Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 11.08.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 11.08.1980, Qupperneq 10
10 ííjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagbladid hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. iþróttír Hallur Slmonarson. Menning: Aóalsteinn IngóHsson. Aðstoóarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Atíi Rúnar Halldórsson, Atíi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín AÍbertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. DreHing- .arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrHstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Arvakur hf., SkeHunni 1CK _ ÁskrHtarverð á mánuðí kr. 5.000. Verð i lausasölu kr. 250 eintakið. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980. Kókgrípurí taumana vegna Quatemakhmáb Lærdómsríktþorskár Tillögur Steingríms Hermannssonar um auknar takmarkanir á þorskveiði síðustu fimm mánuði ársins eru skynsamlegar, úr því sem komið er. Þær munu leiða til minni veiða þessa i mánuði en á sama tíma i fyrra. _ Slysið varð á síðustu vetrarvertíð, þegar veifT vá’r langt umfram ráðlegt og hagkvæmt magn. Á háver- tíðinni varð strax ljóst, að þorskafli ársins færi langt umfram þau 300.000 tonn, sem skynsamlegt var að veiða. Ákvörðun stjórnvalda um 350.000 tonna markmið var málamiðlun. Andspænis framtíðarsjónarmiðum fiskifræðinga stóðu stundarhagsmunir útgerðarmanna og sjómanna, svo og atvinnuhagsmunir sumra sjávar- plássa. í sjálfu sér dugar lítið að gráta 10—15% meiri afla en stefnt var að. Slík frávik hljóta að teljast nægilega nálægt settu marki. Ef aflinn nær ekki 400.000 tonnum, hefur hin markaða stefna staðizt í stórum dráttum. Veiðitakmarkanir hafa þegar leitt til minni afla í júlí en var í sama mánuði í fyrra. Fjölgun banndaga síð- ustu fímm mánuði ársins upp í 49 mun vafalaust leiða til minni þorskveiði síðari hluta þessa árs en á sama tímaífyrra. í þorskfriðun er nú mikilvægast að læra af reynslu síðustu vetrarvertíðar og hindra í tæka tíð, að ofveiðin endurtaki sig í næsta skipti. Ljóst er, að takmarkanir verða þá að vera mun strangari en þær voru í ár. Hinn gífurlega afkastamikli floti bar allt of mikinn þorsk að landi á stuttum tíma á vetrarvertíð þessa árs. Víða höfðu frystihús og aðrar vinnslustöðvar ekki við, enda fór óeðlilega mikill fískur í annan og þriðja flokk. Minnkandi gæði spilltu án efa fyrir freðfisk- markaðinum vestra, þótt sölutregðan stafaði einnig af versnandi kaupgetu Bandaríkjamanna. Kvartanir hrönnuðust upp og álit hinnar íslenzku framleiðslu beið nokkurn hnekki. Þar á ofan leiddi sölutregða til söfnunar birgða af fiski, sem varð eldri með degi hverjum og þar af leiðandi verri söluvara. Ekki má heldur gleyma hinum gífurlega kostnaði, sem fylgir slíku birgðahaldi. Frystihúsin fóru að vinna verðminni afurðir, sem hreyfðust betur á markaðnum. Þá fóru skip að sigla meira með afla en heppilegt getur talizt á heitasta árs- tíma. Einnig tóku menn offramleiðsluáhættu í skreið og saltfiski. í neyð var farið að beina veiðinni yfir í karfa, grá- lúðu og ufsa. Það reyndust vera taprekstrarveiðar, þrátt fyrir uppbótaútgerð. Auðvitað er gaman að geta notað nýja stofna, en einhver fjárhagsleg skynsemi verður þó að vera til. Af öllu þessu má Ijóst vera, að á næstu vertíð verð- ur að tryggja tiltölulega jafan veiði, er sé í samræmi við