Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.10.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. London er mjög sambærileg við leið- ina Boston — Washington D.C. Evrópuleiðin kostar 187 dollara fyrir manninn en aðeins 80 dollara vestra. Hlutfallslega er munurinn líklega einna mestur á flugleiðunum Munchen — Madrid og New York — St. Louis. Fyrrnefnda leiðin er 920 mílur en sú siðarnefnda 884 mílur. Bandaríski flugmiðinn kostar 131 dollara á meðan greiða verður fyrir hinn evrópska 339 dollara. Síðasta dæmið er um flug á milli Dublin á írlandi og Rómar á ítaliu og Houston i Texasfylki til New York. Vegalengdirnar eru hvor tæpar tólf hundruð mUur en evrópska verðið er helmingi hærra miðað við hið banda- riska, eða 346 doUarar fyrir farmið- ann á þessum leiðum og 165 dollarar. Á þessu geta verið margar skýring- ar. Meðal annars er skýrt frá þvi í greininni í Time að áætlunarflug- leiðir innan Evrópu verði stundum að vera lengri og flóknari vegna hern- aðarflugs. Kröfur ríkisvaldsins geri félögum þar líka stundum erfiðara fyrir. Mörg þeirra eru reyndar rekin beint og óbeint á vegum yiðkomandi ríkisstjórna. Freddie Laker, sem rekið hefur um nokkurt skeið flugfélag sem boðið hefur mjög ódýr fargjöld yfir Atlantshafið, segir að hér sé maðkur í mysunni. — Þegar orðið er ódýrara að fljúga til New York frá London en frá London til ýmissa staða á megin- landi Evrópu, sem eru muri styttri vegalengdir, er kominn tími til að endurskoða málin. Laker hefur sótt um að fá flugleyfi frá London til 37 borga á meginlandinu. Það mál er þó ekki langt komið. Efnahagsbandalag Evrópu hefur mælt með því að flugfargjöld innan ríkja þess verði lækkuð. Meðal ann- ars hefur verið stungið upp á að komið verði á fót þriðja farrými á öllum áætlunarleiðum í Vestur- Evrópu. Með þvi eigi að vera hægt að bjóða miða á lágu verði en minni þjónustu. Mörg flugfélög i Evrópu hafa hug á að krækja sér í bita af þessum hugsanlega lágmiðamarkaði innan Evrópu. Málin eru þó enn á könn- unarstigi og eiga eftir að fara i gegn- um frumskóg ríkisafskipta og milli- ríkjasamninga. árlega). Hvert kg fullunnið gefur nú af sér í þjóðarbúið um 300 kr. þannig að hér eru 90 milljarðar. B) Þessir 90 milljarðar verða að tvisvar og hálfsinnum hærri upphæð við að ganga í gegnum samfélags- kvörnina. Þessi viðbót gefur því 135 milljarða. (Þessi tala, þ.e. að marg- falda með tveimur og hálfum er um- deild — en lætur í öllu falli nærri, e.t.v. meira, e.t.v. örlitið minna). C) Við það að spara sér útgerð á 20 þúsund lesta flota sparast — þegar til lengdar lætur — um 1 milljón á smá- lest, gróft reiknað, sem gerir þá millj- arða. D) Tekjuaukinn mundi veita svig- rúm til þess að byggja upp istenskan iðnað, sem vel mætti áætla að gæfi í þjóðarbúið mjög fljótt svo sem 20 milljarða. (Þetta er mjög varlega áætlað). Út úr dæminu koma þá eins og það erhérsett upp 265 milljarðar. Ef þessari tölu er deilt niður á fjöl- skyldurnar í landinu, þá gerir það um 4 milljónir fyrir hverja fjölskyldu. En auðvitað mundi tekjubatinn í þjóðarbúinu ekki birtast á þennan hátt sem bein tekjuaukning fyrir hverja einstaka fjölskyldu, nema að hluta til, en sem bætt staða þjóðar- búsins út á við og inn ávið, en meðal- tekjur landsmanna mundu stórauk- ast. Barátta fyrir því að koma þessari skipan á væri þvi í reynd kjarabarátta sem verulega munaði um. Aðvaranir fiskifræðinga Fiskifræðingar hafa lengi bent á h, :ttuna á ofveiði. Fyrsta aðvörun Jóns Jónssonar mun nú vera orðin 13 Kjallarinn Kristján Friðriksson ára gömul. Skelegglegar greinar Ingvars Hallgrímssonar, — þar sem birtust mjög ákveönar aðvaranir, eru líklega orðnar 8 ára gamlar. Hann birti m.a. mjög lýsandi dæmi er sýndu hagkvæmni þess að vernda ýsustofninn. Kunn er skelegg barátta Jakobs Jakobssonar í friðunarmálum. Jakob Magnússon, Sigfús Schopka, Jónas Blöndal, Hjálmar Vilhjálmsson og fleiri hafa birt sínar aðvaranir. Síst ber svo