Dagblaðið - 11.08.1980, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 1980.
Húsnæði ðskast
I
Iþróttir
íþróttir
4—5 herb. íbúð, raðhús eða einbýlishús óskast til leigu.
Vinsamlega hafið samband i sima 35127 eftir kl. 1.
Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi.
Nýkomið
Tag. 4165
Lttur: Rautt Mur
Stmrðlr 36-41
Verð kr. 22.950
Tag. 3414
Utur: DökkbUtt rúskinn
Stæróir 36-41
Vmrð kr. 22.950
Teg. 4229
Utur: Hvitt ieður
Stmrðir 3-6 1/2
Verð kr. 26.850
Teg. 4421
Utur: Bleikrautt rúsklnn
Stmrðlr 36-41
Varð kr. 22.950
Teg. 4448
Utur: Svart rúsklnn
Stmrðir 36-41
Verð kr. 22.950
Teg. 3429
Lttir: Rautt, hvitt eða svart leður
Stmrðlr: 36-41
Verð kr. 22.950
Teg. 4414
Utur: Hvltt leður
Stmrðir 36-41
Verð kr. 22.950
Teg. 3406
Utur: Be/ge leður
Stmrðir 36-41
Verð kr. 22.950
Teg. 4106
Utir: Svart eða botgo rúskinn
Stmrðir 36-41
Verð kr. 22.950
Teg. 3402
Lltur: Svart rúskinn
Stmrðlr 36—41
Verð kr. 22.950
Teg. 4246
Lttur: BleBet / vlnrautt rúsklnn eða
blátt rúsklnn
Stmrðir 3—711/2 stmrðum
Verð kr. 26.850
Skóverziun
Þórðar Péturssonar
Laugavogi 95 — Sími 13570
SEX MORKIHORKU-
LEIK Á ÍSAHRDI
—er ÍBÍ og Fylkir skildu jöfn, 3-3, Í2. deiklinm
ísfirðingar og Fylkismenn gerðu
jafntefli 3—31 leik liðanna á grasvellin-
um 6 ísafirði 6 laugardag. Þótti leikur-
inn vera hörkuskemmtilegur og heima-
liðið jafnaði ekki metin fyrr en á loka-
minútunum. Staðan i hálflelk var 1—1.>
Það var Kristinn Kristjánsson, sem
skoraði fyrst fyrir heimamenn en Hilm-
ar Sigvhatsson jafnaði fyrir gestina
fyrir hlé með góðu marki úr
aukaspyrnu. Hilmar var svo aftur á
ferðinni með mark úr aukaspyrnu og
fer nú hvað úr hverju að slaga upp í
Rainer Bonhof — aukaspyrnusérfræð-
ing v-þýzka landsliðsins. Hilmar hefur í
sumar skorað fjölda marka beint úr
aukaspyrnum og er það meirá en hægt
er að segja um ieikmenn 1. deildar.
Halldór Ólafsson jafnaði metin fyrir
ísfirðinga áður en Þórir Gíslason, sem
kom inn á sem varamaður, kom Fylki
yfir á nýjan leik um 5 mínútum fyrir
leikslok. Náði Þórir knettinum rétt
framan við miðlínu, lék upp allan völl-
inn með endamörkum og spyrnti síðan
fyrir markið. Knötturinn fór í einn
varnarmanna ísfirðinga og í netið. En
Halldór var ekki hættur og jafnaði
metin fyrir heimaliðið er tæpar 2 mín-
útur voru til leiksloka. ísfirðingar
þurftu nauðsynlega sigur í þessum leik
til að bæta stöðu sína, en eins og er
bendir enn allt til þess að Akureyrar-
liðin KA og Þór fari bæði beint upp.
-SSv.
Góð ferð Selfoss austur
Selfyssingar gerðu góða ferð austur á
Firði um helgina er þcir léku við Þrótt
og Austra og fóru heim með þrjú stig i
pokahorninu. Eiga þau vafalitið eftir
að reynast þeim dýrmæt i fallbarátt-
unni i 2. deiidinni. Lið Austra er ger-
samlega heillum horfið og þess biður
nú ekkert nema 3. deildin.
Fyrri leikur Selfyssinga var gegn
Þrótti og lauk honum með jafntefli 1-1.
