Dagblaðið - 11.08.1980, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980.
BILRUÐAN
Ath. hvort við getum aðstoðað.
ísetningar á staðnum.
SKÚLAGÚTU 26
SÍMAR 25755 0G 25780
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
RMariioH - Fossvogur
Blakdeild Víkings óskar eftir að taka á leigu ein-
staklings- eða tveggja herbergja íbúð í Víkings-
hverfinu frá 1. sept. nk. til 1. maí. Leigan greiðist
öll fyrirfram ef óskað er. Upplýsingar í síma
33622 milli kl. 9 og 10 alla daga og á auglýsinga-
deild Dagblaðsins.
VESTFIRZKUR
HARÐFISKUR
Barín og óbarín ýsa tíl sö/u. Verð kr.
5.500 kg. Sendi / póstkröfu um al/t
/and, /ágmarkspakkning 5 kg.
Upp/ýsingar í síma 94-7191.
Kjörskrá
fyrir prestskosningu, sem fram á að fara í Selja-
prestakalli sunnudaginn 31. ágúst nk. liggur
frammi í
ÖLDUSELSSKÓLA
kl. 16—19 alla virka daga á tímabilinu frá 11. til
19. ágúst nk. að báðum dögum meðtöldum.
Kærufrestur er til kl. 24 25. ágúst 1980. Kærur skulu sendar formanni
safnaöarnefndar, Gisla H. Árnasyni, Fifuseli 28.
Kosningarrétt við prestskosningu þessa hafa þeir sem búsettir eru i Selja-
prestakalli, sem takmarkast af byggö sunnan og vcstan Breiðholtsbrautar
i Rcykjavík, hafa náð 20 ára aldri á kjðrdegi og voru i þjöðkirkjunni 1.
des. 1979, enda greiði þeir sóknargjöld til hennar á árinu 1980.
Þeir sem eftir 1. des. 1979 hafa flutt í Seljapresta-
kall, eru ekki á kjörskrá, eins og hún er lögð fram
til sýnis, og þurfa því að kæra sig inn á kjörskrá.
Eyðublöð fyrir kærur fást á Manntalsskrifstof-
unni, Skúlatúni 2.
Manntalsskrifstofan staðfestir með áritun á
kæru, að flutningur lögheimilis í prestakallið hafi
verið tilkynntur. Ekki þarf sérstaka greinargerð
til þess að safnaðarnefnd taki kæru vegna flutn-
ings í prestakallið til greina..
Þeir sem flytja lögheimili sitt í Seljaprestakall
eftir að kærufrestur rennur út 28. ágúst ’80,
verða ekki teknir á kjörskrá að þessu sinni.
Safnaöarnefnd Se/JaprestakaHs
í Reykjavík.
Sovétríkin:
Úrlandieða
í fangelsi
Ólympíuleikunum I Moskvu er nýlokið og alþjóð-
legri ráðstefnu kvenna lauk fyrir nokkru í Kaup-
mannahöfn. Við báða þessa atburði vildu ráðamenn
í Sovétríkjunum láta i veðri vaka að ekkert væri að í
mannréttindamálum i þeirra heimaríki og þá ekki
heldur í réttindamálum kvenna. Um þetta má deila
og meðal þeirra sem ekki eru sammála ráðamönnum
í Moskvu eru tvær kvénréttindakonur sovézkar, sem
nýlega komu til Vínarborgar. Þær heita Tatiana
Goritsheva og Natalia Nalachoskaya. Mannréttindi
fteirra voru fólgin í því að hverfa annað hvort úr
landi eða fara í fangelsi fyrir baráttu sína fyrir rétt-
indum kvenna í Sovétríkjunum.
Genf:
Fer takmörkun
kjamorkuvopna
útumþúfúr?
—veruleg gagnrýni á hendur stórveldunum fyrír litlar aðgerðir
í framhaldi af alþjóðasamningum frá 1968
Búizt er við mikilli gagnrýni á
Sovétríkin og Bandarikin vegna að-
geröarleysis í viðleitni til að takmarka
gerð kjarnorkuvopna í heiminum.
