Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979.
3
Meirihluti þjóðarinnar
fylgjandi hemum
Áhorfandi skrífar:
Ég vil svara herstöðvaandstaeðingi
spurningu hans til mín í DB 12.
október, þannig: Herinn kom hingað
vissulega fyrir ákvörðun meirihluta
þingmanna, sem voru kosnir af
mælafundi við íslensku varðskipin,
sem að þeirra dómi frömdu ofbeldið
gegn Greenpeace? Hafa þeir
nokkumtíma mótmælt rússneskum
herskipum í kurteisisheimsóknum,
og ef svo er þá, hvaða dag? Telja þeir
virkilega í alvöru að „fundafrelsi”
nái til bannsvæða, niðurrifs girðinga
og til einkasvæða (heimila) fólks,
sem ekki vill leyfa fundi þar? Halda
þeir, að innrás Rússa á ísland og her-
taka, myndi valda heimsstyrjöld, ef
hér væri enginn Natóher (sbr.
Tékkóslóvakíu 1968)? Halda þeir, að
það sé ekki „tilfinningamál” okkar,
mikils fjölda íslendinga, að forðast
það öryggisleysi, sem slíku ástandi
myndi fylgja, þ.e’. að éiga sífellt á
hættu innrás, sem þeir vita, að Rúss-
ar gætu þá framkvæmt, skv.
Brésnef-kenningunni, án þess að
hætta á heimsstyrjöld, og fá svo yfir
okkur kommúnískt eins flokks
einræði á íslandi? Hvar væri lýðræð-
ið þá þegar aðeins kommúnistaflokk-
urinn einn væri leyfður og ferða-
frelsi, ritfrelsi, verkfallsréttur o.m.fl.
væri afnumið?
Hrein svör óskast og enga útúr-
snúninga, takk.
Kápur
•pTrpTP IrQ lHci'P
JLVJL JLL JlSíuíLHQu.
konur
Úrval af vetrarfatnaói komió
lýðræðislegum meirihluta þjóðar-
innar. Herinn er hér enn, eftir
allan þennan tíma, af því að allan
timann hefur meirihluti þingmanna,
kosinn af lýðræðislegum meirihluta
þjóðarínnar, verið því fylgjandi að
herinn væri hér. Það er aldeilis svo.
Annars væri herinn farinn. Svo
einfalt er málið.
Ég vil spyrja herstöðvaand-
stæðing: Er við engan „að sakast” ef
ég t.d. myndi ýta burt lögregluþjóni í
starfi, þar sem hann er að gæta
bannsvæðis? Af hverju halda her-
stöðvaandstæðingar ekki mót-
ENNUM
TEKJUR
SKÓLA-
TANN
LÆKNA
„Launþegi" hringdi:
Mér þykir það anzi hart þegar
pólitíkusarir eru að krefjast þess af
okkur láglaunamönnum að við
stillum kröfum okkar í hóf á sama
tíma og þeir virðast leggja blessun
sína yfir „glæpsamlegar” tekjur
tannlækna. Ég get líka ímyndað mér
að sá flokkur sem tæki þetta mál
rækilega fyrir í komandi kosninga-
baráttu myndi ekki tapa á því.
Ef fréttirnar af tekjum skóla-
tannlækna eru réttar—sem ég efast
ekki um — þá er alveg Ijóst að launa-
mismunurinn er orðinn allt of mikill í
þessu þjóðfélagi. Meira að segja
tekjur flugmanna virðast heldur rýrar
við hliðina á þessum ósköpum.
Ég held að þetta sé mál til að
skoða fyrir Vilmund, Ólaf Ragnar og
aðra slíka sem vilja sýnast róttækir.
Bréfritarí segir meirihluta þjóðarínn-
ar fylgja dvöl hersins hér á landi en
engu að síður að herínn eigi skelegga
andstæðinga eins og myndin sýnir.
LAUGAVEGI27 / SÍMI1 44 15
Sástu Seðlaspil
í sjónvarpinu?
Sigurður Runólfsson (Siggi) rakarí: Já.
Mér fannst þættirnir ágætir. Það er
aldrei neitt seðlaspil hér á rakara-
stofunni, öllu frekar seðlabil.
Hjördis Thorarensen, gjaldkeri i Seðla-
bankanum: Já. Andrúmsloftið hérna er
gjörólikt því sem var í þáttunum. Við
vitum til dæmis ekkert um val á banka-
stjórum.
Anna Þorkelsdóttir, starfskraftur i af-
greiðslu Seðlabankans: Já, já. Þessir
þættir voru mjög skemmtilegir. En
ekkert líkir þvi sem hér gerist.
Guðrún Gunnarsdóttir, starfskraftur i
afgreiðslu Seðlabankans: Já, sumt af
því. Það var ágætt. Bankastjórarnir
hér eru sumir eins sætir og þeir sem þar
komu fram.
JWfí
Guðrún Þórðardóttir, gjaldkeri í
Landsbankanum: Já, þeir voru mjög
skemmtilegir. Við spilum hérna
matador alla daga með seöla.
Krístfn Pálsdóttir, fu!”,-ú! . ds-
bankanum: Já, þeir þ: ■ v - f-
lega skemmtilegir. En lii ,rn
gerist í bankanum hér.