Leikurinn þótti mjög slakur af beggja
hálfu en Þróttarar voru mun meir með
boltann og skoruðu á undan. Var þar
Valþór Þorgeirsson að verki eftir að
markvörður Selfoss hafði misst knött-
Staðaní2. deild
Staðan i 2. deildinni eftir leikina að
undanförnu er nú þessi:
Ármann — Þór 0-0
KA — Haukar 3-0
Austri — Þróttur 0-0
Þróttur — Selfoss 1-1
Austri — Selfoss 0-1
ísafjörður — Fylkir 3-3
KA 12 9 1 2 38-9 19
Þór 12 8 2 2 25-9 18
Haukar 12 5 4 3 22-23 14
ísafjörður 11 4 5 2 25-21 13
Fylkir 11 4 2 5 20-14 12
Þróttur 12 4 4 4 16-20 12
Selfoss 11 3 3 5 17-24 9
Ármann 12 2 5 5 19-27 9
Völsungur 10 3 2 5 11-15 8
Austri 13 0 4 9 13-42 4
Southamton
sigraði
Southampton sigraði í gærkvöld
belgisku meistarana Brugge 3-1 i úrslit-
um Iftillar keppni, sem fram fór i Hol-
landi. Graham Baker skoraðí tvö
marka Southampton, sem komst i 2-0,
og Mike Channon bætti þvi þriðja við.
Þá sigraðí Schalke 04 Feyenoord 2-1,
en Southampton vann einmitt Schalke
fyrlr örstuttu 7-2. Sýnt er því að
Dýrlingarnir verða engin lömb að leika
sér við þegar keppnistimabilið hefst i
Englandi á laugardag.
inn frá sér eftir fast skot Njáls Eiðs-
sonar. Fimm mínútum fyrir leikslok
jafnaði Stefán Larsen metin eftir slæm
varnarmistök hjá Þrótti.
Síðan fóru Selfyssingar til Eski-
fjarðar og léku þar við botnliðið
Austra. Hvasst var þegar leikurinn fór
fram og knattspyrnan ekki ýkja merki-
leg. Selfoss sótti mun meira undan
vindinum í fyrri hálfleik og skapaði sér
ágæt færi. Upp úr einu þeirra skoraði
Amundi Sigmundsson eina mark leiks-
ins á 14. mínútu. Tveir Austramenn,
Haraldur Haraldsson og Sigurður
Gunnarsson fengu gult spjald i hálf-
leiknum.
Heimaliðið sótti mun meira í s.h. en
lítið var um almennileg færi. Það bezta
kom strax á 53. mínútu en þá spyrnti
Steinar Tómasson í stöng í dauðafæri.
Leikurinn jafnaðist síðan um stund en
lokakaflinn var að mestu eign Austra
án þess þó að nein veruleg færi sköpuð-
ust.
Hreiðar Jónsson dæmdi báða leik-
ina. Þótti frammistaða hans mjög góð
á Norðfirði en ekki eins á Eskifirði.
-VS
KA nýtti færín
en Haukar ekki
—öruggur sigur KA, 34), fyrir norðan
KA sigraði Hauka 3—0 i afar mikil-
vægum leik i 2. deildinni á föstudags-
kvöld. Var sigurinn sanngjarn en í
stærra lagi. Staðan i hálfleik var 1—0.
KA hóf leikinn af krafti og virtust
Haukarnir vera vankaðir eftir flugið að
sunnan og voru hreinlega ekki með á
nótunum til að byrja með. KA skapaði
sér þó engin verulega hættuleg færi
framan af en áður en þeir skoruðu
fyrsta markið á 25. mínútu varði Guð-
mundur, markvörður Haukanna, vel
frá Óskari Ingimundarsyni. Hann gat
hins vegar ekki stöðvað Óskar sem fyrr
sagði á 25. mínútu er hann skoraði eftir
fyrirgjöf frá Erlingi.
Haukarnir mættu tvíefldir til leiks
eftir hálfleikinn og voru skæðir fyrsta
korterið. Þá bjargaði t.d. Magnús
Magnússon á línu skalla frá Daníel
Gunnarssyni, bezta manni Haukanna.
Rétt á eftir skapaðist mikil hætta við
mark KA á nýjan leik en aftur var
naumlega bjargað.
Síðan skoraði KA aftur. Elmar
Geirsson gaf fyrir og Óskar skallaði
knöttinn efst í markvinkilinn — glæsi-
mark. Síðasta markið var svo enn eign
Óskars og kom á 79. mínútu. Guð-
mundur markvörður sendi þá knöttinn
á Andrés Kristjánsson. Andrés var ekki
viðbúinn Gunnari Blöndal, sem kom á
fullri ferð og stal af honum knettinum.
