Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 17
rDAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íta í öllum lcikjum tékkneska landsliðsins — á DB- i Jónssyni I fyrsta lciknum. Takið eftir hve langt hann INIR SÝNDU TENNURNAR sogmáttuþola 17-23 tap ígærkvöld muninn í 14—13. Cerny bætti 15. markinu við og síðan kom afkáralegur dómur, sem sló liðið út af laginu. Tékkneskur sóknarmaður keyrði Atla Hilmarsson niður í horninu og menn bjuggust við að ruðningur yrði dæmdur. Öllum á óvart ráku dómararnir Atla útaf í 2 mín. Við þetta misstu strákarnir taktinn i leik sinum og Tékkarnir sigu hægt og bítandi fram úr. Loka- tölur 23—17. í raun er ekki hægt annað en að vera tiltölu- lega ánægður með frammistöðuna. Strákarnir sýndu sitt rétta andlit í tæpan stundarfjórðung og höfðu þá vel við Tékkunum. Mistökin voru hins vegar of mörg til þess að hægt væri að búast við sigri. Tékkarnir komust langt á hörkunni og þeir höfðu mjög vinninginn vegna líkamsstyrks. ' í sókninni bar mest á þeim Sigurði Sveinssyni og Andrési Kristjánssyni. Sigurður mjög ógn- andi og Andrés síkvikur í horninu. 'Friðrik Þor- björnsson, Atli Hilmarsson og Guðmundur Magnússon áttu góðan leik í vörninni en mark- verðirnir náðu sér ekki á strik. Brynjar Kvaran varði 6 skot í f.h. en lítið sem ekkert i þeim síð- ari. Sigmar Þröstur Óskarsson úr Eyjum stóð einnig í markinu meiri hluta siðari hálfleiks en náði sér ekki upp. Þeir sem hvíldu voru Ólafur Guðjónsson, Theódór Guðfinnsson, Ársæll Hafsteinsson og Stefán Halldórsson. Það sem varð liðinu fyrst og fremst að falli var allt of mikil virðing fyrir andstæðingnum. Þó léku Tékkarnir ekki neitt afbragðs vel. Léku í samræmi við mótstöðuna og ekki meira. Mörkin skiptust þannig: ísland: Sigurður Sveinsson 5, Andrés Kristjánsson 4, Birgir Jó- hannesson 3, Atli Hilmarsson 2, Guðmundur Þórðarson og Guðmundur Magnússon og Krist- ján Arason eitt hver. Fyrir Pólland: Polivka 6/1, Cerny 5, Papiernic 3/2, Homolka 3, Gruca 3, Ivan 2 og Hatalcic 1. Dómarar voru þeir sömu norsku og dæmdu karlaleikina og stóðu þeir sig afar illa í gær. Mikið ósamræmi í dómum þeirra og margir þeírra virkuðu undarlegir. - SSv. RENGLEND- ÞJÓDVERJA Vestur-Þjóðverjar höfðu gifurlega yfirburði gegn Wales í fyrri hálfleik í leik landanna í 7. riðli Evrópukeppninnar. Skoruðu þó fjögur mörk án svars frá Wales. 60 þúsund áhorfendur í Köln voru heldur betur með á nótunum. Þýzku leikmennirnir gátu leyft sér allt — báðir bak- verðirnir Kaltz og Foerster skoruðu í leiknum. Síðari hálfleikur var rólegri. Bæði lið skoruðu þó eitt mark — 5—1 sigur V-Þýzkalands, sem þar með er öruggt í úrslit keppninnar. Á eftir að leika við Möltu og Tyrkland á heimavelli. Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk á 20. mín. kafla i f.h. Klaus Fischer það fyrsta á 23. mín. Síðan Manfred Kaltz á 33. mín. Fischer aftur á 39. mín. og Karl-Heinz Rummenigge á 43. min. Síðan var löng bið í fimmta markið, sem Karl- Heinz Foerster skoraði á 83. mín. Mínútu síðar skoraði Curtis, Leeds, eina mark Wales. Herbert Zimmermann, .sem rétt áður hafði komið inn sem varmaður, ætlaði þá að gefa knöttinn til markvarðar síns en Curtis komst á milli. Þetta var tíundi leikur Jupp Derwall með þýzka lands- liðið — tíu leikir án taps. Staðan. V-Þýzkaland 4 2 2 0 7—1 6 Wales 5 3 0 2 11—7 6 Tyrkland 3 111 2—2 3 Malta 4 0 13 1 — 11 1 „FALL ER FARARHEILL” —sagði Bryn jar Kvaran, fyrirliði unglingalandsliðsins eftír tapið gegn Tékkum ,,Ég er að vonum ekki ánægður með mina frammistöðu ■ leiknum,” sagði fyrírliði unglingalandsliðsins, Brynjar Kvaran i gærkvöldi. ,,Við eigum að geta leikið