Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST1980. 13 Island í botn- sætinuáNMí golfi íFinnlandi umhelgina íslenzka golflandsliðið hafnaði 1 neðsta sæti Norðurlandameistaramóts- ins i golfi, sem lauk i Helsinki um heig- ina. Varð islenzka liðið langneðst & mótinu — 51 höggi á eftir Norömönn- um, sem höfnuðu i 4. sætinu. Enginn kylfinganna var nálægt sinu bezta i gær. Oskar Sæmundsson, GR lék á 78 höggum, Hannes Eyvindsson, GR á 79, Geir Svansson, GR og Björgvin Þor- steinsson, GA á 80 og Sveinn Sigur- bergsson, GK á 82 höggum. Sænska liðið vann keppnina eins og búizt hafði verið við en toppbaráttan var mjög spennandi. Sviarnir notuðu 1023 högg, Danir 1026 högg, Finnar 1032, Norðmenn 1047 og Islendingar 1098 högg. Þrír úr hópnum halda á morgun áleiðis til Stokkhólms þar sem þeir munu taka þátt i Swedish International Strokeplay keppninni. Sigurður Albertsson beztur í Borgamesi Sigurður Albertsson úr Golfklúbbi Suðurnesja varð hlutskarpastur i Ping- golfmótinu sem fram fór í Borgarnesi um helgina. Hann lék 18 holurnar á 73 höggum en næstur honum varð Sigurð- ur Hafsteinsson, GR á 75 höggum. Stefán Unnarsson, GR varð þriðji á 76. Þá kom gamla kempan Þorbjörn Kjær- bo, GS á 77 höggum og á sama skori var Jón Sigurösson af Nesinu einnig. 1 keppninni með forgjöf sigraði Yngvi Árnason úr Golfklúbbi Borgar- ness á 62 höggum nettó. Jón Sigurös- son varð annar á 65 höggum, síðan kom Jón Svavarsson, GL á 68, Jón Hallgrímsson, GR á 68 og Konráð Bjarnason, GR á 69. Alls tóku 82 keppendur þátt í mót- inu, sem var mjög vel skipulagt og framkvæmt. íslenzk/ameriska gaf verðlaunin. Marshvann öragglega Ástraliumaðurinn Graham Marsh sigraði i gær i York International golf- mótinu. Lék hann 72 holurnar á 272 höggum og varð tveimur höggum á undan næsta manni, sem var S-Afrík- aninn John Bland á 274 höggum. Sandy Lyle kom næstur með 275 högg. Manuel Calero frá Spáni, Dale Hayes frá Suður-Afríku og Nick Job léku allir á 276. Það var fyrst og fremst frábær árangur Marsh fyrri tvo dagana sem færði honum sigurinn. Hann lék fyrsta daginn á 65, siöan á 64 — 7 undir pari. En hann var ekki sá eini er afrekaði það þvi a.m.k. einir fjórir til viöbótar gerðu slíkt hið sama. Jón Gunnlaugsson gnæfir hér yfir andstæðing sinn er hann skallar kröftuglega frá marki. Einbeitnin skin úr andliti hans og hann lét sig ekki muna um að leika síðasta hálftlmann þó hann væri meiddur. DB-mynd Sig. Þorri. Eim eitt tap Skagamanna fyrir FH-ingum ísumar! Það er enginn vafi á þvi að Magnús Teitsson yrði markakóngur íslands- jmótsins i ár ef FH léki 18 leiki við Akurnesinga i stað aðeins tveggja. ,Magnús hefur tekið upp þann sið að skora alltaf gegn Akumesingum og engin breyting var þar á er FH og Akra- nes leiddu saman hesta sina á laugar- dag. Magnús skoraði eina mark leiksins á 27. minútu og færöi FH afar dýr- mæt stig í botnbaráttunni. Mark Magnúsar var einkar laglegt. Hann fékk knöttinn miðja vegu milli miðju og vítateigs og tók strax á rás. Lék á Sigurð Halldórsson með tilþrifum og er Bjarni Sigurðsson reyndi að loka markinu við markteigshornið sendi IMagnús knöttinn framhjá honum — við nærstöngina — og i hliðarnetiö fjær, 1—0. Magnús sýndi þama yfir- vegun sem aöeins menn eins og Kenny Dalglish og fleiri slfkir geta státað af. Er upp var staðið var þetta sigurmarkiö og um leiö og staða FH vænkaðist versnaði staða Akurnesinga að sama skapi. Þeir hafa nú aðeins fengið eitt stig úr sfðustu þremur leikjum og slikt er vart hægt að leyfa sér í hinni hníf- jöfnu baráttu 1. deildar. Sigur FH var í alla staði sanngjarn — á það geta allir fallizt. Akurnesingar