Sendi á Óskar, sem skoraði léttilega.
Bezti maður Haukanna var sem fyrr
sagði Daniel Gunnarsson en hjá KA
voru þeir Erlingur og Gunnar Gíslason
beztir.
Magnús með
Selfyssinga
Magnús Jónatansson kom austur á
Firði með Selfyssingum og virðist þvi
svo sem hann hafi tekið við stöðu að-
stoðarþjálfara við hlið Jóns B. Stefáns-
sonar hjá félaginu. Magnús var at-
kvæðamikill fyrir austan og ekki er
hægt annað en að segja að Selfoss byrji
vel undir stjórn þeirra félaga Jóns og
Magnúsar. Þrjú stig úr fyrstu tveimur
leikjunum.
/ -VS
Enn sigur hjá Moses
—í400 metra grínd á stórmóti í Köln
Hörkuárangur náðist í nokkrum
greinum á stórfrjálsíþróttamóti, sem
fram fór i Köln um helgina. Má þar
m.a. nefna að Allan Wells, Bretinn
sprettharði, sigraði i 100 metra hlaupi á
10,19 sek. en annar varð Stanley Floyd,
sem er nú bezti 100 m hlaupari Banda-
rikjamanna, á 10,21 sek. Mel Lattany
frá Bandaríkjunum varð þriðji á 10,25
sek. og V-Þjóðverjinn Christian Haas
varð fjórði á 10,26 sek. Þá kom Carl
Lewis frá Bandarikjunum á 10,30 og
landar hans Harvey Glance á 10,31 og
Steve Williams á 10,40. Don Quarrie
varð síðastur á 10,40 sek.
Mac Wilkins vann kringlukastið —
kastaði 66,46 m , John Powell varð
annar með 65,30 m. Ben Plucknett
þriðji með 65,30, A! Oerter fjórði með
63,16 og Knut Hjeltnes frá Noregi
fimmti með 62,60 m.
V-Þjóðverjinn Harald Schmid var
beztur í 400 metrunum á 45,06 sek.
Síðan komu Bandaríkjamennirnir
Walther McCoy á 45,49 sek., Willie
Snith á 45,59 sek. og Herman Frazier á
45.70. Rick Mitchell frá Ástralíu varð
fimmti á45,80sek.
Kenýabúinn James Maine varð fyrst-
ur í 800 metra hlaupinu á 1:45,3 mín.,
en á hæla hans kom James Robinson
frá Bandaríkjunum á 1:45,5 mín, og
næstur varð Omar Khalufa frá Súdan á
1:45,8 min.
Renaldo Nehemiah vann 100 metra
grindahlaupið að vanda, hljóp nú á
13,23 sek. Greg Foster varð annar á
13,35 sek., þá Anthony Campbell
þriðji á 13,57 sek. Dedy Cooper hljóp á
13,60 sek. og Rod Milburn, gamla
kempan, á 13,67.
Ralf Reuchenbach vann kúluvarpið
með kasti upp á 20,57 metra en annar
varð Brian Óldfield frá Bandaríkjunum
— kastaði 20,55. A1 Feurbach varpaði
kúlunni 20,51 metra og Finninn Feijo
Stahlbergaðeins 19,85.
Don Quarrie bætti upp fyrir von-
brigðin í 100 metra hlaupinu og vann
200 metrana á 20,32 sek. Steve Will-
iams var á 20,36 og Peter Muster frá
Sviss á 20,72. Fred Taylor kom í mark
á 20,73 sek.
Edwin Moses vann 400 metra grinda-
hlaupið og hefur ekki tapað keppni í
óratíma. Tími hans í hlaupinu var
48,53 sek. og fjórir næstu menn hlupu
allir innan við 50 sekúndur. Dietmar
Mögenburg vann hástökkið — stökk
2,27 metra. Ben Fields stökk 2,24 m. og
Dwight Stones 2,21 m. 1 3000 metra
hlaupi sigraði Willy WUelbeck á 7:47,5
min., Wilson Waigwa frá Kenýa varð
annar á 3:47,7 mín. og Fernando Mam-
eda frá Portúgal þriðji á 7:48,0 mín.
Greg Durham varð fjórði á 7:52,4,
Antti Loikkanen frá Finnlandi fimmti
á 7:52,8, Kip Koskei frá Kenýa sjötti á
7:53,4 og Lasse Viren varð 9. á 7:55,0.
Í 4x 100 metra boðhlaupi hljóp banda-
ríska sveitin á 38,66 sek.