Dagblaðið - 21.01.1980, Page 28

Dagblaðið - 21.01.1980, Page 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 1980. -V 'í Söngurinn var frábær Það hefur vart fariö fram hjá nein um sem á annað borö hefur hlustað eitthvað á soul/diskótónlist að söng- trióið Emotions er meðal þeirra hljóm- sveita sem staðið hafa hvað fremst í flutningi slíkrar tónlistar undanfarin ár. Plötur triósins eru hljóðritaðar undir handleiðslu liðsmanna hljóm- sveitarinnar Earth, Wind & Fire. Skemmst er að minnast lagsins Boogie Wonderland sem Emotions og Earth, Wind & Fire sungu saman. Okkur lánaðist að vera viðstaddir eina hljómleika Emotions sem haldnir voru í Palladium í New York fyrir nokkru. Palladium er þrjú þúsund manna hljómleikahús á Manhattan. Þrátt fyrir að Emotions hefðu ekki haldið hljómleika i New York siðast- liðin þrjú ár lánaðist okkur samt að ná í aðgöngumiða með tveggja daga fyrirvara. Góðir upphitarar Hljómleikarnir hófust á þvl að grin- isti nokkur kom fram og reytti af sér, brandara í um það bil hálftíma. Að honum þögnuðum steig fram blökku- mannahljómsveitin Cameo sem skipuð er níu karlmönnum. Hljóm- sveitin flutti eingöngu soul/diskótón- list eða svarta tónlist (black music) eins ogþeir kalla hana i USA. Cameo gerði meira en að leika og syngja. Liðsmenn hljómsveitarinnar dönsuðu um sviðið af slíkri ftmi og öryggi um leið og þeir spiluðu að unun varáað horfa. Engu var likara en þeir spiluðu með öllum líkamanum. Ekki fór heldur á milli mála að þarna voru á ferðinni mjög fœrir hljóðfœraleikarar. Þeir lögðu mikið upp úr ýmsum sviðs- sýningum. Ein þeirra var til dœmis þannig að komið var með líkkistu inn á sviðið. Opnaðist hún síðan með mikilli sprengingu og stökk þá bassa- leikari hljómsveitarinnar upp úr kist- unni með bassann og hafði hann greinilega spilað með allan tímann inni í kistunni meðan á sýningunni stóð. Cameo skemmti gestum i um það bil 45 mínútur. Eftir að skipt hafði verið um hljóðfœri á sviðinu var komið að stjörnum kvöldsins, Emotioni 'og var þeim ákaft fagnað er þau birtust. — Þegar hér var komið Htifundar greinarinnar um hljómleika Emotions eru Baldur Pétursson, Leifur Hallgrimsson og Þórhallur Kristjánsson, allir i hljómsveitinni Hver á Akur- eyri. Þeir brugðu sér til Bandaríkjanna f siðasta mánuði i þeim erindagerðum að skoða hljóðver og fara á hljómleika. Mcðal þeirra voru hljómleikar Emotions sem þeir segja hér frá. sögu var stemmningin orðin prýðisgóð i salnum. Sungu við- stöðulaust Fluttu Emotions nú hvert lagið á fcetur öðru án þess að stoppa á milli. Þær stöllur i Emotions — en þœr eru þrjár blökkusöngkonur — jluttu oft langan forleik að lögunum án nokkurs undirleiks. Voru I forleikjum þessum hinarflóknustu raddir. Komu svo hljóðfærin inn i og lagið byrjaði aj fullum krafti. Söngurinn var hreint frábær i alla staði og hljóðfæraleikur sömuleiðis. í einu laginu tók bassaleikari hljóm- sveitarinnar stórkostlega bassasóló og náði slíkum hraða og töktum á bass- ann að orð fá ekki lýst. Slíkar sólóar finnast vart á plötum þó að vandlega sé leitað. Á dagskránni voru mestmegnis lög af nýútkominni plötu Emotions. Einnig voru futt nokkur gömul, vin- sæl lög. Hljómsveitin sem lék undir með Emotions var skipuð átta hljóðfæra- leikurum sem allir áttu góðan dag i þetta skiptið. Að okkar dómi tókust hljómleikarnir með eindœmum vel. Að þeim loknum brutust út gifurleg fagnaðarlœti. Allt fór þó friðsamlega fram. Athyglisvert var að innan við þrjú prósent áheyrenda voru hvítir menn. Hinir voru allir blakkir á