Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. t Utvarp 31 Sjónvarp i) t-------------------------------------------\ LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20.10: Danska kaupmannsvaldið nær tökum á bændasonum —í leikríti kvöldsins sem er endurf lutt síðan 1965 Valur Gíslason fer með hlutverk Hreggviðs i leikriti kvöldsins. Hér er hann ásamt þeim Árna Tryggvasyni og Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra. DB-mynd Bj.Bj. Brimar við Bölklett nefnist útvarps- leikrit kvöldsins og er það gert eftir samnefndri sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar. Sagan gerist snemma á öldinni og segir frá lífsbaráttu manna í sunnlenzku sjávarþorpi. Með breyttum tíma og atvinnuháttum verða menn að breyta sjálfum sér. Guðni í Skuld er þó ekki alveg á því. Hann ætlar að „rísa úr duftinu” eins og hann sjálfur orðar það og berjast við danska kaupmanns- valdið og fyrir mannsæmandi kjörum. Þeir eru líka til sem harðir eru af sér eins og Arngrímur borgari sem virðist þrátt fyrir allt eiga sínar veiku hliðar. Höfundurinn Vilhjálmur S. Vilhjálmsson fæddist á Eyrarbakka 1903. Hann tók Samvinnuskólapróf 1925 og var blaðamaður við Alþýðublaðið 1926—46. Eftir að hann hætti blaðamennskunni skrifaði hann alltaf fastan dálk í Alþýðublaðið. Hann var einn þeirra fyrstu sem gerðu viðtöl í blöðum að sérgrein sinni. Ritstýrði hann bæði tímaritum og bókaflokkum um langt skeið. Þekkt- astur er hann sennilega fyrir viðtals- bækur sínar en hann samdi einnig flokk skáldsagna og smásögur. Ein þeirra, „Nýtt hlutverk”, var kvikmynduð og seinna sýnd í sjónvarpi. Þá þýddi Vilhjálmur einnig nokkrar bækur. Hann lézt árið 1966. Handrit og leikstjórn annaðist Þor- steinn ö. Stephensen. Með hlutverkin fara: Rúrik Haraldsson (Guðni '\ Skuld), Valur Gíslason (Hreggviður), Arndís Björnsdóttir (Vala í Gerðum), Haraldur Björnsson (Arngrímur borg- ari), Guðrún Þ. Stephensen (Mamma), Arnar Jónsson (Sigurður i Hraunkoti), Baldvin Halldórsson (Geir), Björn Jónasson (Drengurinn). Leikrit þetta var áður flutt í út- varpinu árið 1965. Það hefst kl. 20.10 og er liðlega klukkustundar langt. -ELA. ÍÖNGUR—útvarp kl. 19.40: KLASSÍSK TÓNUST EFTIR J MENDELSONH, PÁL ÍSÓLFS —ogfleirísem í útvarpi í kvöld kl. 19.40 syngja íslenzkir kórar og einsöngvarar nokkur lög. Meðal þeirra sem syngja eru Karlakór KFUM undir stjórn Jóns Halldórssonar. KFUM kórinn er und- anfari Fóstbræðra og syngur kórinn m.a. BrenniðJ)ið vitar eftir Pál ísólfs- son og Bára blá, sem er íslenzkt þjóðlag. María Markan syngur nokkur lög eftir Pál ísólfsson og Sigurð Þórðarson. Stúlknakór gagnfræða- skólans á Selfossi syngur nokkur lög eftir Schubert og Mendelsohn. Að síðustu syngja þeir Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson lög eftir Áskel Jónsson og George Poulton. Söngurinn mun taka hálfa^ klukkustund í flutningi. -ELA. Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi syngur nokkur lög í útvarpi I kvöld. MORGUNSTUND BARNANNA - útvarp kl. 9.05 í fyrramálið: Villi villiköttur og innra stríö hans ,,Ég vil taka það fram að þetta er ekki vandamála- eða raunveruleikasaga heldur fyrst og fremst ævintýri,” sagði Þröstur Karlsson barnabókarit- höfundur og sjúkraliði í samtali við DB. Þröstur hefur lesið 3 frumsamd- ar barnasögur i morgunstund barnanna í þessari viku og les þá fjórðu í fyrramálið. Hún heitir Sak- borningurinn og fjallar um Villa villi- kött sem hafður hefur verið fyrir rangri sök. Hann á í innra stríði á meðan málið