miklu betur en þetta. Mikið var um mistök í sókninni og Tékkarnir skoruðu mjög mörg mörk úr hraða- upphlaupum og þar á maður enga möguleika á að verja. Ennfremur létu nokkrir dómarana, sem voru vissulega slakir, fara i taugarnar á sér. Þeir leyfðu mikla hörku og það hlaut að koma illa niður á okkur þar sem við er- um ekki nærri því eins sterkir líkamlega og þeir. Við stef.ium á 3. sætið í okkar riðli í keppninni. Allt ofar en það er gott og þá allt neðar að sama skapi slæmt í minum augum. Það er mjög góður andi í liðinu og við getum verið hóflega bjartsýnir. Menn hafa fórnað miklu í æfingar og undirbúning og því ástæða til að ætla að árangurinn verði eitthvað í samræmi. Það var gott fyrir okkur að tapa þessum leik hér í kvöld. Það var búið að hæla liðinu allt of mik- ið en reynslan sýnir að fall er farar- heill.” „Við sýndum það í fyrri hluta síðari hálfleiksins hvað við raunverulega getum,” sagði Andrés Kristjánsson eft- ir leikinn. ,,Við vorum bara allt of taugatrekktir fyrir leikinn. Það var búið að tala um það í blöðunum að nokkrir okkar bönkuðu fast á dyr A- landsliðsins og það setti enn meiri pressu á liðið. Tékkamir voru greini- lega orðnir þreyttir í lokin. Ég er bjart- sýnn á HM keppnina í Danmörku. Liðið er sem ein stór fjölskylda, og við höfum fengið góðan stuðning. Allt hefur verið gert til að við gætum undir- búið okkur sem bezt og þar eiga Sel- fyssingar miklar þakkir skildar fyrir einstaka velvild. Við eigum alveg að geta velgt þessum austantjaldströllum vel undir uggum þegar á hólminn er komið.” „Við eigum að geta meira en þetta,” sagði Sigurður Þróttari Sveins- son. „Þeir komu mjög á móti okkur í vörninni og það setti okkur út af laginu þar eð við erum ekki vanir því.” ,,Tékkarnir flutu geysilega mikið á líkamsstyrknum,” sagði Jóhann Ingi landsliðseinvaldur eftir leikinn. „Þessi leikur verður okkur geysilega gott veganesti fyrir ferðina til Danmerkur á mánudag og við getum lært mikið af honum. Okkur hefur vantað æfinga- leiki af þessari styrkleikagráðu en ekki fengið tækifæri fyrr en nú. Hraða- upphlaupin tókust vel hjá okkur oft á tíðum en sóknarleikurinn var ekki nógu beittur. Of mikið um mistök. Úrslitin voru nokkuð eins og ég gerði mér í hug- arlund fyrirfram, en auðvelt hefði verið að sleppa með tveggja marka tap úr þessu. Nú fá strákarnir góða hvíld yfir helgina og við ættum að verða á toppn- um í næstu viku.” Pólverjar góðir í Amsterdam: En það nægði þó ekki til sigurs á HoHandi —Hollendingar eiga nú erfiðan leik eftir í Austur-Þýzkalandi Pólverjar léku prýðilega gegn Hol- landi í 4. riðli — riðli íslands — í Evrópukeppninni en möguleikar þeirra að komast í úrslitin á Italiu urðu að engu. Hollendingum tókst að ná jafn- tefli eftir mikinn barning — og það var nóg fyrir þá. Jafnteflið var jafn gott og sigur en Hollendingar eiga nú mjög erfiðan leik eftir á útivelli gego Austur- Þýzkalandi. Verða þar að ná jafntefli til að komast í úrslit Evrópukeppninn- ar. Pólverjar komu Hollendingum í opna skjöldu í fyrri hálfleik — Adam Nawalka, Zbigniew Boniek og Leszek Lipka náðu yfirtökunum á miðjunni — og Hollendingar voru mjög seinir í gang. En Pólverjum tókst ekki að nýta yfirburði sína í byrjun í mörk — Lato komst einn í gegn en hitti ekki knöttinn í dauðafæri. Síðan komu Hollendingar meira inn í myndina. Litlu munaði að Kees Kist skoraði. Skaut rétt yfir þverslá á 34. mín. og tveimur mín. síðar skallaði Ernie Brandt framhjá. Mínútu síðar lá knötturinn í marki Hollands. Lato skapaði usla í vörn Hollands — gaf síðan á Wojciech Rudy, sem var um 25 metra frá marki. Piet Schrijvers bjóst við fyrirgjöf — fór út