sköpuðu sér engin færi að heitið gat en nokkrum sinnum munaði ekki nema hársbreidd að FH-ingar bættu við marki. Einkum var þaö á smákafla undir lok leiksins að FH-ingar óðu í færum. Á 70. mínútu vildu flestir halda því fram að dæma hefði átt vítaspyrnu á Akurnesinga er Jón Gunnlaugsson brá Magnúsi Teitssyni eftir að hann hafði leikið á Bjarna markvörð. Dóm- arinn, Arnþór Óskarsson, var ekki á sama máli og FH-ingarnir og lét leikinn halda áfram. Tveimur mín. siðar mis- Valurvanní2.flokki Valsstúlkurnar i 2. flokki urðu ís- landsmeistarar utanhúss í sínum ald- ursflokki um helgina er útimótið í 2. aldursflokki fór fram á Seyöisfirði. jStúlkurnar úr FH urðu i 2. sæti og heimaliðið, Huginn f 3. sæti. Ekki hafa | horizt neinar frekari fregnir af mótinu ien við vonumst til að geta sagt nánar frá þvi síðar f vikunni. ,tókst Bjarna að grípa sendingu fyrir markið úr hornspyrnu en áttaði sig tím- anlega og náði að bjarga marki. Enn tveimur mín. síðar komst Pálmi i þokkalegt færi en skaut i hliðarnetið eftir að hafa leikið á Bjarna. Það sem Akurnesingar komust næst því að skora var á 64. minútu er hár bolti kom fram völlinn. Sigþór Ómars- son stökk upp með Friðrik Jónssyni, markverði FH, og skallaði snyrtilega yfir hann en einnig yfir þverslána. Það hefði engan veginn verið sanngjarnt af Akurnesingar hefðu farið heim með annað stigið því lengst af voru FH-ing- arnir sterkari aðilinn á vellinum. Varn- arleikurinn var mjög traustur og þeir Viðar Halldórsson og Valþór Sigþórs- son, sem hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum að undanförnu, stjórn- uðu vörninni af röggsemi. Á miðjunni var Magnús Teitsson sívinnandi og skapaði stórhættu er hann fór fram. Þá átti Ásgeir Elíasson einnig góðan leik og virðist vera kominn i góða æfingu . Framherjarnir Pálmi Jónsson og Valur Valsson eru hvaða vörn sem er skeinu- hættir og einkum hefur verið gaman að fylgjast með framförum Vals. Kristján Olgeirsson var tvímælalaust bezti maður Akranessliðsins og hefur átt frábært sumar með liðinu. Sigurður Lárusson var einnig mjög sterkur. Árni Sveinsson er stórgóður sóknarbak- vörður en varnarhliðin er ekki hans sterkasta og iðulega sat hann eftir frammi á vellinum. Skagavörnin, sem var án Guðjóns Þórðarsonar, virkaði ákaflega ósannfærandi oft á tíðum og opnaöist stundum illa. Leikmenn voru ósamtaka, t.d. ef leika átti andstæðing- inn rangstæðan og kom það fyrir oftar en einu sinni. Framlínan var eins og oft áður bitlaus í sumar og þá segir sína sögu að Sigurður Halldórsson, mið- vörðurinn sterki, er markhæsti er markhæsti maður liðsins í 1. deildinni. Þá er rétt að geta Jóns Gunnlaugssonar sem gaf aldrei þumlung eftir þrátt fyrir erfið meiðsli. Flestir leikmanna liðsins áttu slakan dag og það viröist einhvern veginn ætla að loða við Skagamenn að geta ekki spilað góða knattspyrnu á Kaplakrikavelli. Hvernig svo sem baráttan í deildinni þróast er hægt að segja það með sann- færingu að það er hrein synd ef FH-lið- ið fellur í 2. deildina eftir að hafa sýnt jafngóða leiki og í mörgum tilvikum i sumar. Liðið á ekkert erindi niður en falldraugurinn á þó vafalítið eftir að angra Hafnfirðingana enn frekar í sumar, þó svo að liðið hafi alla burði lil aðbjargasér. -SSv. BARIZT UM TOPPSÆTIÐ! 1 kvöld kl. 19.00 leika efstu lið 1. deildar VALUR - FRAM Miss Leikir Vals og Fram hafa verið beztu leikir sumarsins. í hálfleik keppa Valsarar og Framarar úr Vélhjólaíþrótta- klúbbnum í æðislegum kappakstri á vélhjólum. ÞU Valur ekki af þessum leik. Laugardalsvöllur — aöalleikvangur Valur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.