hörund. BP. LH. ÞK. Eitthvað loðið við Jagger Það er eitthvað ioðið við Mick Jagger þessa dagana. Söngvari Rolling Stones, sem allt frá stofnun hljómsvcitarinnar hefur hneykslað ótaldar sálir með villtri sviðsframkomu og alls kyns ólifnaði, er orðinn fúlskeggjaður. Til að minna fólk á hvernig Mick leit út áður en hár tók að spretta óhindrað út úr andlitinu á honum er hér til samanburðar brúðkaupsmyndin af kappanum frá þvi er hann gekk að eiga Biöncu sína. Á Njómleikum með Emotions í New York: ísié dans- hljómsveit SnæfélHnga Isjá er hljómsveit sem sjaldan heyrist minnzt á. Hún er þó ekki ný af nálinni, síður en svo. Siðastliðin fjögur ár hafa fimm hljóðfæraleikarar í Stykkishólmi starfað saman undir þessu nafni. „Við störfum aðallega á Snæfells nesinu, í Dölum og Borgarfirði,” sagði Gunnar Ingvarsson trommuleikari Ísjár í samtali við DB. „Eins og aðrar hljómsveitir sem starfa á landsbyggð- inni þurfum við að miða lagaval okkar ísjá frá Stykkishólmi. Nóg er að gera um þessar mundir þvl að samkcppnin á Vesturlandi cr litil. Frá vinstri eru Elvar Gunnlaugsson, Lárus Pétursson, Gunnar Ingvarsson, Hinrik Axelsson og Hafsteinn Sigurðs- son. við að geta gert sem flestum til hæfis, — vera jafnvigir á að skemmta unglingum og háöldruðum og öllum þar á milli. Við höfum mikið leikið á lokuðum dansleikjum, þorrablótum og þess háttar.” Auk Gunnars eru í hljómsveitinni gítarleikararnir Lárus Pétursson og Elvar Gunnlaugsson, Hinrik Axelsson bassaleikari og Hafsteinn Sigurðsson sem leikur á hljómborð. Allir eru þeir vanir menn í spilamennskunni; Gunnar og Hinrik léku á sínum tima með hljómsveitinni Óveru sem var kjörin táningahljómsveit ársins 1971 á útimóti i Húsafellsskógi. Elvar hefur áður komið við sögu Stykkishólms- hljómsveita og þeirHafsteinn og Lárus eru gamalreyndir hljóðfæraleikarar. Eric Faulkner gitarlcikari kvað ástxðuna fyrir þvi að Afrikuferðin var stytt ekki vera áhugaleysi fólks heldur stjórnmálaástand og fleira. Svo sem sjá má hefur Eric fitnað verulega að undanförnu. BayCity Rollers styttu Afríkuferö sína verulega Bay City Rollers styttu verulega hljómleikaferð sína um Afríkti. Þeir voru á ferð um álfuna nýlega og urðu að fella niður tvenna hljómleika í Suður-Afríku þar eð þarlendum þótti sviðsframkoma hljómsveitarinnar vera of sexi. Aðalgitarleikari Bay City Rollers, Eric Faulkner, neitaði því harðlega við komuna til Englands að ferðin hefði verið stytt vegna þess að fólk hefði engan áhuga haft á hljómsveitinni. Hann nefndi sem dæmi að hljómleikar í Ródesiu hefðu verið felldir niður vegna stjórnmálaástandsins þar i landi. Álos varfl Hárlos ísjá er nafn sem valdið hefur mörgum áheyrendum hljómsveitar- innar heilabrotum, að sögn Gunnars Ingvarssonar. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs merkir nafnið athugun eða ihugun. „Ég lék eitt sinn með hljómsveit er Gunnar Ingvarsson ennfremur. „Sam- keppnin er lítil á Vesturlandi um þessar mundir svo að það líður ekki helgi svo að við höfum ekki eitthvað að gera. Við í lsjá höfum haft þann háttinn á að taka okkur hvild frá hljómsveita- stússinu i júni og júlí á hverju ári. Ágúst fer svo í æfingar. Hina mánuðina níu er nóg að gera.” -ÁT- hét Alos,” sagði Gunnar. „Það hikstuðu margir á því heiti. Sérstak- lega áttu þulir útvarpsins erfitt meðað koma því réttu frá sér er þeir lásu til- kynningarnar. Hárlos var ein útgáfan af Álosarnafninu.” Nóg að gera „Við þurfum ekki að kvarta yfir at- vinnuleysi í spilamennskunni,” sagði

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.