Dagblaðið - 11.08.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGUST 1980.
5
Bein andanefjunnar
komin á dýrasafnið
—með dyggri aðstoð marf lóa og annarra kvikinda
Krislján Jnsefssnn mert hana nnkkurn, sem nú er því miAur húifl afl slálra.
Hann á afl stnppa upp ng selja á íslenzka dýrasafnifl. Gela má þess afl fleira
fiflurfé er væntanlegl í safnifl, því í velur fær Krislján nnkkrar dverghænur ng
hana af dnnsku k.vni.
I)lt-myndir Sig. Þnrri.
var í lifanda lifi til sýnis á land-
búnaðarsýningunni á Selfossi ,,Hún
kemur frá bænum Búðarhóli,” sagði
Kristján.
Þá keypti Kristján safn upp-
stoppaðra fugla frá Vestmanna-
eyjum. Það átti Hjörtur Guðnason
og telur það um 70 fugla. Á Kristján
von á fleiri fuglum þaðan i næstu
framtíð. „Það flýtir mikið fyrirþegar
hægt er að kaupa heilu söfnin,”
sagði Kristján og bætti við að fyrir
jól ætti hann von á tveimur hestum i
safnið. „Það er búið að fella þá og
var annar þeirra stærsti hestur á
Islandi, en hinn sá minnsti. Við Jón
Guðmundsson ætlum siðan að
stoppa þá upp í vetur,” sagði
Kristján Jósefsson að lokum.
-SA.
Átta metra langa andanefju rak
upp á Grandann í Reykjavík hinn 17.
apríl í fyrra. Síðan var andanefjan
flutt á öskuhauga Reykjavíkur-
borgar, en Kristján Jósefsson, eig-
andi íslenzka dýrasafnsins i
Breiðfirðingabúð, vildi fyrir hvern
mun ná í hvalinn í safn sitt. Því fékk
hann leyfi stjórnvalda til að skera
kjötið utan af beinum hvalsins og í
vetur geymdi hann beinin í sjó. Og
eftirlét marflóm og öðrum skor-
dýrum að éta allar kjöttægjurnar,
sem eftir voru á beinunum.
Nú er Kristján Jósfsson búinn að
flytja beinin í portið við
Breiðfirðingabúð og þar ætlar hann
að setja hvalinn saman á nýjan leik. í
andanefju munu vera um 150 bein.
Kristján er komin með 149 en kveðst
vanta tvöí sporðbrodd hvalsins. „Ég
á eftir að pússa beinin, en nú er ég
bara að setja hausinn saman sem er
um mannhæðar hár. Ég þori bara
varla að skilja hvalinn eftir úti í
portinu, kjálkabeinunum gæti verið
stolið. Annars hef ég orðið var við
það að ferðamenn eru mjög spenntir
fyrir hvalbeinunum og standa oft í
hópum við höfuðið og taka af því
myndir.”
En það er fleira en hvalbeinin sem
nýtt er í safni Kristjáns. Nýlega fékk
hann uppstoppaða kú á safnið en sú
Hvalbeinin vekja mikla eftirlekl
meflal ferflamanna en Kristján er
hræddur vifl afl skilja þau eftir úli
vifl, þvi kjálkabeinunum (lengst til
vinstri) gæti verifl stolifl.
Víðtæk leit að mömum í sjávarháska:
ÖLVAÐIR SKUTU
UPP NEYÐARBLYSI
Drukknir laxveiðimenn í Laxá i
Leirársveit skutu upp neyðarblysi
aðfaranótt laugardags og leitaði
fjöldi manns í 10 klukkustundir að
mönnum í sjávarháska, sem talið var
að hefðu skotið upp blysinu. Stóð leit
yfir alla nóttina og fram á morgun og
tóku þyrla og varðskip þátt i leitinni.
Um kl. 10 um morguninn upplýstist
síðan hverjir skotið hefðu blysinu og
var leit þá hætt.
-SA.
Stáluáfengiog
bflundirþýfið
Tveir menn voru handteknir aðfara-
nótt laugardagsins, fyrir að hafa stolið
miklu magni af áfengi og peningum úr
Glæsibæ nóttina áður. Stálu þeir
nokkrum tugum áfengisflaskna og um
400 þúsund krónum í peningum. Ekki
voru mennirnir akandi og brugöu því á
það ráð að stela bll, til þess að komast
með þýfið á brott. Grunur féll fljótlega
á mennina og voru þeir skjótt hand-
teknir en þeir eru báöir góðkunningjar
lögreglunnar.
-SA.
SOLU
Dömur og herrar! Morgun-, dag- og kvöldtímar.
Komið og reynið gæðin. Losnið við vöðvastreitu og fáið brúnan lit í BEL-O-SOL sólbekknum.
Opið alla daga nema sunnudaga.
Pantið tíma strax.
v__
GROHE
VATNSNUDD
Só/baðsstofan Ströndin
Sími
21116
GOTT VERÐ
Teg.257 Utír: S vart rúskinn,
ffófubiátt rúskinn
Stærðir: 38-41
Verðkr. 18.780.-
Teg.253 Utír: Svart rúskinn eða
blátt rúskinn
Stærðir: 38-41
Verðkr. 14.840.-
Teg.287 Utír: Svert rúskinn,
Misrúskinn
StærOhr: 36-41
Verðkr. 16.760.-
Teg. 71 Utur: Brúnt leður
m/leðursóle
Stærðir: 38-41
Verðkr. 13.885.-
Teg. 1453 Utur: Gulbrúnt leður Teg.1475 Utur: Beige leður
Stærðir: 38-41 Stærðir: 36-41
Verðkr. 19.985.- Verðkr. 19.985,-
Teg.72 Litur: Svart ieður
m/ieðursóle
Stærðir: 36-41
Verðkr. 13.885.-
Teg. 78 Utur: Beige leður
m/leðursóie
Stærðir: 38-41
Verðkr. 13.885.
Teg.1316 Utur: Beige entík ieður
Stærðir: 36-41
Verðkr. 16.370,-
Teg. 1479 Utur: Brúnt leður
Stærðir: 36-41
Verðkr. 19.985.-
Teg. 1583 Utur: Beige ieður
Stærðir:36—41
Verðkr. 19.985.-
Teg.1561 Utur: Beige ieður
Stærðir: 36-41
Verðkr. 21. 785.-
Teg. 1580 Utur: L/ósbrúnt leður
Stærðir: 36-41
Verðkr. 19.585.-
Teg. 1581 Utur: LJósbrúnt leður
Stærðir: 38-41
Verðkr. 19.985.
Skóverskm Þórdor Péturssonar
Kkkjustræti 8 v/Austurvöi - Sími 14181
Laugaveqi 96 - Sími 13570.