Gagnrýni þessi mun þá koma fram á
ráðstefnu sem hefst i Genf í dag. Er
þetta reglubundin ráðstefna haldin á
fimm ára fresti og er verkefni hennar
aö kanna aö endurskoða alþjóðlegan
samning sem gerður var árið 1968 um
takmörkun kjarnorkuvopna.
Talið er að öll þau rlki sem hafa
undirritað þetta samkomulag séu
þeirrar skoöunar að ráðamenn í
Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og
Bretlandi hafí lítið gert til að standa
við sinn hluta samningsins sem kjarn-
orkuveldi. En árið 1968 voru þau
einu kjarnorkuveldin.
Ráðstefnan sem standa á i fjórar
vikur á aö kanna hver áhrif samning-
urinn um takmörkun kjarnorku-
vopna hefur haft í raun. Einnig er
búizt við að samþykktar verði til-
lögur um nauðsyn þess að herða eftir-
lit með svonefndri friðsamlegri nýt-
ingu kjarnorkunnar, þá til orku-
vinnslu.
Fulltrúar þeirra ríkja, sem undirrit-
að hafa samninginn en hafa þá
tæknigetu sem þarf til að framieiðg
kjarnorkuvopni telja að stórveldin
þrjú hafi blekkt þá til undirskriftar
meö því að fullyrða að þá gæfist tími
til að komast að samkomulagi um
takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar.
Kina og Frakkland hafa bæði fram-
kvæmt tilraunir með kjarnorkuvopn
og hafa neitað að undirrita nokkur
loforð um takmörkun á slíku. Ind-
land hefur gert tilraunir með kjarna-
vopn en ekki enn framleitt slík vopn.
Vegna orkuskorts í heiminum og
hækkaðs verðs á olíu hefur þrýsting-
ur á að nota kjarnorkuna til orku-
vinnslu aukizt mjög. Margir óttast að
viö það verði enn erfiðara að tak-
marka smíði kjarnorkuvopna en
áður.
20 hrapa í Ölp-
unum á sjö dögum
Fimm fjallgöngumenn létu lífið í
Ölpunum í gær að sögn itölsku lögregl-
unnar í Aosta. Þar með er tala þeirra
sem farizt hafa í ölpunum komin upp í
tuttugu á liðinni viku.
í vesturhluta Alpanna fórust þrír
þeirra sem létu lifið í gær. Voru þar á
ferð tveir Svisslendingar á fimmtugs-
aldri og rúmlega tvítugur Belgíumaður.
Hröpuðu þeir viö klifur innan frönsku
landamæranna.
Sá fjóri var í ítölsku ölpunum. Var
þar ítali á ferð en hrapaöi úr hengiflugi
og beið bana.
Sá fimmti var í ölpunum í Norð-
austurhluta Ítalíu. Var það ítalskur
kennari sem þar hrapaði til dauða.
Björgunarsveitir í ítölsku ölpunum
voru önnum kafnar í gær við að koma
tveim slösuðum vestur-þýzkum fjall-
göngumönnum niður á jafnsléttu.
Aðrir björgunarmenn voru við leit að
tveim félögum þeirra. Hafði ekki til
þeirra spurzt síðan á laugardaginn.
Þegar síðast fréttist höfðu mennirnir
ekki fundizt.
Alparnir eru vinsælasti staður fyrir
áhugamenn um fjallgöngur og klifur.
Eru þúsundir manna þar við íþrótt sína
þegar veður og aðstæður leyfa. Aðstoð
og fylgd með fjallgöngumönnum er
víða veruleg atvinnugrein í þeim lönd-
um sem Alparnir liggja í.
Að sögn ítölsku lögreglunnar í gær
þá má kenna slæmum útbúnaði og
vondu veðri um flest þau slys sem orðið
hafa á siðustu dögum í Ölpunum.Munu
þetta einnig vera helztu ástæður slysa á
fjallgöngumönnum yfirleitt.