Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. SVÍÞJÓÐ - FISKUR Vil kaupa frosna ýsu-lúðu-síld, svo og laus- frysta rækju í venjulegum pakkningum, einnig saltfisk í neytendapakkningum. Upplýsingar um verð og magn sendist til: ISLAND SEAFOOD Box 313, S-12403 Bandhagen Sweden. Tel. 084-76177. Höfum fjársterka kaupendur að góðum íbúðum, einbýlis- húsum og raðhúsum, fullkláruðum eða á byggingarstigi, i Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Til sölu stórar og smáar fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og víða út um landið. Leitið upplýsinga. Látið skrá ykkur. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. Sími 17374 til kl. 9 á kvöldin. Krakkland er fyrsti átangastaður Hua Kuo feng, formanns kfnverska kommúnistaflokksins, en hann hyggst einn fara til Bret- lands, Vestur-Þýzkalands og ítalfu. Þetta er f fyrsta skipti sem æðsti leiðtogi kfnverskra kommúnista heimsækir rfki i Vest- ur-Evrópu. Myndin er frá því er Valery Giscard d’Estaing forseti Frakklands tók á móti Hua á Orly flugvelli við Parfs. HUARÆÐIRKAM- PÚTSÐJ (PARIS Frakkar og Kínverjar gerðu nýjan viðskipta- og menningarsamning í gær Leiðtogi kínverska kommúnista- flokksins mun í dag Ijúka heimsókn sinni til Frakklands með því að snæða hádegisverð með Valery Giscard D’Estaing Frakklandsfor- seta. Þar er búizt við að helzt verði rætt um ástandið í Kampútseu og ná- grannaríkjum hennar. Hafa þjóðar- leiðtogarnir mjög rætt þetta mál sín á milli. Þessi hluti heims var áður fyrr frönsk nýlenda en áhrif Kínverja eru nú veruleg á þessum slóðum. Hua heldur blaðamannafund áður en hann snæðir með Frakklandsfor- seta. í gærundirrituðu þjóðarleiðtog- arnir sanining þar sem gert er ráð fyrir mjög aukinni samvinnu ríkja þeirra í viðskiptamálum, menningar- málum og á tæknisviðinu. Sam- kvæmt samningum er lagður grunnur að samstarfi Frakka og Kínverja allt til ársins 2010. Hua er fyrsti leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins sem kemur í heimsókn til Vestur-Evrópu. Hann hefur þegar boðið Valery Giscard d’Estaing forseta í heimsókn til Kína á næsta ári. Hua mun að loknum viðræðum við forsetann í París halda í tveggja daga ferðalag um norðurhluta Frakklands. Mun hann koma við i samvinnusveitabýli, hann mun skoða útvarps- og sjónvarpsstöð, rafeinda- verksmiðju og rannsóknarstofnun i haffræði. Hinn kínverski kom til Versala, hins gamla seturs franskra einvalds- konunga, i gær og einnig var hann viðstaddur ballettsýningu í Óperu- höllinni í Paris. Hua flokksformaður mun einnig heimsækja Bretland, Vestur-Þýzka- land og Ítalíu í þessari fyrstu heim- s^kn sinni til Vestur-Evrópu. Ferð hans mun standa í þrjár vikur. Verð á 5 slátrum SLÁTURSALA í SLÁTURTÍÐ kl. 2—6 daglega kl. 9—12 laugardaga ALLT NÝTT 0G ÓFRYST NEMA BLÓÐ EINNIG ALLT TIL SLÁTURGERÐAR NÆG BÍLASTÆÐI SPARIMARKAÐURINN AUSTURVERI NEÐRI BÍLASTÆÐI SUNNAN HÚSSINS Washington: Carter braut stjórnarskrána - þegar hann sagði upp vamarsamningi við Taiwan án þess að leita f ulltingis öldungadeildarinnar Alríkisdómari í Washington úr- skurðaði í gær að ákvörðun Jimmy Carters forseta Bandaríkjanna um að segja einhliða upp gagnkvæmum varnarsamningi Bandarikjanna og Taiwan væri stjórnarskrárbrot. Það gerði forsetinn í kjölfar nánari tengsla ríkis hans við stjórn Kína í Peking. Dómarinn úrskurðaði að Carter hefði ekki mátt gera þetta nema með samþykki í það minnsta tveggja þriðju hluta þingmanna í öldunga- deildinni í Washington. Jimmy Cart- er hefur þegar tilkynnt að þessum úr- skurði alríkisdómarans verði áfrýjað til hæstaréttar Bandaríkjanna. . Það voru nokkrir öldungadeildar- þingmenn; með Barry Goldwater i fararbroddi, sem höfðuðu málið gegn forsetanum vegna Taiwan- samningsins. í úrskurði dómarans segir að forsetinn hafi ekki rétt til að fullgilda eða ógilda samninga við er- lend ríki án samráðs við öldunga- deildina. Ógilding varnarsamningsins við Taiwan var talin mikið skref í átt til bætts sambands við stjórnina í Peking.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.