Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 2
2
r
Kunna þingmenn
umferðarlögin?
GuAmundur Óli Pálsson, Sauðár-
króki hringdi:
í fréttatíma sjónvarpsins þann 14.
október sl. var sýnd mynd af þvi er
flokksstjórn Alþýðuflokksins kom
saman til fundar í Iðnó.
Stór hluti af mönnum þcim er lentu
fyrir myndatökuvélinni voru að
ganga yfir götuna. Flestir eða allir
þeirra fóru á ská yfir hana.
Þriðja málsgrein 61. greinar um-
ferðarlaganna hljóðar svo: „Þar sem
merkt er gagnbraut yfir veg skulu
menn nota hana ef þeir ætla yfir
veginn. Ef ekki er gangbraut skulu
menn ávallt ganga þvert yfir með
jöfnum hraða. Gangandi menn skulu
gæta vel að umferð áður en farið er
yfir veg.”
Margir kvarta undan óstýrilæti
æskufólks nú á dögum. Verðum við
ekki að ætla að það taki hið eldra og
reyndara sér til fyrirmyndar? Fyrir-
myndin í þetta sinn voru forystu-
menn heils stjórnmálaflokks og
íslenzku þjóðárinnar um leið.
Því miður missti ég af því, hvaðan
Vilmund Gylfason bar að. Hann er
nú orðinn dómsmálaráðherra. Vil-
mundur hefur gefið það í skyn að
hann ætli að „opna” dómskerfið.
Heppilegast teldi ég fyrir Vilmund að
byrja á flokksbræðrum sínum og
kynna þeim umferðarlögin því það er
ekki loku fyrir það skotið að fleira
hafi gleymzt en 61. grein umferðar-
laganna.
Hin nýja rikisstjórn Benedikts Gröndal. Bréfritari sér ástæðu til að efast um kunnáttu hennar i umferðarlögunum.
Alþingi:
Pólitískt spilavíti?
M.F. skrifar:
Alþingi er sá staður þar sem at-
vinnupólitíkusarnir koma saman til
að svala pólitískri spilafikn sinni.
Aðalvinningurinn í þvi spili er að
koma sem stærstu höggi á and-
stæðinginn. Engin hugsjón og enginn
mannkærleikur ræður gerðum
þeirra, aðeins hégómlegt tómstunda-
gaman.
Þingmennirnir eru orðnir
blindaðir af pólitískri glýju og hafa
ekki dómgreind til að skynja hvað er
rétt og hvað er rangt. Góð málefni
eru drepin fyrir andstæðingnum af
ótta við að hann fái fleiri atkvæði
í næstu kosningum. Baktjaldamakk
og undirferli er orðið daglegt brauð
Hirsihmann
Útvarps-og
sjónvarpsloftnet fyrir
1 itsjónvarpstaeki,'
magnarakerfi og
tilheyrandi'
Ioftnetsefni.
Ódýr loftnet
og göd.
Áratuga
reynsla,
Heildsala
Smásala.
Sendum 1
póstkröfu.
Radíóvirkinn
Týsgötu 1 - Simi 10450
og þingmenn láta sig litlu varða
þjóðarhag eða almenningsheill.
Alvarlegast við þessa pólitísku
eitrun er það að henni hefur verið
dreift út um landsbyggðina, svo að
alþýða manna veit ekki sitt rjúkandi
ráð. Hinn almenni kjósandi á þess
ekki kost að velja sér hæfan fulltrúa
til alþingis. Hann verður að lljósa
allan listann þó það sé kannski ekki
nema einn hæfur maöur á honum.
Meðan málum er þannig háttað ætti
hann að sitja heima á kjördegi.
Ólafur Jóhannesson, fyrrum forsætisráðherra, i ræðustól á Alþingi,
BIRTIÐ NOFN KYN-
FERÐISAFBROTA-
MANNA
Helga Einarsdóttir hringdi:
Maður er alltaf að lesa um ein-
hverja mannníðinga sem eru að mis-
þyrma ungum stúlkum kynferðislega
eða taka af þeim myndir.
