Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. Iðnaðar- og landbúnaðarráðherra, Bragi Sigurjónsson: Hefur sent frá sér sjö lióðabækur — er rómantískur náttúruunnandi, lítið fyrir sukkið Eins og í pottinn er búið fær Bragi Sigurjónsson nýskipaður iðnaðar- og landbúnaðarráðhcrra, líklega ekki tækifæri til mikilla umsvifa en með honum höfum við alténd eignast ráð- herra sem yrkir og var tími til kominn. Hann er elstur ráðherranna, 69 ára, og var lengi bankastjóri og í bæjarstjórn á Akureyri en hefur gefið út sjö Ijóðabækur og eitt smá- saganasafn. Hann stóð einnig fyrir fimm binda ritverkinu „Göngur og réttir.” „Mér þykir gaman að klæða hugs- anir í búning orða,” segir hann, „ég vil heldur ekki láta Iíf mitt falla í eina rás.” í ljóðum hans eru sviptingar sálar- innar eða andstæður þjóðfélagsins yfirleitt fjarverandi. Það er róman- tísk ást til náttúrunnar, sem ber þau uppi. Hann yrkir um skuggana sem nóttin dregur með rökkurpenslum á hciðarnar eða stöðuvatnið sem horfir harmi skyggðu auga eftir svönum sem hverfa með fjaðradyn í fjarska. Enda eru ferðalög um öræfin i góðu veðri yndi hins nýja ráðherra sem er upprunninn í Þingeyjarsýslu. Grófari skemmtanir, svo sem viskí- drykkja og laxveiðar, freista hans aftur á móti ekki. „Kokkteilboð þykja mér heldur ömurleg þótt ég drepi grönum í fyrir Bragi Sigurjónsson ráðherra og frú Helga Jónsdóltir aö Birkimel 10 A, þar sem þau búa þegar hann þarf aö dvcljasl hér fyrir sunnan. F.n hiö eiginlega heimili þeirra cr aö Bjarkarslíg 7 á Akureyri ,,og þar er alltaf sólskin.” _ DB-nnnd: Höröur. siðasakir,” segir hann. „Og ungur tók ég þá ákvörðun að reykja ekki.” En hann segist ekkert vilja ráðat fyrir öðrum í þessum efnum, predikar ekki. íþróttir stundaði hann fyrrum, sund og glímur, stökk og hlaup. En hann trimmar ekki, ætlar að láta gönguferðirnar vestan úr bæ niður í ráðuneyti nægja. „Nema þegar slag- veðrið í Reykjavik gerir illfært nema í bíl.” Hann og Helga Jónsdótti, kona hans, segja að á Akureyri sé miklu kyrrara — „ekki nema eitt veður á dag.” Þau eru dálítið skyld, bæði af ætt Guðmundar Friðjónssonar á Sandi, „og sú fjölskylda talaði aldrei um neitt nema pólitík,” segir Helga. Hún er mikil og góð húsmóðir en bendir réttilega á hvað það starf er van- metið. „Okkur er ekki reiknaður einn einasti eyrir í kaup,” segir hún, en álítur það annars ekki hlutverk sitt að viðra sig i fjölmiðlum. Af frændum Braga sem virkir hafa verið í stjórnmálum má fyrstan nefna föður hans, Sigurjón, sem sat á þingi sem varamaður Hannesar Hafstein. Annar var föðurbróðir hans, Erlingur, verkalýðsleiðtogi á Akur- eyri. Bróðir Braga, sagnfræðingurinn Arnór, hefur oft setið á þingi. Ömmubróðir hans í hina ættina var Einar Ásmundsson í Nesi, mikill þingskörungur. En hann sjálfur. Óraði hann fyrir því á unglingsárum að hann ætti eftir að setjast í ráðherrastól? „Hvarflaði ekki að mér,” segir þessi ræktaði fulltrúi bændamenn- ingarinnar. „Mig dreymdi víst fremur um sigra í riki skáldskaparins. En mikið ósköp þótti mér þó gaman á fyrsta framboðsfundinum sem ég fórá. Þávarég tólf áragamall.” -IHH. M A K Lítið meira Sér permonentherbergi OðkðfðStOÍkn TimQpantanir í símo 12725 KLAPPARSTIG Ódýr gæðadekk- úrvals snjómynztur —mjög hagstætt verð—---------- Super snjóniynztur 155X12(600X12) B78X 14(175X14) (Volvo) 20.400 21.200 C78X14(695X14) 25.500 Michelin GR78X14 30.400 135X13 (Fiat 127) 17.850 G60X14 33.800 205 X 16 Michelin (Range Rover) BR78X 15(560X15) (600X15) F78X 15(710X15) 21.800 22.300. Fleslar stærðir sólaðra hjólbarða FR78X15 27.600 SAMYANG GR78X15 31.200 600X12 17.900 HR78X 15(700X15) 615X13 18.400 (Jeppa) 31.900 560X13 18.700 LR78X 15(750X15) 560X13 18.700 (Jeppa) 34.500 600X13 20.050 12Xl5(Bush Track) 66.800 645X13 21.400 125X 12 með nöglum 18.000 640X13 23.350 520 X 10 Yokohama 13.600 695X14 27.800 Sendum gegn póstkröfu um land allt Gúmmívinnustofan Sími31055 TOYOTA-SALURIIMN NÝBÝLAVEGI 8 - KÓPAVOGI Auglýsir Verð: Toyota Starlet árg. 78 ..3,9 Toyota Corolla árg. 74 ..2,4 Toyota Corolla árg. 77 . . 3,6 Toyota Corolla STW árg. 73 . . 1,8 Toyota Mark II árg. 71 ..1,5 Toyota Cressida árg. 77 ..4,9 Toyota Cressida árg. 78 . . 5,5 Toyota Cressida árg. 78 ..5,5 TOYOTA-SALURINN NÝBÝLAVEGI 8 - KÓPAVOGI - SÍMI 44144. Opið alla daga frá 9—12 og T Laugardaga frá 1—5. -6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.