Dagblaðið - 26.10.1979, Side 4

Dagblaðið - 26.10.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 1979. ^4 Hártízkan: GREIÐSLAN Á AÐ VERA KVENLEG OG MEST ÁHERZLA LÖGD Á HNAKKANN „Stutta hárið sem er i tízku núna er klippt í styttur og haft styttra að framan. Lögð er mikil áherzla á hnakkann. Sitt hár er einnig í tízku. „Stríðs-linan” sem byrjaði í fyrra- vetur er enn efst á baugi i síða hár- inu,” sögðu þær Pálína Sigurbergs- dóttir og Helga Jóakimsdóttir hár- greiðslumeistarar í samtali við DB. Þær eru nýkomnar heim af mikilli hárgreiðslusýningu i P’arís, Festival de la coiffure. Á sýningunni sýndu öll helztu samtök hárgreiðslumeistara í Frakklandi og auk þess margir ein- staklingar, einnig utan Frakklands. Má t.d. nefna meistara bæði frá Ítalíu og Japan. Nú á stutta hárið að vera líkt og vindblásið, kvenlegt og ekki í föstum skorðum. Það er ekki amalegt fyrir konur á íslandi þar sem alltaf er rok. — Greiðslurnar á siða hárinu þola hins vegar ekki rokið. Nú er enginn með túperað hár lengur, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. — Ljósi liturinn er mikið í tízku og mikið um strípur. Nú eiga þær helzt LJOSMYNDIR BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON að vera gylltar, en ekki gráar eins og áður. Permanent er algjör nauðsyn i dag, en það á umfram allt að vera létt, eins og lagningin. Á sýningunni voru allar samkvæmisgreiðslurnar sýndar á síðu hári. Áberandi var mikil notkun alls kyns kamba. Alltaf tekið mark á Frökkum „Það er einhvern veginn svo að alltaf er tekið mikið mark á Frökk- um, hvort sem er í fatatízku eða hár- tízkunni. Um leið og einhver lína kemur fram hjá þeim er hún á auga- bragði komin út um allan heim,” sagði Helga. — Þeim kom einnig Hárgreiðslan á að vera kvenleg. Mödelin okkar þrjú eru, talið frá vinstri, Vala Jónsdðttir, Yrsa Bergmann og Halla Hialtested. saman um að franskar konur væru áberandi vel snyrtar, bæði hvað varðar hárgreiðsluna og andlits- og handsnyrtingu. Pálínu og Helgu kom saman um að samkeppni meðal hárgreiðslustofa færi nú mjög harðnandi hér á landi og töldu að það væri mjög gott bæði fyrir iðnina og viðskiptavinina. Hár- greiðslufólk leggur sig fram um að fylgjast vel með því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi, til þess að ís- lenzkar konur geti jafnan verið vel og smekklega greiddar samkvæmt nýj- ustu tizku. Það getur kostaðallt að 17 þúsund kr. að fá permanent „með öllu” hér á landi. Þá er innifalinn þvottur, klipping, blástur eða lagning auk þess lagningarvökvar og lakk. Verðið getur verið mismunandi eftir stofum og tegundum permanentsins sem notaðer. KlippingJiér kostar frá 3500—4000 kr. Verðið fer dálitið eftir þvi hvort hárið er klippt í nýja línu eða hvort það er rétt aðeins sært að neðan. Það kostar frá 2.800 kr. Þær Pálína og Helga höfðu báðar látið klippa sig og fengið blástur í París. Klippingin þar kostaði 150 franka sem svarar 15 þúsund ísl. kr., en gat farið upp í 200 franka. Blástur (og þvottur) kostaði sem svaraði 9000 ísl. kr. Samsvarandi þjónusta hér kostar frá 4860kr. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.