Mér finnst að það ætti að birta
nöfn þessara manna í blöðum þannig
að hægt væri að varast þá.
Slík óþverramál eru alltaf að
koma upp og virðist sem ekkert sé
gert í þessu. Stúlkur sem verða fyrir
þessu bíða þess sjaldnast bætur. Það
er því að mínu viti full ástæða til að
birta nöfn þessara manna til þess að
vara við þeim.
V
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979.
ÖMURLEGT
VEGAKERFI
Bíleigandi hringdi:
Ég lét mig hafa það nú um helgina
að bjóða fjölskyldunni í smá bílferð
út fyrir bæinn þrátt fyrir rándýrt
bensín. En eins og oft áður varð lítil
ánægja af ökuferðinni. Til þess sá
hið ömurlega vegakerfi okkar. Mér
finnst við bíleigendur eiga heimtingu
‘á því að eitthvað róttækt sé gert í
vegakerfi okkar, jafn mikinn skatt og
við greiðum í bensinverðinu.
Það væri verðugt verkefni fyrir
nýja ríkisstjórn að gera eitthvað rót-
tækt í vegamálum. Það að ekki skuli
vera steyptur vegur austur að Þing-
völlum er okkur til stórskammar. Ég
held að óvíða í heiminum sé að finna
jafn lélegt vegakerfi og hér á íslandi.
Stjómarbót
„Ljóðelskur” skrifar:
Á þessum síðustu tímum stjórnar-
öngþveitis hygg ég að hollt sé að
minnast kvæðiskorns eftir skáldið
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli. Skáldið gerir að yrkisefni sínu
ýmsar þær stjórnir sem hér hafa setið
við völd. Auk þess sem Ijóðið er
haganlega ort hefur það að geyma
vissan sagnfræðilegan fróðleik. Ef
mig misminnir ekki held ég að ég hafi
heyrt einhvern poppflokkinn syngja
Ijóð Einars fyrir ekki löngu síðan.
En alla daga öruggt var
og aldrei skyldi oss bregðast það
ef véki hún frá sú vonda stjórn
að verri kom í hennar stað.
Og landsins börnum lizt það von
að lendi allt í kött og hund
ef alltaf versnar ástandið
en aldrei batnar nokkra stund.
Nú virðist þó sem gæfan góð
hér gerði að lokum þáttaskil
og veitti okkur svo vonda stjórn
að verri stjórn mun aldrei til.
Kvæði Einars, Stjórnarbót,
hljómar á þessa leið:
Við áttum marga stolta stjórn
er stjórnaði okkur ár og síð.
Og það var okkar þyngsta raun
og þraut og plága og djöfuls nið.
— Við áttum danadindlastjórn
og dríldna landshöfðingjastjórn
og harða stjórn og heimska stjórn
og hundadagastjórn.
Ogeitt sinn var hér Emilsstjórn
og annaðskipti Hermannsstjórn,
við áttum líkáSteingrímsstjórn
og Stefánsjóhannsstjórn
og nýsköpunarstyrkjastjórn
og steigurláta kratastjórn
og happasnauða hernámsstjórn
og hagfræðingastjórn.
Við höfðum stundað hægristjórn
og hörmulega íhaldsstjórn
og einskisnýta Ólafsstjórn
og utanflokkastjórn.
— Við áttum bága bedistjórn
og bjargráða- og okurstjórn
og veika stjórn og vinstri stjórn
og verri en enga stjórn.
Undur
Jónas hringdi:
Ennþá geta undur skeð
á okkar landi,
skoffín fæddist fyrir tímann,
að flestra dómi er erfið glíma.
Það er eflaust ærinn vandi
að eiga að stjórna
ánægðir svo allir verði
það er engum fært nema Gerði.
Fyrir austan oft er bræla
og einsá þingi.
í Grindavík er gott í
sjóinn,
þeir geta veitt sem hafa
prófin.
Raddir
lesenda