Dagblaðið - 11.08.1980, Síða 4
Verðlaun af hent fyrir heimilisbókhald:
MER LEKIST ALDREI ÞOn
ÉG SÉ „BARA” HÚSMÓBIR
— segir Hulda Harðardóttir í Hveragerði
„Mér finnst afar fróðlegt að
fylgjast með í hvað peningarnir fara.
Ég hef veriö með í heimilisbókhald-
inu ykkar alveg frá því við fluttum
hingað til Hveragerðis fyrir u.þ.b.
tveimur árum,” sagði Hulda Harðar-
dóttir, þegar við heimsóttum hana á,
dögunum til þess að afhenda henni
'vinninginn fyrir heimilisbókhald mai-
mánaðar.
„Það kemur að sjálfu sér að
Hulda verður að sjá um allan
heimilisrekstur, þar sem ég er sjó-
maður. Við höfum verið að byggja.
Keyptum fokhelt fyrir fjórum árum
hér í Hveragerði,” sagði húsbóndinn,
Steindór Stefánsson. „Hún fylgist
vel með öllu. Ekki aðeins heimilis-
bókhaldinu heldur líka byggingar-
kostnaði og hvað þaö kostar að reka
bil.”
Steindór stundar róðra frá
Þorlákshöfn og sagði að ef vcgurinn
væri ekki svona slæmur milli Hvera-
gerðis og Þorlákshafnar myndi það
kosta mun minna fé að reka bílinn,
fyrir utan hvað menn yrðu fljótari í
förum.
„Við erum bæði ættuð úr sveit.
Þegar til þess kom að velja hvar við
ættum að búa varð Hveragerði fyrir
valinu frekar en Þorlákshöfn. Hér er
afar hlýlegt og vinalegt,” sagði
Steindór.
Hann er á aflabátnum Friðriki
Sigurðssyni í Þorlákshöfn og var bát-
urinn hæstur yfir landið á vertiðinni i
ár með 1504 tonn.
„Við fengum heiðursskjal fyrir
það. Mér hefði fundizt að við heföum
heldur átt að fá heiðursskjal fyrir
það, að við komum með verðmæt-
„Það kemur af sjálfu sér að Htilda verður að sjá um heimilisreksturinn, þar sem
ég er sjaldnast heima,” sagði Steindór.
asta aflann, sem barst á land á ver-
tíðinni. Það er vel farið með fiskinn
um borð í Friðriki,” sagði Steindór.
„Jú, mig hefur nú stundum
langað til þess að gera annað en
stunda sjó, en þar sem maður hefur
enga menntun, þá er ekki úr miklu að
velja. Ég byrjaði til sjós 14ára.”
Annars er ekki mikið um vinnu
hér í Hveragerði fyrir karlmenn, þótt
nóg sé fyrir konur bæði við elli-
heimilið, heilsuhælið o. fl.
Mikið aukizt að flutzt
só til Hveragerðis
Það hefur samt sem áður aukizt
verulega að fólk flytjist hingað til
Hveragerðis, enda stutt að fara í allar
áttir. Aðeins er 1/2 tíma akstur til
Reykjavíkur.”
„Ég fæ mér vinnu við og við mest í
skammdeginu svona til tilbreyt-
ingar,” sagði Hulda, en þau Steindór
og hún eiga einn son, Ólaf, 4ra ára.
Stundum passa ég lika börn, en ég
þarf mikið að sinna Ólafi því hann
saknar pabba síns mikið.
„Nei, mér leiðist aldrei þótt ég sé
„bara” húsmóðir. Það er alltaf hægt
að finna sér eitthvað til. Ég sauma
mikið og les mér til gamans.”
Hvað hagkvæmni í verzlun við-
víkur, sagði Hulda að þegar hún færi
til Reykjavíkur þá gerði hún sin stór-
innkaup í Hagkaupi. Á haustin fengi
hún svo hrossakjöt og ærkjöt í
Sláturfélaginu á Selfossi og það
saltaði hún sjálf niður í tunnur.
- EVI,
Verðlaunin:
Hoie krepp sængurfatnaður
Verðlaunin fyrir að taka þátt í bómullarefninu. bómull. Við keyptum hann i Verinu,
•heimilisbókhaldinu voru nú eins og Sængurfatnaðurinn er hinn sængurfataverzluninni á Njálsgötu
fyrir aprílmánuð sængurfatnaður skrautlegasti, auðveldur í þvotti, 86.
fyrir fjóra úr norska hoie krepp straufrir og þornar fljótt, 100% -EVI.
Hann Steindór Stefánsson hefur stundað sjó siðan hann var fjórtán ára gamall.
Hann er á Friðriki Sigurðssyni frá Þorlákshöfn. Áhöfnin fékk heiðursskjal fyrir
að vera aflahæst á landinu á sfðustu vertið. En þeir voru lika með bezta aflann
sem kom á land og fyrir það fannst Steindóri að ætti heldur að fá viðurkenningu.
DB-myndir Sig. Þorri
ÍUpplýsingaseðill
! til samanbunkr á heimiliskostnaði
| Hvað kostar heimilishaldið?
I Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
> fjölskyldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
j tæki.
* Nafn áskrifanda________________________________________
r
[ Heimili________________________________________________
i Sími
l-----
I
I Fjöldi heimilisfólks.
| Kostnaður í júlímánuði 1980.
i___________________________
i Matur og hreinlætisvörur kr..
kr..
i Annað
Alls kr.
m vuí w
i