Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980. hvem þann „eðlilegan” ágreining sem upp kann að koma milli verka- fólks og atvinnurekenda. Jafnframt er einhugur milli aðila um að koma á upplýsingastreymi milli Coca Cola Company og IUF, þannig að hægt verði að koma tímaniega á sáttum í ágreiningsmálum sem á síðari stigum gætu orðið alvarleg og leitt af sér svipað ástand og raunin varð í Guate- mala. Loks má geta þess, að fengizt hefur um það vitneskja, að Coca Cola Company er að endurskoða fastasamning þann sem fyrirtækið gerir við handhafa framleiðsluleyfis á drykkjum sínum. Endurskoðun þessi er gerð með það fyrir augum, að kynna framleiðendum félagslegar skyldur sínar og nauðsyn þess að varðveita gott „mannorð” Coca Cola. í þessu felst einnig skylda til að virða rétt verkalýðsfélaga. Síðasttalda atriðið er ekki sízt fróð- legt fyrir þá sök að ekki er lengra síð- en í maímánuði, að hluthafafundur Coca Cola Company felldi með 97,5% atkvæða gegn 2,5% tillögu, sem gerði ráð fyrir að í umrædda framleiðsluleyfissamninga yrði sett grein um að framleiðendur skyldu virða mannréttindi starfsfólks síns. Bpmi Mobsson fomuiur l&ju: Bréf alþjóðlegu verkalýðssamtak- anna var að berast .6 fjj, 2iil|íill fefends/ I ***** °$ 0itt[4 Ú30 t, ^ ^ SSttsSjSt' kMckS:*: t bréfi sem blaðafulltrúi ASt sendir með grein sinni um „Kökmálið” I Guatemala segir hann meðal annars: „... fréttir af þessum atburðum hafa ekki beinlinis tröll- ríðið islenzkum fjölmiðlum...”. DB mun fyrst islenzkra blaða hafa skýrt frá mál- inu i frétt á erl. siðu hinn 6. febrúar sl. t blaðinu daginn eftir var rætt við fslenzka verkalýðsleiðtoga og forstjóra Vifilfells hf., umboðssala Coca Cola á tslandi. Var i raun fátt um svör nema þá hjá Pétrí Björnssyni forstjóra Vífilfells. Um aðgerðir islenzkra verkalýðsfélaga vegna þessa máls verður að segja að þær hafi tæpast „tröllriðið” einu né neinu. Undanskilin eru þó fróðleg skrif blaðafulltrúa ASt. Haukur Már Haraldsson blaðafull trúi Alþýðusambands tslands. Fyrir sitt leyti hefur IUF samþykkt að senda Coca Cola Company yfir- lýsingu þess efnis, að aðgerðirnar gegn EGSA skapi ekki fordæmi að því leyti, að samtökin ætla sér ekki undantekningarlaust að blanda sér í UTSVARS- HÆKKUNIN VAR ÓÞÖRF n ■V Þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar var til umræðu í apríl sl. urðu miklar deilur um það í borgarstjórn, hvort nauðsynlegt væri að hækka út- svörin. Á Alþingi hafði ríkisstjórnin beitt sér fyrir því að sveitarfélögin gátu hækkað álgningarprósentu út- svars úr 11% í 12%. Þetta var m.a. gert fyrir mikinn þrýsting frá vinstri meirihlutanum í Reykjavík. Útsvarshækkun óþörf Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar var það tillaga vinstri meirihlutans að hækka álagningu útsvars í 11,88%. Það er sú álagningarprósenta, sem birtist mönnum á skattseðlunum þessa dagana. Við sjálfstæðismenn i borgarstjórn töldum þessa hækkun óþarfa og fluttum ýmsar tillögur um aukinn sparnað, aðhald og minnkun framkvæmda, sem miðuðu að minni tekjuþörf. Þá héldum við sjálfstæðismenn því og fram, að útsvarsupphæöin væri vanáætluð, þ.e. 11% útsvars- álagning myndi gefa meiri tekjur i borgarsjóð en vinstri meirihlutinn vildi áætla. Bentum við á I því sambandi, að útsvarsupphæðin var stórlega vanáætluð árið 1979, en út- svör urðu þá 655 millj. kr. umfram áætlun. Við bentum einnig á að úr- tak, sem gert hafði verið úr skatt- framtölum manna, benti til meiri Kjallarinn Birgir Isleifur Gunnarsson tekjuhækkunar milli ára en