afkastagetu vinnslustöðvanna, nýtingu aflans í fyrsta flokks hráefni og sölumöguleika á erlendum markaði. Þar að auki verður þá tímabært að fara að taka mark á tillögum fiskifræðinga um hámarksafla. Við höfum í ár séð, að þæF fara saman við afkastagetuna, fyrsta flokks kröfuna og markaðinn. Þær hafa því skammtímagildi. Mestu máli skiptir þó, að með hóflegri veiði færumst við nær því marki, að þorskstofninn komist i upprunalegt magn. Þegar því framtíðarmarki er náð, getum við stóraukið veiðina, — ef einhver vill kaupa fiskinn. Eitl þeirra rikja heimsins þar sem mannréttindí eru fót- um troðin er Guatemala í Mið-Ameriku. Daglega falla þar einstaklingar vegna aðgerða stjórnvalda og and- stæðinga þeirra. Eins og fram hefur komið I fréttum i DB og víðar hafa augu manna mjög beinzt að aðgerðum þeirra aðila sem reka þar framleiðslu og sölufyrirtæki i umboði Coca-Cola fyrirtækisins. Alþjóðasamtök starfsfólks í matvælaiðnaði hafa meðal annarra mótmælt bolabrögð- um, sem stjórnendur þessa fyrirtækis hafa beitt starfs- fólk sitt. Virðist svo af fregn- um að þar hafi forustumenn starfsfólks verið myrtir með köldu blóði sætu þeir ekki og stæðu eins og forsvarsmenn fyrirtækisins vildu. í eftirfarandi grein kemur fram að nú hafi Coca Cola Company i Atlanta i Banda- ríkjunum gengið til samninga við Alþjóðasamtök starfs- fólks i matvælaiðnaði um að gripa i taumana hjá umboðs- aðila sinum i Guatemala til að stöðva ósómann. Greinin er eftir Hauk Má Haraldsson blaðafulltrúa Alþýðusam- bands íslands, sem hefur á undanförnum mánuðum ver- ið ötull að kynna „Kókmál- ið” i Guatemala fyrir lands- mönnum. -ÓG. V. /■ Eins og flestir vita hefur undan- farið verið í gangi herferð gegn Coca Cola víða um heim, vegna ástandsins i kókverksmiðjunni i Guatemala, þar sem rnorð, mannrán og pyntingaf hafa viðgengizt um þriggja ára skeið. Ástæðan til þess að Coca Coia hringnum var blandað í málið með því að hefja herferð gegn neyzlu og framreiðslu — og raunar framleiðslu einnig — á þessum vinsæla drykk, var að Coca Cola Company í Atlanta neitaði alfarið að skipta sér af ástandinu og sagði verk- smiðjureksturinn óviðkomandi kókhringnum. Nú hefur Coca Cola Company hins vegar viðurkennt ábyrgð sína i þessu máli með því að samþykkja að skrifa undir samkomulag sem felur í sér samþykki við allar þær kröfur, sem geröar hafa verið til fyrirtækisins af verkafólki við kókverksmiöjuna í Guatemala og Alþjóðasambandi starfsfólks við matvælaiðnað (IUF). Vegna þessa hefur IUF sent út beiðni um það, að aðgerðum gegn Coca Cola verði hætt út ágústmánuð, eða þar til endanleg undirritun og staðfesting á samningum þessum hefur farið fram. Aðalatriðin í væntaniegum samn- ingum eru eftirfarandi: 1. Coca Cola Company fjármagnar sameignarfélag, þar sem það verður minnihlutaaðili (35%), en félagið mun festa kaup á Embodelladora Guatemalteca SA (kókverksmiðjan í Guatemala, EGSA). 2. Coca Cola Company mun skipa nýja stjórnendur EGSA og hafa yfirumsjón með rekstri verk- smiðjunnar um 5 ára skeið. 3. Coca Cola Company mun ábyrgj- ast fullan rétt verkaiýðsfélaga við EGSA. Til frekari undirstrikunar þessu samkomulagi hefur Coca Cola Company samþykkt að afhenda IUF eftirfarandi gögn skriflega: 1. Afrit af yfirlýsingu þar sem kaupin eru staðfest, og afrit af kaupsamningnum. 