að gleyma því, að Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndin lét frá sér fara það álit fyrir nokkr- um árum að sóknin í þorskinn á okk- ar hafsvæði væri helmingi of mikil til þess að stofninn gæfi þann arð, sem hann gæti gefið. Og það var strax árið 1962, sem Bjarni Bragi vék að ÆSLAND Hér suður við miðbaug, undan strönd Guiana í Suður-Ameríku, kúrir eyjan Æsland. Sjálft eylandið er ekki svo mjög frábrugðið öðrum Suðurhafseyjum, heldur eru það ibúarnir, Æslendingar, sem skera sig úr, þegar þeir eru bornir saman við þær þjóðir aðrar, sem byggja þennan hluta heims. Uppruni þessarar þjóðar, sem nú telur um 200.000, er einn af óleystum gátum hnattkringlunnar. Land- könnuðurinn Vespucci tók þarna land 1499 og fann þar Æslendinga í svipaðri mynd og þeir eru i dag. Nokkru seinna slógu spænskir landa- vinningamenn eign sinni á eyjuna og skirðu hana Æsland i eins konar háðungarskyni, því þeim fannst landið lítið æsandi og íbúarnir rólyndir i meira lagi og frábrugðnir hinum blóðheitu Miðjarðarhafs- búum, sem í þá tíð voru heimsveldi$<- mennirnir og stjórnendurjarðar. Æslendingar stóðu af sér næstum fimm alda kúgun tveggja stórvelda og komust í hóp sjálfstæðra þjóða lítið blandaðir og með tungu sína næstum óskerta. Þeir hafa ljósan hörundslit, eru með svart hár og flestir með grænleit augu. Vísinda- menn eru ekki á eitt 'sáttir með það, tivaðan þessi þjóðflokkur hafi upprunalega komið og eru ýmsar get- gátur á lofti. Fólk þetta er stolt og hefir staðið vörð um tungu sína og uppruna, sem enginn reyndar veit hver er. Aldrei hefir það sýnt neinn æsing i aldalangri sjálfstæðisbaráttu sinni en unnið sigur að lokum með seiglunni. í skjaldarmerki Æslands stendur: Sar kuf bnak sor”, en það útleggst: „Með hægðinni hefst það.” Eins og við er að búast samkvæmt legu landsins, er eilitft sumar og hita- svækja á Æslandi. Fólkið skýlir sér eftir beztu getu frá sólinni oggengur um sveipað alls kyns slæðum og sjölum. Fyrir um 20 árum fannst á eyjunni feiknarlega stór uppspretta af kælivökvanum Freon, og núer svo komið, að búið er að reisa afkasta- miklar kælistöðvar í öllum helztu bæjum og kæla alla vinnustaði og hýbýli. Sökum þess, hve kælingin er - Bréf frá henni Ameríku: ódýr, hefir fólkið ofnotað hana og er víða^svo kalt í húsum inni, að ibúarnir verða að klæðast peysum óg nota vettlinga við húsverkin. Þessi kæliveita þeirra er orðin heimsfræg. Æslendingar eru mjög upplits- djarfir og opnir, algjörlega lausir við óframfærni og feimni. Þeir eru alúðlegir og kumpánlegir við gesti sem gangandi og söngunnendur miklir, sifellt sönglandi og takandi lagið. En smakki þeir vin, verður mikil breyting á þessu vingjarnlega fólki, því nú hverfur það inn i sig, verður dauft og feimið við ókunnuga og fer einförum. Að fá sér neðan i því fyrir Æslending, er að gera sér dapran dag! Miklar framfarir hafa orðið á Æ.slandi siðan landið fékk sjálfstæði. Landbúnaður er undirstaða efna- hagslifs eyjarinnar og fiskveiðar, sem stundaðar hafa verið um alda- raðir.eru einnig all verulegar. Vandræðin eru bara þau, að fisk- vinnsla eyjaskeggja er ekki samkeppnisfær á erlendum mörkuðum, og er þvi útflutningur sjávarafla studdur með miklum ríkisstyrkjum. Veldur þetta óánægju margra, en stuðningsmenn fiskveið- anna benda á, að þessi iðnaður sé rót- gróinn og fjöldi manna kunni lítið fyrir sér annað en vinnu á sjó. Lands- lýður er orðinn vanur aðéta fisk, nýj- an, saltaðan og reyktan, en einhvern veginn verður ár hvert mikil offram- leiðsta, sem út verður að flytja með feikilegum niðurgreiðslum. Sumir vilja leggja fiskiðnaðinn algjörlega niður og flytja inn fisk frá Kanada og islandi en beina vinnuaflinu inn í landbúnaðinn. Efnahagur landsins helir verið all blómlegur þrátt fyrir allt og hag- vöxtur hægtir en e.t-uggur. Æsland hefir að þvi leyti verið frábrugðið mörgum öðn;" .......... að þar hefir verið lítil sem engin verðbólga, eða ekki nema 1—2 