vaxtatekjur ...
kr. 712.303.974
" 3.979.582
kr. 716.283.556
HINN 31. DESEMBER 1978.
Eignir:
Veltufjármunir ............ kr.
Fastafjármunir ............ "
Stofnkostnaöur ........
213.^87.299
71.146.072
Skuldir 09 eigiÖ fé:
Skammtímaskuldir ............ kr. 196.754.941
Langtfmaskuldir ............. " 21.290.000
" 9.428.736 Skuldir samtals kr. 218.044.941
Eíríö fé: Hlutafé + eigin hlutabréf ... HöfuÖstóll kr. 74.105.000 1.512.166
Ligiö fé kr. 75.617.166
kr. 293.662.107 ' kr. 293.662.107
t'llilslcikning af f>rirhu^artri h>yyinmi á lórt Daghlaósins \ió l>\erholl.