Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. 21 Fimm íslandsmeistarar og fjórir til vara: HUNDRAÐ UNDARÁ UNDASÝNINGU Þrátt fyrir innflutningsbann á hund- um og bann við hundahaldi í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum er það stað- reynd að fjöldinn allur af hundum er til hér á landi. Það eru ekki eingöngu ,,ís- lenzkir” hundar heldur eru þeir af öll- um hugsanlegum tegundum. Um síðustu helgi var haldin hundasýning í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellssveit og voru mættir um hundrað hundar til leiks. Áhorfendur voru um tólf hundruð talsins. Fimm hundar fengu titilinn „íslandsmeistari” og fjórir „íslands- meistari til vara”. Þessir hundar voru Breki og tíkin Perla, ísl. kyn; Labra- dortíkin Perla og þau Sunnudals Sesar og Sara, bæði Golden Retriever. — 1. verðlaun, hvolpar: Arna-Bella, dóttir Perlu, eigandi Kolbrún Geirs- dóttir. Golden Retriever: 1. verðlaun, hundar: Sunnudals Baldur-Sesar, eigandi Áslaug Þórhalls- dóttir, fékk einnig íslandsmeistaratitil. I. verðlaun, tíkur: Sunnudals-Sara, einnig valinn annar bezti retrieverinn og auk þess íslandsmeistari. Eigandi Jón Gunnarsson. 1. verðlaun, hvolpar: Sunnudals- Tanja, eigandi Rita Júlíusson. Poodlehundar Óvenjumargir poodlehundar voru Aðrer tegundir, fómennar Margir hundar eru til hér á landi af tegundinni Irish setter, en aðeins tveir af þeim voru mættir að Varmá. Hinir voru allir í þjálfun eða á veiðum norður1 í landi. Voru það tvær tíkur sem mættu, og fékk önnur þeirra verðlaun, Skipasunds-Snúra, eigandi Karl Friðrik Kristjánsson. — Colliehundurinn Eddie, eigandi Steinunn Paulsdóttir, fékk verðlaun, en aðeins voru þrír colliar á sýningunni. Af smáhundunum fékk hundur af Pappilionkyni mjög góða einkunn, eig- andi Sigurjón Jónsson. Tíkin Mjöll, maltese, fékk einnig verðlaun, eigandi Guðrún Lárusdóttir, og Pekingesertík- Sunnudals Baldur Sesar varð hlutskarpastur I Golden Retriever flokknum. Hann fékk einnig íslandsmeistaratitil. DB-myndir Einar Gunnar. Varameistararnir voru: Pollí, ísl. tík.eig. Svala Hauksdóttir; Kátur, ísl., eigandi Guðjón Stefánsson, Labrador- tíkin Perla og tíkin Björt Perla, Golden Retriever, eig. Einar Sindrason. Bezta árangur í ræktun fékk Golden Retrievertíkin Heba með afkvæmi, eig- andi Sigfríð Þórisdóttir. Bezta tík með afkvæmi var, valin íslenzka tíkin Perla. Dómari á sýningunni var Earnest Froggatt frá Manchester, en hann er bæði hundaræktandi og sérfræðingur í veiðihundum, auk þess sem hann hefur alþjóðleg réttindi til að dæma öll hundakyn. Valinn var bezti hundur, tík og hvolpur úr hverjum flokki, þ.e. af hverju kyni. (slenzki hundurinn I. verðlaun, hundar: Breki, íslands- meistari og bezti hundurinn á sýning- unni. Breki er ættaður frá Búrfelli og Keldum. Eigandi hins frábæra hunds er Kári Sigurbergsson, læknir á Reykja- lundi. I. verðlaun, tíkur: Perla, íslandsmeist- ari og fékk hún einnig titilinn „önnur bezt á sýningunni”, eigandi er Elín Þorsteinsdóttir. 1. verðlaun, hvolpar: Vaskur frá Ólafs- völlum, eigandi Sigríður Pétursdóttir. í íslenzka flokknum var einnig valinn bezti öldungurinn og var það Kolur frá Ólafsvöllum, eigandi Sigríður Péturs- dóttir. Labradoramir: 1. verðlaun, hundar: Vífils Lord, eig- andi Helgi Garðarsson. 1. verðlaun, tíkur: Perla, undan Prins og Bellu. Fékk einnig meistaratitil i sinum flokki. Eigandi er Hallgrtmur Jónsson. Earnest Froggatt hefur alþjóðleg dómararéttindi á allar tegundir. Þarna er hann að skoða islenzkan hvolp. in Trína sömuleiðis. Eigandi hennar er Halldóra Guðmundsdóttir. Hundasmygl stórhættulegt í Ijósi innflutningsbannsins langaði okkur að fá vitneskju um hvernig þess- ar mörgn og óliku hundategundir væru komnar til landsins. „Á undanförnum árum hafa verið veittar nokkrar undanþágur frá hunda- innflutningsbanninu,” sagði Stefán Gunnarsson, sem sæti átti í sýningar- nefndinni. „Það er einnig vitað mál að ein- mættir til leiks að Varmá eða um tuttugu talsins. 1. verðlaun, hundar: Bossi, eigandi Vil- helmína Vilhelmsdóttir. I. verðlaun, tíkur: Daisy, eigandi Sigurbjörg Tryggvadóttir. Kristján Kárason er þarna með íslandsmeistaranum Breka sem auk meistaratitilsins fékk margar aðrar viðurkenningar. Breki er ættaður frá Búrfelli og Keldum. hverju af hundum, sérstaklega smá- hundum, hefur verið smyglað inn i landið. Það er vægast sagt stórhættu- legt að smygla hundum hingað og langtum öruggara og heppilegra á allan hátt að leyfa hundainnflutning undir ströngu eftirliti. Hundar á íslandi eru ekki bólusettir og þótt ekki bærist hingað nema smávægileg hundainflú- ensa með smygluðum hundi gæti það orsakað farsótt og jafnvel dauða þeirra hunda sem fyrir eru í landinu. Það er orðið vandamál hér á landi hve fáir hundar eru af hverjum stofni. T.d. hafa ekki komið hingað til lands nema þrír eða fjórir Golden Retriever hundar á undanförnum árum. Okkur ,vantar tilfinnanlega nýtt blóð í hunda- stofnana hér,” sagði Stefán. Vinsælustu hundategundirnar á landinu í dag eru poodlehundar og Labradorinn sem nýtur vaxandi vin- sælda. Hvolpar þessara kynja hafa verið seldir á 150 þúsund kr. Hefur ekki orðið breyting á þvi verði lengi, þannig að það hefur ekki vaxið í verð- bólgunni. - A.Bj. Vífils-Neró, svartur Labrador, er þarna að sýna listir sinar. Labradorarnir geta gert ótrúlegustu kúnstir. Skóútsala — ódýr skómarkaður Barnaskór — kvenskór — karlmannaskór. Það er þess virði að líta inn. Skómarkaðurinn, Hverfisgötu 82.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.