piustiu a ari siðast- liðin 15 ár. Ungl fólk er tekið að kvarta mjög yfir því, að frami sé hægur og að kaup standi svo að segja í stað. Alvarlegasta kvörtunin er samt sú, að unga fólkið segist ekki geta ráðið við að eignast húsnæði, þar sem skuldatagginn íþyngi því i ára- tugi i stað þess að vera gerður léttur og litill af verðbólgu þeirri, sem mörg önnur þjóðfélög njóta. Ef til vill segi ég ykkur meira af þessu merka landi seinna. Þórir S. Gröndal. J hugmyndinni um auðlindaskatt á sjávarútveg — en hann fylgdi henni ekkert eftir. Vaxandi stuðningur við málstaðinn Það var 10. júní 1975, sem ég fyrst birti hugmyndir mínar um Hagkeðj- una — en þar er auðlindaskattur hugsaður sem „tæki” í uppbyggingu orsakaketju. Ég hóf baráttuna með því að efna til fyrirlestrar í kaffistofu starfsfólks í Kjörgarði. Þangað bauð ég nokkrum kunnum fiskifræðingum og hagfræðingum — til þess að fá gagnrýni á hugmyndina. Ég fékk þar mikla uppörvun — og m.a. lét einn ágætur fiskifræðingur þau orð falla að honum þætti ég áætla ábatann af stjórnuninni helst til varlega. Nokkrum mánuðum siðar kom svo „Svarta skýrslan” og nokkru þar á eftir „Bláa skýrslan”, sem svo er nefnd. Dr. Gylfi Þ. Gíslason hélt svo nokkur erindi í útvarp að miklu leyti um svipað efni. Iðnrekendur lýstu stuðningi við málið. Jóhannes Nordal sýndi skilning á málinu í erindi. Margir tóku síðan i sama streng. En skeleggasti stuðningurinn nú upp á síðkastið hefur komið frá þremur háskólakennurum. Þeim Þorkeli Helgasyni stærðfræðingi, Einari Júliussyni eðlisfræðingi og Ragnari Árnasyni hagfræðingi. Þeir hafa beitt tölvum við úrvinnslu verk- efnisins og komust að svipuðum niðurstöðum og ég hef lagt til grund- vallar í Hagkeðjuhugmyndinni. Ég hef rætt við tvo af þessum fræðimönnum, og báðir hafa þeir boðist til að setja inn í reiknilíkön sín þau atriði frumgagna þar sem munur er á hjá mér og þeim að því er frum- gögn varðar. Aðalmunurinn á „útgangspunkt- um” mínum og t.d. dr. Einars Júlíus- sonar, er sá, að hann gengur út frá „möskvastærð” sem friðunaraðgerð — en ég geng it frá stórsvæðafriðun, þ.e. algerri Iriðun á uppeldissvæðun- um. Þetta brevtir mjög miklu um þá tímalengd, sem það mundi taka að ná fullum afrakstri af stofnunum. Einar birti mjög merkilega grein um þetta efni i 9. tölublaði Ægis, sem ég hvet menn til að lesa, — enda þótt ég telji að svæðafriðun gefi allt aðra niðurstöðu (um timalengd til að ná árangri) en þar kemur út. 50 fyrirlestrar og 30 blaðagreinar duga ekki Ég hef nú flutt, á sl. 4 1/2 ári, eitt- hvað um 50 fyrirlestra og skrifað um 30 blaðagreinar um málefni það, er hér um ræðir. Fylgi við hugmynd- irnar fer greinilega vaxandi — en þetta dugar þó bersýnilega ekki til að vekja menn almennt til skilnings á þessu mikla hagsmunamáli þeirra sjálfra. Nýlega flutti ég t.d. fyrirlestur um málið i Rotary-félagi i Kópavogi. Áhugi var mjög almennur og vakandi — og margar skynsamlegar spurning- ar voru settar fram. En þar kom þó í Ijós, að ýmis meginatriði málsins höfðu þangað til þarna farið fram hjá nokkrum vel gefnum og vel upp- lýstum mönnum. Þetta sýnir ofurvald fjölmiðla- mengunarinnar. Málið hefur aldrei fengið viðhlítandi umfjöllun í sjónvarpi Alþingismenn ráða útvarpsráði. E.t.v. er það ástæðan fyrir því að svona stórt mál hefur ekki fengið þá umfjöllun þar sem vera bæri. Ýmsir alþingismenn munu vera lítið hrifnir af þvi að upp um þá komist — að hafa haldið þjóðinni i efnahags- kreppu alveg að óþörfu nú um nokkur ár, e.t.v. vegna skammsýnna stundarhagsmuna þeirra sjálfra i sínu atkvæðabraski — þar sem stundar- hagsmunir sýnast rekast á við þjóðar- hag. í næstu grein mun ég vikja að því hvernig kjósendur landsins geta — í næstu kosningum — rétt hlut sinn gegn skammsýninni og atkvæða- braskinu. Kristján Friðriksson iðnrckandi. ^ „Kjarabarátta síöustu ára hefur engar raunverulegar kjarabætur fært þjóöinni.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.