er óupplýst og segir sagan m.a. frá því. Áður í þessari viku hefur Þröstur lesið sögurnar Litli apakötturinn, Eltingaleikurinn mikli, Rolli í kosn- ingaham og á mánudag mun hann lesa síðustu söguna. Þessar sögur eru allar sjálfstæðar en fjalla þó allar um sömu persónur sem eru dýr. Þær eru framhald bóka- flokksins Þættir úr ævisögu Snata gamla. Hafa komið út átta bækur i þeim flokki. Þessar fimm sem Þröstur les um þessar mundir verða væntanlega gefnar út á næsta ári. Þröstur hefur samið fleiri barnabækur og má þar nefna Flöskuskeytið, sem út kom árið 1971, Leitin að náttúlfinum, Gullskipið týnda og Þrælar soldánsins en það er nýr bókaflokkur fyrir börn og fullorðna, sem er i þann veginn að koma út. Morgunstund barnanna er á dagskrá útvarpsins í fyrramálið kl. 9.05 og tekur lesturinn stundarfjórðung. -ELA. Þröstur Karlsson les I fyrramálið söguna sína, Sakborningurinn, 1 morgunstund barnanna. DB-mynd Bj. Bj. Þeir félagar Guóni Rúnar Agnarsson og Asmundur Jónsson hafa séð alllengi um Áfanga og segjast ekki vera orðnir leiðir enn. Áfangar ættu þvi ekki að detta úr' dagskránni alveg á næstunni. DB-mynd Ari. ÁFANGAR—útvavp kl. 22.50: Richard Thomp- son kynntur „Þessum þætti svipar til þeirra fyrri sem við höfum verið með að undan- förnu. Við höfum kynnt gítarleikarann og lagasmiðinn Richard Thompson i siðustu þáttum og höldum þvi eitthvað áfram. Samhliða því að kynna tón- listarferil hans kynnum við störf sem hann hefur komið nálægt og tengjast brezka þjóðlagarokkinu,” sagði Ásmundur Jónsson, annar þeirra félaga sem sjá um þáttinn Áfanga sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld kl.22.50. „Richard Thompson var meðlimur í hljómsveitinni Fairport Convention í fimm ár. Hann var einn af mótendum þjóðlagarokksins. í þættinum í kvöld segjum við aðallega frá honum nú síðari árin eða frá 1972 til dagsins i dag,” sagði Ásmundurennfremur. ,,Nú síðári árin hefur Richard Thompson starfað með eiginkonu sinni og munum við því fjalla eitthvað um sameiginlegan feril þeirra. Þau hjón gerðust múhameðstrúar fyrir fimm árum síðan og verðum við með einn þátt, væntanlega næsta fimmtudag, V_________________________________ sem fjallar þá um trúaráhrif í lífi þeirra. í þeim þætti verða sennilega aðeins útvangspunktar um þróun þeirra en ekki algerlega fjallað um þau. Þau aðhyllast þann hluta múhameðs- trúar sem kallast „súfismi”. Munum við eflaust fjalla um tónlist sem tengist þeim trúarflokki. Richard Thompson er virtur tón- listarmaður þó hann sé kannski ekki vinsæll nema hjá ákveðnum hópi manna. Hann er ekki einn af þeim sem komizt hefur á vinsældalistann. En hann hefur sinn ákveðna aðdáendahóp sem fylgir honum og hefur gert í fleiri ár. Upphafið á því að fórum að kynna Richard var ný plata með þeim hjónum. Sú plata er léttari en fyrri plötur hans en ég veit ekki hvað hún gerir í sjálfu sér,” sagði Ásmundur 'Jónsson að lokum. Félagi hans, Guðni .Rúnar Agnarsson, er stjómandi þáttar- ins ásamt honum og er þátturinn þriggja stundarfjórðunga langur. -ELA t ^tlfurfyuðuu g>ilfurf)útjum gamla muni móttaka i BRAUTARHOLTI 6. fimmtud.og f östud. kl. 5~7 eh. BARTSKERINN Laugavegi 128 v/Hlemm Sími 23930 Vandlátir koma aftur og aftur SÉRPANTANIR í PERMANENT. HALLBERG GUÐMUNDSS0N Þ0RSTEINN Þ0RSTEINSS0N Lóðir í Arnarnesi Lóðir til sölu í Arnarnesi. Upplýsingar á Lög- fræðiskrifstofu Vilhjálms Árnasonar hrl., Iðnaðarbankahúsinu, Lækjargötu 12, símar 16307 og 24635.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.