2. Bréf frá formanni sameignar: félagsins, þar sem staðfest verði samþykki hans viö nauðsynlegum skilyrðum þess að tryggður sé fullur réttur verkalýðsfélagsins; það er a) að fjarlægður sé allur lögregluafli frá verksmiðj- unni, b) að endurráðið verði í stöður allra þeirra yfirmanna sem tengdir voru John Trotter, c) að endurráðnir verði allir þeir verkamenn sem sagt var upp störfum af John Trotter (þetta hefur þegar verið fram- kvæmt), d) að verkalýðsfélagið við verk- smiðjuna verði viðurkennt og hætt sé ölium stuðningi við svonefnt „asocoation” (félag sem John Trotter stofnaði fyrir verkafólk sem ráðið var til verksmiðjunnar, til höfuðs hinu raunverulega verkalýðs- félagi), e) að gengið verði til kjarasamn- inga við verkalýðsfélagið, og þeir bættir. 3. Bréf frá Coca Cola Company, þar sem allir þessir efnisþættir verði staðfestir og tryggðir. 4. Persónulegar upplýsingar um alla þá aðila sem sæti eiga í stjórn eða eignaraðild að nýja sameign- arfélaginu. Coca Cola Company hefur einnig samþykkt að gera það sem nauðsyn- legt er til að fá yfirvöld í Guatemala til að virða þetta samkomulag og hætta ofbeldisverkum gegn verka- fólkinu. Þá hefur Coca Cola Company einnig tekið jákvætt i hug- mynd um að það stofni sjóð til að styrkja fjölskyldur þeirra starfs- manna EGSA sem myrtir hafa verið, t.d. kosta nám barna þeirra. Það er víst alveg rétt, að ýmsir bundu vonir viö þá rikisstjórn sem nú situr, þá er hún tók viö völdum i febrúar. Eins er það vist nú, að hálfu ári liðnu, að þessar vonir hafa brostiö. Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, sem sat á undan þessari, var kölluð starfs- stjórn, þar eð hún hafði ekki þing- meirihluta og starfaði aðeins þar til meirihlutastjórn var mynduð. Þessi rikisstjórn Alþýðuflokksins starfaði sitt af hverju og ráðherrar hennar fluttu 60 stjórnarfrumvörp, sem sum hver hafa nú náð fram að ganga. Það vcrður hins vegar ekki sagt um þá ríkisstjórn, sem Gunnar Thoroddsen nú veitir forstöðu, að hún sé starfs- stjórn i einum eða neinum skilningi. Eina verulega lífsmarkið með þessari ríkisstjórn eru breytingar Pálma Jónssonar landbúnaðarráðherra á fóöurbætisskattinum, sem breytt er frá einni viku til annarrar, og tilkynningar um niðurgreiðslur á vörum, sem sumar hverjar eru ekki til! Ráðleysi — dáðleysi Það mátti ætla, þegar ríkisstjórn- in tók við, að þar hefðu menn ráð undir rifi hverju. Það átti að telja niður vandann og verðbólgan átti að vera komin í svo sem 30% um ára- mót. Ótrúlega margir kjósendur sýndu Framsóknarflokknum ótrúlegt traust i síðustu kosningum. i kosningabar- áttunni töldu framsóknarmenn sig hafa einkaleyfi á heiðarleika og drengskap. Þvi trúðu ýmsir þá. Þá settu menn allt sitt traust á „niður- talninguna”, sem framsóknarmenn ætluðu að stjórna í ríkisstjórninni. Nú hafa framnsóknarmenn i ráðherrastólum vaknað upp við þann vonda draum, að margumtöluð niðurtalning er alis ekki hafin. Töluvert er síðan flestir kjósendur gerðu sér grein fyrir þessari staðreynd. Allt útlit er fyrir að stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar úr hópi framsóknarmanna á Alþingi fækki fljótlega um einn, ef Guðmundur G. Þórarinsson stendur við þær yfir- Iýsingar, sem hann hefur gefið á prenti, um aö hann styðji ekki þá ríkisstjórn, sem synji Hitaveitu Reykjavíkur um eðlilegar hækkanir. Stjórnin virðist ætla aö gera það og þá fækkar stjórnarþingmönnum um einn. Ráðieysið og dáðleysið hafa V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.