Dagblaðið - 18.10.1979, Page 13

Dagblaðið - 18.10.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979 13 Bókum glasabamið Louise litla Brown á ekki beint sjö dagana scela íframtíðinni. Þar sem hún er glasabarn eða kraftaverk eins og foreldrar hennar kalla hana — og það fyrsta í sögunni — getur hún sig vart hreyft þó aðeins rúmlega ársgömul sé. Jafnvel sjónvarpsstöðvar kappkosta við að sýna myndir af henni. Nú er fyrirhugað að gefa út bók um glasabarnið og þá er bara að bíða ogsjá hvað það verður næst. Jafih löng harmu Við eigum þær margar hár- prúðar en svona mikið hár sér maður nú ekki daglega. Það er ameríska stúlkan Kathleen Cowling sem hefur allt þetta hár. Hún byrjaði að safna því 14 ára en nú er hún 26. Er hún var spurð hvort ekki væri erfitt að halda öllu þessu hári hreinu sagði hún: „Nei, ég þvæ það einu sinni í viku.” — En hvað er það þá lengi að þorna? „Jú, ég legg það yfir höfðagaflinn á rúminu mínu og læt það liggja þannig niður á gólf yfir nóttina til þerris,” sagði hún. Kathleen sjálf er meðalmanneskja á hæð og hárið á henni er jafnlangt henni sjálfri. En ætlar hún ekki að klippa sig? ,,Jú,” segir hún, „kannski upp í mitti.” Hver er vinur Sophiu? Hann heitir Serge Lama og er þekktur, franskur söngvari Já, við erum að ræða uxr manninn sem stendur fyrir aftan hina frægu Sophiu Loren á myndinni hér að ofan. Að sögn sérfræðinga í París þykjr þau hafa sézt heldur oft samar upp á síðkastið, þau Sophia og Serge. Jafnhliða því sem sam- ferðir þeirra hafa aukizt, hefui minna sézt af eiginmanni Sophiu, Carlo Ponti. Ef spurt er um vinskapinn er því aðeins svarað: ,,Viðerumaðeins góðir kunningjar,” enda hlýtur svo að vera, hvort tveggja harðgift fólk. Serge er 36 ára og hefur verið í hjónabandi og hin sí- fallega Sophia Loren er orðin 44 ára og alltaf gift honum Ponti sínum, framleiðanda margra góðra kvikmynda. Einnpakka - tvo pakka - þrjá pakka,og enginn eins * í hverjum pakka eru þrjár myndir, rammar — gler — lím- band — leið- beiningarbækl- ingur. Hvernig jjöl- skyldan getur fegrað sjálf veggi heimilis- ins. Nýtt á markaðnum GAGN OG GAMAN fyrir fjölskylduna í skammdeginu. Fjölbreytt úrval mynda Verð kr. 9500.- q L Hringið - við póstsendum ^ hvert á land sem er. EYMUNDSSON Austurstræti 18. Sími 13135 og 13522

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.