í hornið, en Rudy spyrnti á markið. Schrijvers var of seinn niður. Knötturinn fór undir hann í markið — mikil mistök hins reynda markvarðar. í síðari hálfleik kom sóknarmaður- inn La Ling í stað varnarmannsins Brandt hjá Holiandi til að reyna að koma meira biti í sókn Hollands. En Zygmunt Kukla var snjall í marki Póllands — varði frábærlega frá Johnny Rep á 62. mín. en átti hins vegar enga möguleika til að verja frá miðverðinum Huub Stevens tveimur mín. síðar. Eftir markið urðu Hollend- ingar varkárari — jafntefli var jafn gott og sigur — en Kukla varði þó snilldarlega skalla frá Kist eftir fyrir- gjöf Rep. Staðan i riðlinum er nú þannig: Pólland 8 5 2 1 13—4 12 Holland 7 5 11 17—4 II A-Þýzkaland 7 5 11 16—8 11 Sviss 8 2 0 6 7—18 4 ísland 8 0 0 8 2—21 0 Austur-Þýzkaland og Holland leika í Leipzig 21. nóvember. A-Þjóðverjar verða að sigra til að komast í úrslit — en Holland kemst áfram á jafntefli. Þó Pólverjar séu efstir eru möguleikar þeirra á úrslitasæti úr sögunni — sama hver úrslit verða 21. nóvember. Með sigri komast A-Þjóðverjar upp fyrir þá — en verði jafntefli er-markamunur Hollands beztur. Hrottaleg mistök markvarðar Skota „Ég skil ekkert í að vera að velja „part-timers” — leikmann, sem ekki er algjörlega i knattspyrnunni — i mark- ið. Skotar sigruðu ekki í leiknum vegna hrottalegra mistaka Alan Rough og það voru mikil vonbrígði að sigra ekki í þessum leik eftir hina mikla yfirburði skozka liðsins,” sagði kappinn kunni, Dennis Law, eftir að Skotland og Austurríki höfðu gert jafntefli 1—1 i 2. ríðli Evrópukeppninnar á Hampden- leikvanginum í gær að viðstöddum 72.700 áhorfendum. Með sigri hefðu Skotar staðið mjög vel að vígi — eiga eftir heimaleiki bæði við Belgíu og Portúgal. Þetta var fjörugur leikur og yfir- burðir Skota umtalsverðir. En Koncilia reyndist þeim erfiður. Varði mark Austurríkis með tilþrifum og var auk þess heppinn, þegar hann sló knöttinn í þverslá eftir spyrnu Kenny Dalglish. Austurríkismenn lögðu ofurkapp á að gæta Dalglish. Hattenberger vék ekki frá honum og Pezzey var honum til að- stoðar ef á þurfti að halda. En Skotar fengu sin færi. John Wark stóð fyrir opnu marki á 10. mín. en skallaði framhjá og sóknarloturnar .gengu á austurríska markið. Koncilia greip hvað eftir annað frábærlega inn í. í einu af örfáum upphlaupum sínum tókst Austurriki að skora. Jara gaf fyrir og engin hætta virtist fyrir hendi. Alan Rough ætlaði að grípa knöttinn en missti hann fyrir fætur Hans Krankl, sem skoraði auðveldlega. Það skeði á 40. mín. Annað skot Austur- rtkis á mark í fyrri hálfleiknum. Skotar döluðu eftir markið en komust aftur á skrið, þegar fyrirliðinn Archie Gemmill skoraði með þrumu- fleyg af 25 metra færi. Afthur Graham, Leeds, sem leikið hafði vörn Austur- rikis grátt án þess að nokkuð kæmi út úr þvi, var tekinn út af og David Cooper, Rangers, kom í hans stað. En sama hvað Skotar reyndu. Þeir komu knettinum ekki oftar framhjá Koncilia og urðu að sætta sig við jafn- tefii. Mistök Rough voru grátleg fyrir Skota — en það voru ekki hans mistök áð öðrum leikmönnum liðsins tókst ekki að skora nema einu sinni úr sjö upplögðum tækifærum. Staðan í 2. riðli er nú þannig: Austurríki Belgía Portúgal Skotland Noregur Austurríkismenn eiga einn leik eftir - útileik við Portúgal. -hsím. FIDELITY FIDEUTY STEREO SAMSTÆÐAN Sérstök hljómgæöi, hagstætt verö. Innifaliö í veröum: Útvarp meö FM — LM bylgjum, plötu- spilari, magnari, segul- band og 2 hátalarar. Gerö MC5 gerö MC 6 meö dolby'kerfi gerö 4-40 gerö 5-50 meö dolby kerfi Pantiö myndalista í síma 22600 SJÓNVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.