Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 32
Skuldir Olíumalar hf. nálgast tvo milljarða framkvæmdastjórinn hefur hætt störfum og vill vita hvort halda á lífínuí Athafnasvæði Olíumalar hf. við Smárahvamm. DB-mynd: RagnarTh. fyrirtækinu Tómas Sveinsson framkvæmda- stjóri Oliumalar hf. hefur látið af framkvæmdastjórastörfum við fyrir- tækið ög hefur Björn Ólafsson for- seti bæjarstjórnar Kópavogs að mestu tekið við stjórn á daglegum rekstri. Fjárhagsörðugieikar Olíumalar hf. hafa aukizt til mikilla muna, þar sem lítið hefur enn borizt af hlutafé því sem átti að setja i fyrirtækið. Skuldirnar námu orðið um 1100 milljónum er staða fyrirtækisins var könnuð fyrir síðasta aðalfund. Nú hefur heyrzt að skuldirnar nálgist tvo milljarða króna. DB ræddi við Tómas Sveinsson um stöðu fyrirtækisins og sagði hann að upphaflega hefði verið sent eftir sér, sem einhvers konar kraftaverka- lækni frá Framkvæmdastofnun og hefði sú ráðning aðeins átt að vera nú fram á haust. „Staða fyrirtækisins er hins vegar slík,” sagði Tómas, ,,að ég tók sjálfan^mig út af launaskrá. Ég er því ekki í daglegri stjórnun lengur, en hef auðvitað áfram afskipti af fyrirtækinu sem stjórnar- maður þess. Það hefur enginn annar tekið formlega við framkvæmdastjórn Olíumalar, en við Björn Ólafsson höfðum skipt með okkur verkum, en Björn hefur tekið meira og meira á sig. Markaðurinn hefur dregizt gífur- lega saman, sagði Tómas. Á siðasta ári var framleiðslan 70—80 þúsund tonn en nú aðeins um 30 þúsund tonn. Fjármagnskostnaður er mikill og skuldahalinn vefur svakalega upp á sig. Hins vegar hafa ekki komið til vandræði vegna launagreiðslna, þar sem framleiðslan hefur staðið undir þvi.” ,,Ég vil ekki segja að fyrirtækisins biði klárt gjaldþrot,” sagði Tómas, en því lengur sem það dregst að taka ákvörðun um framtíð þess, því verra verður ástandið. Það er mitt álit að það ætti að vera búið að taka á- kvörðun um það hvort setja á skepn- una á vetur eða ekki. Það er niðuistaða nefndar sem fjallaði um Olíumöl hf., að ríkis- sjóður eigi að gerast stór eignaraðili að fyrirtækinu, með þeim sveitar- félögum, sem þegar eiga hlut í því. Það hefur hins vegar skapazt óvissa nú vegna þess að ríkisstjórnin, sem kom nefndinni á laggirnar, er nú fallin.” -JH. Tveir fjórtán ára piltar fóru í nótt vel útbúnir rifjárnum laumulega inn ágeymslu- svæði gáma við Sundahöfn. Tilgangurinn var að komast í gárna og finna helzt áfengi og tóbak. Slikan varning fundu þeir engan en auðveldlega tókst þeim að komast i gáma og tóku þá það sem tiltækt var og freistaði augans. Höfðu þeir á brott með sér neyðar- blys, svo og tvo riffla og nokkurt magn af haglaskotum. Ekki fóru þeir langt áður en löngunin til að prófa eitt neyðarblys varð ómótstæði- leg. Sást þetta neyðarblys er þeir skutu yfir Sundahöfninni og litlu siðar var öðru skotið upp af Laugardalssvæðinu. Þetta kom lögreglunni á sporið og náði hún drengjunum. sem játað hafa verkn- aðinn og skýrt frá tilgangi fararinnar. Voru þeir með þýfiðer þeir voru teknir. Málið er nú komiðtil RLR. - A.St. SKULDIR TIMANS UM 200 MILUÓNIR —staðan samt batnandi—breytingar fyrirhugaðar ÓlafurB. Thors ekki íframboð „Ég fer ekki fram I prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjá- vík,” sagði Ólafur B. Thors borgarfulltrúi í morgun. „Við sjálfstæðismenn höfum verk að vinna í borgarstjórn og ég tel ekki eðlilegt að þrír af efstu mönnum Sjálfstæðisflokksins frá síðustu borgarstjórnarkosningum sækist samtimis eftir þingsæti.” Þýðir þetta það að