vinstri meirihlutinn vildi miða við. Á þetta vildu vinstri menn ekki hlusta i april. Af þeirra hálfu kom ekki annað til greina en að hækka útsvörin á hverj- um einstaklingi um 8%. þaö.” „Þeim hefdi nægt 11 prósent útsvarsstigi og fengið samt áætlunarfjárhæðina og vel Útsvarsupphæð vanáætluð Nú liggur útsvarsálagningin fyrir í Reykjavík. Hún sýnir að mál- flutningur okkar sjálfstæðismanna var réttur. Við töldum að 11% út- svarsstigi myndi gefa um 500 millj. kr. meira í tekjur en áætlun vinstri manna sagði fyrir um. Á þetta vildu þeir ekki hlusta. Álagningin nú sýnir, að þeir fá til ráðstöfunar 500 millj. kr. meira en áætlunin gerði ráð fyrir. Það þýðir, að þeir fá þetta fjármagn til að ráðkast með utan við fjárhags- áætlun. Þeim hefði nægt 11% út- svarsstigi og fengið samt áætlunar- fjárhæðina og vel það. Aðstöðugjöidin stefna verulega fram úr áætlun Margt bendir til þess að aðstöðu- gjöldin séu einnig vanáætluð. Á það bentum við sjálfstæðismenn við af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Aðstöðugjöld hafa nú verið lögð á einstaklinga í atvinnurekstri, en félögin eru eftir. Aðstöðugjöld einstaklinga hafa hækkað mun meira en áætlað var. Áætlað var að aðstöðugjöld í heild myndu hækka um 44%. Aðstöðugjöld einstaklinga hækka um 144% eða úr 737 millj. árið 1979 í 1.803 millj. kr. árið 1980. Ef aðstöðugjöld félaga hækka jafn- mikið er um stórfellda vanáætlun að ræða. Auðvitað er það hyggilegt að gera varlegar tekjuspár. Hér er hins vegar um svo bersýnilega ranga áætlunargerð að ræða annað árið í röð, að við það verður ekki unað. Þessi ranga áætlunargerð hefur leitt . af sér hærri skatta fyrir borgarbúa og því hljóta þeir að krefjast þess að breytt sé um vinnubrögð að þessu leyti. Birgir ísl. Gunnarsson, alþingismaður. Kjallarinn EiðurGuðnason einkennt þessa ríkisstjórn frá því hún öðlaðist líf, enda ekki gæfulega til hennar stofnað — því ekki voru það málefnin, sem þar drógu menn að mjúkum stólum. Niðurtalningin í raun Framsóknarmenn hafa brugðist öllum, sem kusu þá i siðustu kosning- um, og það er kannski ekki ný bóla, en hins vegar ber líklega meira á þessu nú en oftast áður. f nýútkomnu riti Þjóðhagsstofn- unar, Úr þjóðarbúskapnum — Yfirlit 1979 — Framvinda og horfur 1980, segir svo: „Sé gert ráö fyrir áfram- haldandi víxlhækkunum verðlags og launa með óbreyttu verðbótakerfi, en án almennra grunnkaupshækkana, og að gengi krónunnar verði áfram lækkað til þess að mæta áhrifum innlendra kostnaðarhækkana á hag útflutningsatvinnuveganna, eru horfur á að visitala framfærslu- kostnaðar hækki um 50—55% frá upphafi til loka ársins og meðal- hækkun frá 1979 verði um 58%. Hækkun kauptaxta gæti þá orðið á bilinu 42-44% og meðalhækkun frá fyrra ári48%.” Síðar segir: „Á fyrsta fjórðungi þessa árs, var kaupmáttur kauptaxta launþega 3% minni en að meðaltali á árinu 1979. Samkvæmt forsendum. fjárlaga yrði kaupmátturinn í ár svipaður og hann var á 1. árs- fjórðungi. Miðað við ofangreindar tölur um hækkun verðlags og launa að öllu óbreyttu yrði kaupmáttur kauptaxta i árþó minni en á 1. árs- fjórðungi og um 6% minni en á árinu 1979. í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir neinum almennum grunnkaups- hækkunum á árinu.” Þá segir ennfremur í áður tilvitnuðu riti: „Hvort sem litið er til kostnaðarhækkana, eftirspurnará- stands eða þróunar útlána og peningamagns eru enn ekki sjáanleg merki þess að draga muni úr verðbólgu á siðarí hluta ársins." (Leturbreyting min). Þetta er sem sé niðurtalning þeirra framsóknarmanna