Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. 3 Smábátaeigendur: OLL SUND LOKUÐ Jón Krisljánsson skrifur: Nýlega sendi hafnarstjórn Reykja- víkur bréf til smábátaeigenda sem haft hafa leigupláss þar, og er ég einn þeirra. í bréfinu segir m.a. að breyt- ingar hafi orðið á viðleguaðstöðu smábáta í höfninni en hafnarstjórn hafi lýst yfir að hún sé fús að bæta aðstöðu þeirra smábátaeigenda sem hafa atvinnu af útgerð, að fullu eða Raddir lesenda Hringið í síma ekki skilja útivistar og uppeldisgildi sjósóknar við sundin blá. Dagbl. hefur ásamt Snarfara haft forgöngu um árlegt sjórall, gríðarmikið og kostnaðarsamt fyrirtæki, sem ekkert gildi hefur fyrir hinn almenna smá- bátaeiganda. Ég sting upp á, að blaðið noti heldur áhrifamátt sinn i þágu hins alnienna Reykvíkings, vinni m.a. annars að tillögugerð í hafnarmálunum og þrýsti á stjóm- völd. 27022 milli kl 13 og 15, eða skrifið Smábátaeigendur við Reykjavikurhöfn. miklu leyti. Með bréfinu fylgir spurningalisti til þess að komast að þvi hve mikill hluti tekna viðkomandi sé frá bátaút- gerð hans. Lægsti flokkur sem krossa á við er 25% eða minna, m.ö.o. allir þeir sem hafa minna en 25% af heildartekjum sinum vegna bátsins eru „sportkallar”, og er m.a.s. beðið um staðfestingar á „lönduðum afla” sl. 2 ár. Þetta þýðir að þeir, sem nota báta sína til þess að draga marhnút í drenginn sinn, stunda sjómennskui sem útivist og ekki sízt vekja hjá| börnum og unglingum áhuga á sjómennsku, eiga nú engan samastað1 fyrir fleytur sínar í Reykjavik, nema á þurru landi. Það er gott og vel og ekkert við þvi að segja að höfnin vilji bætta aðstöðu trillukarla og ekki við hafnaryfirvöld að sakast þegar öll sund lokast þeim sem ekki eiga vagna undir báta sína. Það eru borgaryfir- völd sem hafa brugðizt. Þau virðast FAB Kúlu- og rúllulegur Svavar Gestsson kemur á fund for- seta íslands. DB-mynd RagnarTh. Á fund dr. Kristjáns með hendurí vösum Karl Guöjónsson, Keflavík, hringdi og kvaðst vilja lýsa furðu sinni á að Svavar Gestsson leyfði sér að ganga á fund forseta íslands með hendur í vösum. „Mér finnst þessir menn gætu reynt að sýna kurteisi þegar þeir ganga á fund forseta.” Þ. Þ. hringdi einnig af sama tilefni. ,,Er Svavari kalt á höndunum eða hvað? Ætlar maðurinn sér að mynda ríkisstjórn með hendur í vösum? Mér þótti Svavar sýna forsetanum óvirð- ingu með þessari framkomu sinni.” <§nfinenlal Viftureimar Pekking feynsla Þjónu Hi« precision a Hjöruliðir Einnig eru tímareimar og tímakeðjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum urr^, land allt. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Vilt þú fá konu sem næsta forseta? Eva Björnsdóttlr húsmóðlr: Já, mér fínnst Ragnhildur Helgadóttir kjörin i það embætti. Spurning dagsins Asthildur Helgadóttir húsmóðir: Nei, það vil ég ekki. Mér finnst betra að karlmenn gegni þvi embætti. Ég vil hafa konuna i húsmóðurhlutverkinu á Bessastöðum. Slgrún Þorsteinsdóttir húsmóðir: Já, það vil ég. Ég hef nú samt enga sér- staka i huga en það er sjálfsagt að kona sé í þessu embætti. Anna Oddsdóttir húsmóðir: Já, ef hún er góð og ailir ánægðir þá væri það ágætt. Mér fínnst líka þessi hjón sem hafa verið alveg prýðisfólk. Það er einn ágætismaður i framboði núna sem ég er ákveðin í að styðja þó ég nefni engin nöfn. Elsa Rafnsdóttir afgreiðslumk. .: Ég veit ekki. Það ætti ekki að skipta neinu máli, bara að manneskjan sé hæf i starfíð. Ég hef enga f huga núna. Amdis Guðmundsdóttir húsmóðir: Já, alvegeins. Td. Vigdísi Finnbogadóttur, ég er mjög hrifin af henni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.