þú sért borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins í næstu borgarstjórnar- kosningum? „Það verða sjálfstæðismenn að ákveða á sínum tíma, en ég tel að ekki fari saman þingmennska og starf borgarstjóra Reykjavikur. Skuldir dagblaðsins Tímans nema nú um 200 milljónum, að því er Jóhann H. Jónsson framkvæmda- stjóri staðfesti í viðtali við DB í gær. Hann tók fram að hér væri ekki um vanskilaskuldir að ræða, en vissulega væru vextir og afborganir af slíkri upphæð þungur baggi. Einnig sagði hann aö veltufjármunir biaðsins væruum lOOmilljónir. Jóhann sagði að nú væri verið að móta áætlun um brcytingar á blað- inu, en úr þvi sem komið væri yrði ekki lagt út'í þær fyrr en eftir kosn- ingar, jafnvel eftir áramót. Fjársöfnun, sem blaðið efndi til i sumar meðal lesenda og velunnara, hefur þegar skilað yFir 20 milljónúm og er enn í gangi. Bjóst Jóhann við að þetta ár kærni betur út en hið siðasta, þrátt fyrirallt. Að svo stöddu vildi Jóhann ekki tjá sig um breytingarnar i smáat- riðum, nema hvað ekki stæði til að minnka útgáfuna. Að meðaltali hejur blaðið verið 24,6 siður daglega að Heimilistímanum og íslendingaþátt- unum meðtðldum. -GS. mmmcBBBmBKSMmammn' !■, ■iiiiiili«MÉaaBMMiri'iiiniwrtij frjáJst, nháð dagblað FIMMTUDAGUR18. OKT. 1979. Vilhjálmur Hjálmarsson hættir þingmennsku Vilhjálmur Hjálmarsson alþingis- maður og fyrrverandi menntamála- ráðherra mun ekki gefa kost á sér í framboð að þessu sinni samkvæmt á- reiðanlegum heimildum DB. Vilhjálmur mun tilkynna heima- mönnum þessa ákvörðun alveg á næstunni. Framsóknarmenn fengu í síðustu kosningum tvo þingmenn kjöma á Austurlandi. Tómas Ámason fyrrum ráðherra var í öðru sæti og færist nú væntanlega upp i hið fyrsta. Framsóknarmenn á Austurlandi telja nokkuð víst að Halldór Ásgríms- son færist úr þriðja sæti upp í annað og komist þar með líklega aftur á þing. Halldór sat á þingi um skeið en féll í seinustu kosningum. -HH. Eðvarð og Svava hætta: „Þetta fylgir bara aldrinum” — segirEðvarð Sigurðsson „Eg tilkynnti sjálfur á fulltrúaráðs- fundinum í gærkvöldi, að ég gæfi ekki oftar kost á mér í alþingisframboð,” sagði Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, i viðtali við DB í morgun. „Þetta fylgir bara aldrinum,” sagði Eðvarð, „annars hafa þingstörfin aldrei verið nema hluti af mínu starfi.” Spurður um það hvort ákveðið væri hver fulltrúi verkamanna tæki nú sæti hans i framboð til Alþingis, sagði Eðvarð: „Um þetta er ekkert hægt að segja. Nú er forval — annars væri þetta •ekkert spennandi.” Á fuUtrúaráðsfundi Alþýðubanda- lagsfélaganna í gærkvöldi var einnig til- kynnt að Svava Jakobsdóttir yrði ekki í framboði. Forval Alþýðubandalags hefst20. okt. -BS. HaustmótT.R.: Bjöm tryggði sérsigurinn Björn Þorsteinsson tryggði sér í gærkvöldi sigur á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur er hann gerði jafntefU við Björn Sigurjónsson. Hlaut Björn Þor- steinsson 9 vinninga af 11 mögulegum. Stefán Briem vann Benedikt Jónas- son og hlaut 8,5 vinninga og 2. sætið á mótinu. Sævar Bjarnason getur þó hugsanlega náð Stefáni að vinningum. Hann hefur 7,5 vinninga og biðskák við Ásgeir Þ. Árnason. í B-flokki hafa þeir Björn Árnason og Róbert Árnason 8 vinninga og eru efstir. Róbert gæti orðið einn um efsta sætið þar sem hann á biðskák. í þeirri skák stendur hann þó mjög höllum fæti. í C-flokki sigraði Eiríkur Björns- son. Hann hlaut 8 vinninga og í D- flokki sigraði Birgir Ö. Steingrimsson með 9 vinninga. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.