Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. Yr DB á ne ytendamarkaðí Allt sem nota þarf til innrömmunnar er i kassanum. Greinargóður leiðarvisir ' fylgir með. Fólki er tekinn sérstakur vari fyrir því aö káfa á glerinu eftir að plastfilman hefur verið fjarlægð af þvi. » S Jólagjafahugmynd: Eftirprentanir meðrömnnnn Nú fer bráðum að líða að þeim tíma sem fólk fer að huga að jóla- gjafakaupum. Vöruúrval er mikið, í það minnsta í höfuðborginni, og valið getur verið býsna erfitt. Á dögunum rákumst við á sniðuga „jólagjöf” hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Það eru málverka- eftirprentanir, þrjár í kassa, og fylgir með myndaramminn með gleri og .öllu saman. Myndimar era eftir ýmsa sænska málara, ljómandi laglegar. Mjög einfalt er að ramma þær inn, — við gerðum það meira að segja án þess að skoða leiðarvísinn, og það tók ekki nema um það bil fimm mínútur að ramma þrjár myndir inn. Hægt er að velja á milli ýmissa myndamótífa, barnamynda, blóma- dýra- og landslagsmynda. Hjá Eymundsson eru einnig til mjög snotur kort með eftirprentunum af listaverkum. Kassi með þremur eftirprentunum og römmum kostar 9.500 kr. -A.Bj. Hægt er að velja á milli barna-, landslags- og blómamynda. Þetta eru eftirprent-. anir eftir ýmsa sænska listamenn. DB-myndir Ragnar Th. Marmelaði úr 2. f lokks tómötum Nú er hægt að fá annan flokk af tómötum á 500 kr. kg og tilvalið að nota sér það og búa eitthvað gott til. Hér er tómatamarmelaði: 1 kg tómatar 1 kg epli 2 stykki sitrónur 1 1/2 kgstrásykur. Eplin eru flysjuð og kjarnahúsið tekið innan úr, þau skorin í bita. Tómatarnir eru einnig skornir í bita og síðan er þetta hakkað í hakkavél, látið í pott og soðið þar í mauk. Þá er safinn úr sítrónunum látinn út i ásamt sykrinum og rifnum berki af annarri sítrónunni. Þetta er soðið áfram í ca 10 mínútur. Hráefniskostnaður er rétt um 1400 kr., en hann getur farið dálítið eftir því hvernig epli era notuð. -A.Bj.' BJÖRNINN Smurbrauðstofan Njólsgötu 49 - Simi 15105 Mikil hækkun á Egilsstöðum: MEÐALTAUÐ í SEPT. 31.723 KR. - VAR RÚM14 ÞÚSUND í SEPT. í FYRRA Húsmóðir á Egilsstöðum skrifar: „Kæra neytendasíða. Ég er núna búin að vera með i heimilisbókhaldinu í eitt ár að und- anteknum desember ’78 og jan. ’75 Mér finnst mjög gagnlegt og gaman að vera með og sjá í hvað peningarnir fara. Ég var að gamni að athuga hvað t.d. sept. ’78 var hár í mat og öll út- gjöld til heimilisins. Ég komst að því að öll útgjöld mánaðarins þá eru lítiðf hærri en sú upphæð sem nú fer aðeins í mat og hreinlætisvörur. Auðvitað er þetta þó breytilegt eftir mánuðum. Þakka fyrir allt gott og skemmtilegt.” Að sjálfsögðu geta mánuðirnir verið misjafnir en ekki er ósennilegt að t.d. september í fyrra og septem- ber í ár séu nokkuð vel sambærilegir. Þá stendur yfir sláturtíð og algengt að keypt sé til vetrarins einmitt i þeim mánuði. Þessi Egilsstaðahúsmóðir er með 31.723 kr. í meðaltal á mann í september í ár. Hún var með 14.639 kr. í meðaltal á mann í september í fyrra! Þá var heildarkostnaðurinn 33.078 kr. að meðaltali á mann hjá henni! Samsvarandi kostnaður í september núna er 76.494 kr. á mann! Ekki svo lítil hækkun þar. Þess má geta að landsmeðaital í september í fyrra í fjölskyldustærð ER og ÞJS í Kópavogi skrifa: Enn á ný sendum við upplýsinga- seðil til neytendasíðunnar, við höfum verið með frá upphafi. í september ,stækkaði fjölskyldan um helming og er nú 4 fullorðnir og 2 börn. Það er mikill munur á hvað meöaltalið í imatarútgjöldum verður hagstæðara því fleiri sem á heimilinu eru. Við eig- um ekki frystikistu og kaupum þvt venjulega bara vikuskammt í einu, nema af mjólkurvöram, sem keyptar eru jafnóðum. Undir liðinn „annað” falla allir aðrir útgjaldaliðir fjölskyldunnar, Egilsstaðafjölskyldunnar var 23.651 kr. Þá var hún því langt fyrir neðan meðaltalið. Fróðlegt verður að sjá hvar hún verður á vegi stödd í ár. -A.Bj. t.d. rekstur á bifreið, hiti og raf-. magn, afborganir af lánum, fata-. kaup, blöð og bækur o. fl. o. fl. Látum þetta nægja að sinni. Hagstæðara eftir því sem fleiri eru íheimili Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldió? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðli meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærö og yðar. Þar að auki eig þér von I að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í septembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m i /kív Fjöldi heimilisfólks Upplýsingaseöill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda !<

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.