Dagblaðið - 11.08.1980, Síða 1
6. ÁRG. - MÁNUDAGUR 11. ÁGUST 1980 — 180. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMtLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022.
HÆTTA KRATAR MEIRI-
HLUTASAMSTARFINU?
—„ hljótum aö skoöa meirihlutasamstarfíö sérstaklega,” segjr bæjarfulltrúi A Iþýöufíokks
„Við í Kópavogsbæ eigum mikið
verk óunnið í eldri hverfum bæjarins
og okkur Alþýðuflokksmönnum
finnst að nú eigi einu sinni að ganga i
að ljúka því áður en ráðizt er í að
þenja bæinn enn meira út og dreifa
kröftum bæjarins,” sagði Rannveig
Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins í Kópavogi við DB í
morgun.
Alþýðuflokksmenn í Kópavogi
hafa lagzt gegn kaupum bæjarins á
Fífuhvammslandinu sem umrædd
hafa verið undanfarið. Bæjarmála-
ráð flokksins mun koma saman nú í
vikunni og ræða sérstaklega tillögu í
bæjarráði sem byggist á samkomu-
lagi í viðræðunefnd bæjarráðs og eig-
enda Fífuhvamms um jarða-
kaupamálin. Nefndin kom sér saman
um að kaupverð skyldi vera kr. 790
milljónir. Útborgun yrði 310 milljón-
ir, en eftirstöðvarnar, 480 milljónir,
skyldu svo greiðast með 12 jöfnum
árlegum útborgunum. Tillaga um
jarðarkaupin kemur til afgreiðslu
bæjarráðs í Kópavogi á föstudaginn.
Hún er flutt af þremur bæjarfulltrú-
um úr Framsóknarflokki, Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðubandalagi.
Meirihluti bæjarstjórnar er mynd-
aður af Framsóknarflokki, Alþýðu-
bandalagi og Alþýðuflokki .Rann-
veig var að þvi spurð hvort það kynni
að hafa áhrif á meirihlutasamstarfið
ef kaup á Fifuhvammi yrðu sam-
þykkt gegn vilja Alþýðuflokks.
„Við hljótum að þurfa að skoða
meirihlutasamstarfið sérstaklega ef
myndast nýr meirihluti í bæjarstjórn
um svo stórt mál sem þetta. Ef bær-
inn eignast Fífuhvammslandið eykst
örugglega þrýstingur á uppbyggingu
þar. Þá mun bæjarfélagið þurfa að
kosta miklu til framkvæmda þar og
um leið verður að draga úr nauðsyn-
legum framkvæmdum í öðrum hverf-
um sem setið hafa á hakanum allt of
lengi. Alþýðuflokkurinn er því and-
vígur að dreifa fjármagni á þann hátt
og standa að óeðlilegri útþenslu
bæjarins.”
- ARH
Svona endaði ökuferðin I ófœru vatnsfalli i Landmannalaugum. Bllstjóranum var bjargað l land, en slðan tökst að ná bllnum á þurrt ogfarþeganum sem á myndinni
stendur á þaki farkostsins og stffir brauðhleif úr hnefa. DB-mynd: Kristján Ingi.
Nartaði í brauðhleifá bfíþaki
—ogbeiö eftirbjörgunmni
Þarna hefði glæfraleiRur getað end-
að með ósköpum, hugsuðu menn sem
urðu vitni að vafasömu uppátæki
tveggja ungra manna í Landmanna-
laugum á laugardagsmorguninn. Þeir
léku sér að því að aka sjálfskiptum
fólksbíl, sem í þokkabót var með
sprungið afturhjól, úti í gersamlega
ófæru vatnsfalli. Straumurinn reif bíl-
inn með sér 300—400 metra niður ána
þar sem hann stöðvaðist á ójöfnu í
botninum. Mennirnir skriðu upp á þak
bílsins en bilstjórinn hugðist ekki eyða
þar meiri tíma en nauðsynlegt var og
fór út í straumkastið.
Hann komst ekki langt því straumur-
inn bar hann með sér eina 100 metra
eða þar til nærstaddir menn höfðu hent
sér út 1 ána og dregið hann í land. Fé-
lagi hans brölti hins vegar inn í bílinn
úti i ánni og náði sér í brauðbita til að
seðja sárasta hungrið á bíltoppnum.
Vaskir menn björguðu svo bæði bíl og
manni á land. Er ekki vafi að verr hefði
getað farið ef björgunarsveitarmenn
frá Vík í Mýrdal hefðu ekki verið nær-
staddir og snarir í snúningum.
-ARH.
Litið alvarieg-
um augum er
Kovalenko
tókuppoglán-
aði vestrænu
tónlistina
Viktor Kovalenko, sem hér hefur
verið veitt hæii sem pólitískum flótta-
manni, a.m.k. á meðan mál hans er
athugað nánar, eins og stjórnvöld
orða það, hefur beiðst þess að fá
næði til þess að átta sig á breyttum
högum. Af þeim ástæðum hefur ekki
þótt rétt að skýra frá dvalarstað hans
hér að svo komnu máli.
Hann fæddist árið 1956 og er því
24 ára gamall, eins og DB hefur skýrt
frá. Hann erókvæntur sjómaðurená
foreldra og systkini heima í Úkraínu.
Hann er ekki tengdur neins konar
andófshópum gegn sovézkum stjórn-
völdum. Hefur hann ekki komið við
sögu lögbrota eða gefiö tilefni til af-
skipta lögregiu utan einu sinni, þegar
hann var þrettán ára gamall. Hafði
hann þá tekiö upp vestræna dans-
hljómlist úr útvarpi og lánað upptök-
una vinum sínum. Þetta athæfi var
litið alvarlegum augum en aðvörun
lögreglu látin nægja og brým fyrir
honum að láta slikt ekki henda oftar.
Kovalenko kemur vel fyrir og
virðist mjög vel skýr maður. Gerir
hann sér góða grein fyrir þýðingu
þeirrar ákvörðunar að leita hér hælis
sem pólitlskur flóttamaöur. Þrátt
fyrir að hann er ekki tengdur starf-
andi samtökum í andstööu við sovézk
stjórnvöld, telur hann hömlur á al-
mennu frelsi manna illa þolandi.
Kynni hans af vestrænum háttuip,
meðal annars, þcgar hann hefur
komið til íslands í sjómennsku sinni á
úthafstogurum, urðu tilþcss að vekja
þá hugntynd, sem síðar varð að stað-
fastri ákvörðun. Lét hann nú loks
verða af því að stiga það skref að
leita hér hælis.
Ekki var af hálfu islenzkra stjórn-
valda haft á móti því, að sovézkir
sendiráðsmenn fengju að ræða við
Kovalenko. Þrátt fyrir ábendingar
þeirra um aö athæfi hans varðaði við
sovézk lög, breytti hann ekki
ákvörðun sinni. Hefur hann sein
, kunnugt er fengið hér hæli og land-
vistarleyfi umsinn.
Kovalenko cr i raun frjáls ferða
sinna hér en hefur kosið að vera um
sinn í skjóli leyndar um dvalarstað.
^BS