í fram- kvæmd. Seinheppinn formaður Menn rekur sjálfsagt minni til þess frá því i stjórnarmyndunar- viðræðunum í desember og janúar, hvað formaður Framsóknar- flokksins, Steingrímur Hermanns- son, var alltaf dæmalaust bjartsýnn, þegar hann sjálfur hafði með höndum tilraunir til að mynda stjórn. Bjartsýnin náði þó aldrei lengra en í blöð, útvarp og á skjáinn. Steingrímsstjóm varð aldrei barn í brók. Hins vegar er einstakt hvað for- maður Framsóknarflokksins hefur verið seinheppinn um ýmsa hluti sem sjávarútvegsráðherra. Fisk- veiðistefna fyrirfinnst nú engin. Sjávarútvegsráðherra eraðuppgötva seint og um siðir, að í því embætti getur hann aldrei gert öllum til hæfis. Honum ætlar að reynast erfitt að sætta sigviðþað. Að því er síldveiðarnar í haust varðar hefur hann gengið þvert á stefnu fiskifræðinga, gegn mótmælum Jakobs Jakobssonar fiskifræðings, sem þau mál þekkir allra manna best. Um það þarf ekki aðdeila. Þá hafa vakið furðu og forundran þau ummæli sjávarútvegsráðherra að okkur beri fremur að stefna að því að flytja inn ný fiskiskip heldur en að smíða þau sjálfir. Þau ummæli er flestum erfitt að skilja. Svona hefur eitt rekiö annað, en kannski er rétt að virða formanni Framsóknar- flokksins það til vorkunnar, að em- bætti sjávarútvegsráðherra er ekki hið auðveldasta í stjórninni. Fólk eða fónaður Hér um daginn voru útvarpsmenn að gamna sér við það að leita ráða hjá hlustendum til að vinna bug á feimni. Þá hringdi til þeirra í beina útsendingu valinkunnur framsóknar- maður og ekki ráðalaus. Til að vinna' bug á feimni í ræðustóli, sagði hann, þá hugsa ég mér bar að áheyr- endurnir séu sauðkindur — að það sé ekkert nema sauðféí salnum. Ég gat ekki varist þeirri hugsun að þarna hafi hann Ijóstrað upp atvinnuleyndarmáli framsóknar-, manna, stefnu sem e.t.v. hafi verið samþykkt á síðasta flokksstjórnar- fundi þeirra. Það er nefnilega svo oft eins og þeir séu alls ekki aö tala við fólk. En auðvitað er miklu auðveld- ara aö skilja ýmis ummæli þeirra, þegar þetta er haft í huga — þeir eru alls ekki að tala við fólk. \ Tími hinna notalegu daga er liðinn Sjálfsagt hafa ráðherrarnir eins og annað landsfólk átt notalega daga 1 blíðunni í sumar. Rikisstjórnin hefur haft góðan starfsfrið. Ekki verður annað sagt en stjórnarandstaðan hafi sýnt henni fulla — kannski fullmikla tillitssemi. En nú er tími hinna notalegu daga liðinn. Ríkisstjórnin hefur til þessa ekki tekist á við nein vandamál. Und- an því getur hún ekki lengur skotið sér. Það er fullkomlega ljóst, að á haustdögum stefnir hér í vandræða- ástand, þar sem ■ atvinnuöryggi þúsunda manna kann að verða !• hættu. Þetta veit ríkisstjórnin, þetta vita ráðherrarnir allir, en hafast ekki að. í stjórnarmyndunarviðræðunum í janúar lagði Alþýðuflokkurinn fram ítarlegar tillögur í efnahagsmálum. Þær tillögur þurfa auðvitað nokkurr- ar endurskoðunar við nú í ljósi breyttra aðstæðna. Einn þáttur þeirra var að tengja aðgerðir í efna- hagsmálum myntbreytingunni, sem fyrirhuguð er um ármót. Mynt- breytingin ein út af fyrir sig er marklaus ef henni fylgja ekki aðrar aðgerðir. Framsóknarmenn lofuðu kjósendum að telja niður verðbólguna. Þeir hafa ekki gert það. Þeir hafa ekki einu sinni sýnt tilburði til þess. Þess munu áreiðanlega ýmsir. kjósendurminnastþótt síðarverði. Eiflur Guðnason, alþlngismaður. - £ „Það er fullkomlega Ijóst, að á haustdög- um stefnir hér í vandræðaástand, þar sem atvinnuöryggi þúsunda manna kann að verða í hættu.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.